Fréttablaðið - 20.04.2021, Page 4
Þannig liggur fyrir
að engar fram-
kvæmdir á stofnbrautum
muni klárast á yfirstand-
andi kjörtímabili.
Eyþór Arnalds, oddviti
Sjálfstæðismanna
Við finnum fyrir
aukinni eftirspurn
gagnavera.
Hörður Arnarson,
forstjóri Lands-
virkjunar
jeep.is
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
35” BREYTTUR 33” BREYTTUR ÓBREYTTUR
JEEP® GRAND CHEROKEE TRAILHAWK – VERÐ FRÁ: 11.690.000 KR.
• 3.0 V6 250 HÖ. DÍSEL, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING
• 570 NM TOG
• HÁTT OG LÁGT DRIF
• RAFDRIFIN LÆSING Í AFTURDRIFI
• LOFTPÚÐAFJÖÐRUN AÐ FRAMAN OG AFTAN
• HLÍFÐARPLÖTUR UNDIR VÉL, KÖSSUM OG SKIPTINGU
• BI-XENON LED FRAMLJÓS MEÐ ÞVOTTAKERFI
• RAFDRIFIN OPNUN Á AFTURHLERA
ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
JEEP® GRAND CHEROKEE BREYTTIR OG ÓBREYTTIR
• ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI
• BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ
• FJARLÆGÐASKYNJARAR AÐ FRAMAN OG AFTAN
• BLINDHORNSVÖRN
ALLAR BREYTINGAR UNNAR AF BREYTINGARVERKSTÆÐI ÍSBAND
SAMFÉL AG Samtök áhugafólks
um spilafíkn (SÁS) hafa lagt fram
kæru til úrskurðarnefndar um
upplýsingamál vegna synjunar
dómsmálaráðuneytisins á beiðni
um aðgang að gögnum sem borist
hafa ráðuneytinu frá rekstrarað-
ilum spilakassa hérlendis er varða
úrbætur og spilakort.
Samtök áhugafólks um spilafíkn
hafa kallað eftir því að spilakössum
á Íslandi verði lokað. Rekstraraðilar
spilakassa hérlendis, Íslandsspil og
Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ),
hafa svarað því kalli með umræðu
um spilakort sem virka þannig að
spilarar spili með fyrir fram greidd-
um spilakortum. Þannig megi
stjórna betur þeim fjárhæðum sem
spilað er fyrir.
Í erindi sendu frá SÁS til dóms-
málaráðuneytisins í febrúar er
óskað eftir umræddum gögnum
sem og öðrum erindum sem ráðu-
neytinu hafa borist frá leyfishöfum
er snúa að rekstri spilakassa.
Í svari frá dómsmálaráðuneyt-
inu sem dagsett er þann 22. mars
kemur fram að á umræddu tíma-
bili hafi ráðuneytinu borist erindi
bæði frá Happdrætti Háskólans
og Íslandsspilum. Neitað var að
af henda gögnin á grundvelli þess
að þau innihaldi upplýsingar er
varði mikilvæga fjárhags- og við-
skiptahagsmuni.
Dómsmálaráðuneytinu er veittur
frestur til 26. apríl næstkomandi
til að skila umsögn um kæruna
og koma með frekari rökstuðning
fyrir ákvörðuninni. Þá hefur SÁS
einnig óskað eftir því að úrskurðar-
nefndinni verði innan sama frests
afhent gögnin sem kæran lýtur að.
– bdj
Kæra synjun ráðuneytisins um aðgang að gögnum
Alma Hafsteinsdóttir, formaður
SÁS, lagði fram kæruna fyrir hönd
samtakanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
REYK JAVÍK Tillaga að hámarks-
hraðaáætlun Reykjavíkur var sam-
þykkt í skipulags- og samgönguráði
í síðustu viku og vísað til borgar-
ráðs. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf-
stæðismanna, er ósáttur við tillögur
meirihlutans en Eyþór segir að laus-
lega megi reikna með að tillögurnar
muni kosta rúma átta milljarða
króna á ári.
„Mér finnst þessar tillögur afar
illa ígrundaðar og kostnaðurinn
við að koma þeim í framkvæmd er
vanreiknaður svo um munar.
Fram kemur í áliti, sem verk-
fræðiprófessorinn emeritus Jónas
Elíasson og umferðarverkfræðing-
urinn Þórarinn Hjaltason gerðu, að
áætla megi lauslega samfélagslegan
kostnað við aukningu á ferðatíma
vegna hraðlækkananna um 8,2
milljarða króna á ári,“ segir Eyþór.
Um umhverfisáhrifin segir í
áliti Jónasar og Þórarins: „Mæld
rykmengun mun lækka eitthvað
á þeim götum þar sem hraðinn
lækkar. Munurinn jafnast f ljótlega
út vegna dreifingar í loftinu vegna
iðustreymis.“
„Þessar tillögur koma á sama
tíma og ljóst er að tímarammar um
Borgarlínu munu ekki standast og
ljóst er að framkvæmdir við hin
ljósastýrðu gatnamót við Bústaða-
veg og Arnarnesveg þar sem mikill
umferðarþungi er muni ekki klárast
á þessu ári eins og áætlað var.
Þannig liggur fyrir að engar stórar
framkvæmdir á stofnbrautum muni
klárast á yfirstandandi kjörtíma-
bili. Það væri skiljanlegra ef þessar
tillögur kæmu fram þegar ferlið við
Borgarlínu væri komið lengra og
framkvæmdir á stofnbrautum væru
lengra á veg komnar,“ segir borgar-
fulltrúinn. – hó
Kostnaður við
hraðalækkun
átta milljarðar
ORKUMÁL Landsvirkjun mun ekki
byggja nýjar virkjanir til þess að
mæta orkuþörf gagnaveranna, sem
eru nýtt að langstærstum hluta til
þess að grafa eftir rafmynt.
„Við finnum fyrir aukinni eftir-
spurn gagnavera,“ segir Hörður
Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,
aðspurður um hvort pressa sé á
að útvega meiri orku fyrir gagna-
verin. Verð rafmynta hefur rokið
upp á undanförnum mánuðum
sem valdið hefur því að sífellt f leiri
sækjast eftir því að kaupa og grafa
eftir rafmynt.
„Þó við höfum verið að selja orku
til gagnavera hefur þetta aldrei haft
áhrif á f járfestingarákvarðanir
okkar,“ segir hann. Ástæðan sé sú
að þetta er svo illfyrirsjáanlegur
markaður. „Þegar við byggjum
virkjanir förum við í langtímasam-
band með ábyrgðum við ákveðna
viðskiptavini.“
Á sama tíma og Bitcoin og aðrar
rafmyntir ruku upp í verði minnk-
aði eftirspurnin eftir afurðum eins
og áli og kísil. En nú hefur orðið
breyting. Hörður nefnir álverið Rio
Tinto sem dæmi, sem samið var við
í upphafi árs.
„Rio Tinto keyrðu niður afköstin
á síðasta ári vegna minni eftir-
spurnar en hafa verið að snúa þessu
við og eru að verða komnir í full
afköst,“ segir hann. „Það sama gild-
ir um aðra viðskiptavini. Álverð,
kísilverð og f leira hefur verið að
hækka mikið.“
Sú raforka sem seld hefur verið
til gagnaveranna var að hluta orka
sem ekki hefur verið hægt að nýta
til stóriðnaðar. Þegar þetta snýst
við verður minna til skiptanna.
Hörður telur að gagnaverin eigi
mikla framtíð fyrir sér og mikil-
vægt sé fyrir Ísland að fá stóru
þekkingarfyrirtækin hingað. „Raf-
myntagröfturinn styrkir þessa
starfsemi við að koma undir sig
fótunum og borga ákveðnar fjár-
festingar,“ segir hann.
„En ég held að f lestir geri sér
grein fyrir að það sé mjög óvíst
hvort gröfturinn verði með þessum
hætti til framtíðar. Ég held að það sé
mikilvægt að draga úr orkuþörfinni
og veit að aðilar eru að leita leiða til
þess að svo geti orðið.“
kristinnhaukur@frettabladid.is
Ekki áformað að byggja upp
virkjanir fyrir gagnaverin
Þrátt fyrir aukna eftirspurn eftir gagnaverum, aðallega til þess að grafa eftir rafmynt, mun Landsvirkjun
ekki byggja virkjanir til að mæta henni. Forstjóri Landsvirkjunar segir stórnotendurna vera að komast
aftur í full afköst eftir að dregið var úr þeim á síðasta ári vegna áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hafði.
Genesis Mining er meðal þeirra gagnavera sem grafa eftir rafmynt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Eyþór Arnalds gagnrýnir áform um
hraðalækknir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
skýrslu innri endurskoðanda
um nokkur verkefni borgarinnar.
skýrslu innri endurskoðanda
um nokkur verkefni borgarinnar.
Eyþór Arnalds
2 0 . A P R Í L 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð