Fréttablaðið - 20.04.2021, Síða 6
Ég á frekar von á
því að það verði
rólegheit á næstunni, að
minnsta kosti þangað til
vorar og ég fer að laga
girðingar.
Hreggviður Hermannsson,
ábúandi á Langholti 1
Við höfum tjáð rúss-
neskum stjórnvöldum hver
afstaða Bandaríkjanna sé.
Kraftur, traust
og árangur
Hringdu
núna
520 9595
Helgi Jóhannes
Jónsson
Sími: 780 2700
DÓMSMÁL Héraðsdómur Suður-
lands sýk naði á miðvikudag
Hreggvið Hermannsson af því að
hafa lokað aðkeyrslu sinni með vír.
Hreggviður, sem er ábúandi á Lang-
holti 1 í Flóahreppi, hefur staðið í
deilum við nágranna sína um nokk-
urra ára skeið. Samkvæmt skýrslum
lögreglunnar hefur lögreglan í 22
skipti haft afskipti af lokunum
Hreggviðs, milli 13. desember árið
2017 og 29. janúar ári seinna, en
hann segist hafa lokað veginum í
að minnsta kosti tífalt f leiri skipti
og að heimsóknir lögreglu telji vel á
fjórða hundrað.
Hreggviður kom fyrir stórum
steinum beggja vegna við veginn,
boraði króka inn í þá og strengdi
vírinn á milli. Hann hefur deilt við
nágranna sína, Fríði Sólveigu Hann-
esardóttur og Ragnar Val Björgvins-
son, um ákveðna landspildu. Fríður
vitnaði um að í hvert skipti sem veg-
inum var lokað hefði hún kallað til
lögreglu. Hreggviður vitnaði um að
hann hefði ávallt merkt lokunina
með glitmerkjum eða veifum.
Lögfræðingur Vegagerðarinnar
bar vitni fyrir dómnum og staðfesti
bréf þess efnis að vegurinn væri
ekki á skrá. Á þeim grundvelli var
Hreggviður sýknaður.
Á sama tíma voru tekin fyrir
önnur mál á hendur Hreggviði.
Var hann sýknaður af því að hafa
tekið samlokusíma af Fríði með
þeim afleiðingum að hún marðist
á fingri en þá var hann handtekinn
og látinn dúsa inni í 8 klukkutíma.
Hreggviður var hins vegar sak-
felldur fyrir að hafa keyrt niður tvo
girðingarstaura og grafið upp plast-
rör sem til stóð að setja rafmagns-
kapla í og fyrir umferðarlagabrot.
Var Hreggviður samanlagt dæmdur
til þess að greiða 100 þúsund króna
sekt, tæplega 147 þúsund með vöxt-
um í bætur og 2 milljónir af launum
lögmanna.
„Ég er mjög sáttur við þann hluta
dómsins sem ég var sýknaður af,“
segir Hreggviður. „Hinum ákæru-
liðunum verður áfrýjað.“
Hann segist ekki eiga von á því
að fá afsökunarbeiðni frá lögregl-
unni þrátt fyrir öll þessi tilhæfu-
lausu afskipti.
Þessi málabunki er ekki einu mál
Langholtsfólks á undanförnum
árum. Árið 2018 var Hreggviður
dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir
að snúa upp á handlegg Fríðar og
þjófnaði á sófa og staurum. Ragnar
Valur var dæmdur í hálfs árs skil-
orðsbundið fangelsi árið 2019 fyrir
að keyra á Hreggvið. Lögreglustjór-
inn á Suðurlandi hefur áður verið
úrskurðaður vanhæfur í málum
tengdum Langholti vegna tengsla
starfsfólks ákærusviðs, og var það
því Lögreglustjórinn í Vestmanna-
eyjum sem lagði fram ákærurnar
sem dæmt var í í síðustu viku.
Hreggviður segist ekki hafa sett
vírinn upp aftur, umferðin hafi
minnkað það mikið og róast milli
bæjanna.
„Ég á frekar von á því að það
verði rólegheit á næstunni, að
minnsta kosti þangað til vorar
og ég fer að laga girðingar,“ segir
Hreggviður.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Endurtekin afskipti lögreglu
af nágrannaerjum ástæðulaus
Lögreglan á Suðurlandi hafði enga ástæðu til þess að hafa afskipti af vír sem Hreggviður Hermannsson,
ábúandi á Langholti 1, setti upp á aðkeyrslu til að stöðva átroðning á landi sínu. Vegurinn var ekki á
skrá samkvæmt lögfræðingi Vegagerðarinnar í síðustu viku. Málaferli við nágranna halda þó áfram.
Hreggviður segist hafa sett vírinn upp í hundruð skipta. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
BANDARÍKIN Lögmenn lögreglu-
mannsins Dereks Chauvin f luttu
lokaræðu sína í gær fyrir kvið-
dómendur en jafnvel er búist við
úrskurði yfir honum í dag. Chauvin
kraup á hálsinum á George Floyd í
rúmar níu mínútur svo Floyd missti
meðvitund og lést á sjúkrahúsi
skömmu síðar.
Flestar borgir Bandaríkjanna búa
sig undir hvernig bregðast skuli við
fái Chauvin mildan dóm en búist
er við gífurlegum mótmælum um
gjörvallt landið fari svo að Chauvin
sleppi með skrekkinn.
Búðareigendur í Minneapolis, þar
sem Chauvin starfaði, hafa byrgt
fyrir glugga sína.
Washington Times segir til dæmis
að NBA ætli að fresta leikjum verði
Chauvin dæmdur til vægrar refs-
ingar. Hann á yfir höfði sér 40 ára
dóm verði hann dæmdur sekur. – bb
Dómurinn gæti
kveikt mótmæli
Réttarhöldin hafa staðið yfir í hart-
nær þrjár vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
RÚSSLAND Stjórnarandstæðingur-
inn Alexei Navalní hefur verið
færður úr fangelsi yfir á sjúkrahús
fyrir fanga sem staðsett er austur af
Moskuborg.
Vaxandi áhyggjur eru af heilsu-
fari Navalnís en grunur er um að
rússnesk stjórnvöld hafi byrlað
honum eitur á síðasta ári. Fram kom
í yfirlýsingu sem fangelsismála-
stofnun Rússlands sendi frá sér í gær
að Navalní væri á gjörgæsludeild á
sjúkrahúsinu. Þar segir enn fremur
að ástand Navalnís sé stöðugt og
hann sé undir reglulegu eftirliti
lækna.
Navalní hefur verið í hungur-
verkfalli síðan 31. mars en hann
krefst viðunandi læknismeðferðar
og skoðunar hlutlauss læknis.
Aðstandendur Navalnís eru ekki
sammála fyrrgreindum yfirlýs-
ingum rússneskra stjórnvalda um
heilsufar hans. Þeir segja að Navalní
sé í lífshættu þessa stundina en hætt
sé við því að hann fái nýrnabilun
eða hjartaáfall.
Vaxandi spenna er í samskiptum
Bandaríkjanna og Rússa. „Við
höfum tjáð rússneskum stjórnvöld-
um hver afstaða Bandaríkjanna sé.
Þá höfum við tilkynnt stjórnvöldum
í Kreml að Rússar verði dregnir til
ábyrgðar á alþjóðlegum vettvangi
veiti þeir Navalní ekki viðeigandi
læknismeðferð,“ segir Jake Sullivan,
öryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar,
í samtali við CNN. – hó
Vaxandi spenna vegna alvarlegs ástands Navalnís
FÓTBOLTI Aleksander Ceferin, for-
seti Evrópska knattspyrnusam-
bandsins, UEFA, var ómyrkur í máli
þegar hann ræddi Ofurdeild Evrópu
á blaðamannafundi í gær.
Áform tólf félaga um stofnun
Ofurdeildarinnar voru kynnt á
sunnudagskvöldið en í gær kynnti
UEFA nýtt fyrirkomulag sem verður
á Meistaradeild Evrópu.
Orð Ceferin staðfestu þann grun
sem knattspyrnuáhugamenn hafa
haft um að það andi köldu milli for-
setans og forráðamanna félaganna
sem standa að baki Ofurdeildinni.
„Þessir snákar og lygarar hafa
sagt við mig að þeir styðji fyrirhug-
aðar breytingar á Meistaradeildinni
en gengu svo á bak orða sinna,“ segir
Ceferin sem beindi orðum sínum að
Andrea Agnelli, forseta Juventus, og
Ed Woodward, stjórnarformanni
Manchester United.
Ekki liggur fyrri hvert fyrirkomu-
lag verður á keppnum sterkustu
félaga Evrópu. Forsetar UEFA og
FIFA hafa sagt að þeir sem leika í
Ofurdeildinni megi ekki keppa í
mótum á vegum sambandanna. – hó
Forseti UEFA
var hvassyrtur
2 0 . A P R Í L 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð