Fréttablaðið - 20.04.2021, Side 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
Við höfum
ekkert við
hertar
aðgerðir að
gera ef fólki
finnst þær
ekki gilda
um sig.
Ef vantar að
styrkja
lagastoð
undir sótt
kvíarhótel,
þá styrkjum
við lagastoð
undir sótt
kvíarhótel.
Nú þegar sól fer loks hækkandi á lofti og hitastigið fylgir með, sumardagurinn fyrsti er handan við hornið og bjartsýnustu Íslendingarnir eru farnir að huga að sumarfrísplönum, þá erum við enn og aftur minnt á hversu viðkvæmt
ástandið er.
Í tæplega hálft ár hafa ekki greinst eins margir
smitaðir og í fyrradag og eru allar líkur á að við höfum
ekki séð fyrir endann á þessu nýjasta bakslagi. Undir
eins heyrast raddir um að nú þurfi að rífa aftur í hand
bremsuna og herða enn á ný á aðgerðunum sem verið
var að slaka örlítið á.
Þeim sem kalla undir eins eftir hertum aðgerðum
má benda á að þessi stóru smit urðu þegar við einmitt
bjuggum við hertar aðgerðir. Smittilfellin eru einfald
lega að koma fram núna, tveimur vikum síðar og má
rekja þau til tveggja einstaklinga. Tveggja einstaklinga
sem fóru óvarlega eftir að hafa komið til landsins og átt
að vera í fimm daga sóttkví fram að seinni sýnatöku.
Vegna annars þeirra eru nú um eitt hundrað fjöl
skyldur innilokaðar milli vonar og ótta. Reglurnar voru
til staðar en þessir einstaklingar virtu þær ekki. Þar
stendur hnífurinn í kúnni! Við höfum ekkert við hertar
aðgerðir að gera ef fólki finnst þær ekki gilda um sig.
Við erum kannski ekki agaðasta þjóð heims og að
sjálfsögðu er þetta orðið drulluþreytandi allt saman
en við hljótum að geta virt þessar augljósustu reglur
varðandi sóttkví og haldið áfram að leggja áherslu á
persónulegar sóttvarnir. Vitandi að ef ekki þá skerðist
frelsið enn frekar og þó að lífið hafi ekki beint gengið
sinn vanagang hér á landi undanfarið þá búum við við
meira frelsi en flestar aðrar þjóðir.
Og við bara hljótum að geta látið okkur hafa það að
dvelja á hótelherbergi í fimm daga að lokinni utan
landsferð. Öll vitum við af reglum um heimkomu
smitgát svo það er erfitt að vorkenna þeim sem velja að
ferðast að þurfa að framfylgja þeim.
Í mínum huga er hóteldvöl lúxus og ef það að slaka
aðeins á frá amstri hversdagsins, lokaður inni á herbergi
sem upphaflega var hannað fyrir borgandi ferðamenn
í leit að notalegheitum, í þægilegu rúmi, með bullandi
nettengingu, þykka sæng og úrval sjónvarpsstöðva,
þegar fínustu veitingastaðir eru farnir að stunda heim
sendingar, er svona agaleg refsing, ætti fólk bara að
halda sig alfarið heima.
Með því að framfylgja reglum um sóttkví við komu
til landsins, hvort sem það er gert heima við eða á hóteli,
verjum við náungann og stuðlum að því að samfélagið
geti verið virkt. Þeir, sem er sama þó að hundrað fjöl
skyldum sé nú gert að loka sig af dögum saman, hafa
ekki verið innilokaðir með smábarn allan sólarhring
inn og mögulega þurft að sinna vinnu með.
Þeir foreldrar þiggja án efa nokkurra daga einveru á
hótelherbergi að því loknu!
Skammgóður
vermir
Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn
miðvikudaginn 21. apríl 2021, kl. 17:00.
Dagskrá
1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein samþykkta félagsins.
2. Heimild aðalfundar fyrir félagsstjórn til kaupa á eigin hlutabréfum.
3. Þróunarmál og hönnun.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Ársreikningur er til sýnis á skrifstofu í Mosfellsbæ og er sendur
hverjum þeim hlutahafa sem þess óskar.
Í samræmi við fyrirmæli stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu
kórónuveiru verður fyllstu varúðar gætt. Hægt verður að skrá sig á
istex.hf@istex.is eða í 566 6300 til að fylgjast með fundinum rafrænt.
Umboðsmenn þurfa að leggja fram dagsett og skriflegt umboð.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent frá skrifstofu félagsins að
Völuteig 6 í Mosfellsbæ á fundardag.
Mosfellsbæ, apríl 2021.
Stjórn ÍSTEX hf.
Þjóðaróráð
Kórónaveiran var eðli sínu sam-
kvæmt ekki lengi að ná vopnum
sínum og fjöldi tilfella smits rauk
upp á sunnudaginn. Fingrum
var því að vonum bent í ýmsar
áttir á Facebook í gær. Helga Vala
Helgadóttir, þingman Sam-
fylkingar, skilaði meðal annars
smitskömminni: „27 ný smit og
ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur neitunarvald
gagnvart nauðsynlegum sótt-
varnaaðgerðum. Er það ráðlegt
kæra þjóð?“ Þá sagðist Illugi Jök-
ulsson seinþreyttur til vandræða
áður en hann spurði „en er ekki
kominn tími til að við hættum
að trúa því að ríkisstjórnin sé að
leysa þetta vel?“.
Voff!
Miklu fleiri ítrekuðu kröfuna
um að stjórnvöld skytu loku
fyrir lekann á landamærunum.
Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar
Grétarsson viðraði þó áhyggjur
af öðru viðlagi sem einnig ómar
hátt. „Einhver jólasveinn for-
smáir reglur um sóttkví og þá
rjúka málsmetandi menn upp
geltandi og hafa til marks um að
þar hafi sannast að ríkisstjórnin
hafi verið á hárréttu róli með að
brjóta lög og sneiða að borgara-
legum réttindum með frelsis-
sviptingum. Gaman að þessu,
eða þannig.“ Bubbi Morthens
svaraði honum að bragði með
kröfu um að að landinu yrði ein-
faldlega „kloss lokað“.
toti@frettabladid.is
Árangur Íslands í sóttvörnum hefur verið svo góður að eftir hefur verið tekið. Með samstilltu átaki hefur okkur tekist að haga
málum þannig að áhrif heimsfaraldurs á daglegt líf
fólks hafa verið minni hér en víða. Mörg voru því
farin að líta sumarið hýru auga; það yrði hægt að
lifa enn frjálsara lífi hér en við þó gerum í dag.
Til að svo megi verða þarf að tryggja að sótt
varnir séu áfram eins og best verður á kosið. Við
þurfum að huga að persónulegum sóttvörnum,
nota grímuna, halda skilgreindri fjarlægð og þvo
okkur um hendur, spritta og virða samkomutak
markanir. Það sama á við um landamærin; við
verðum að hafa þær reglur þar við lýði sem tryggja
sem bestar sóttvarnir.
Sóttkvíarhótel er ein af þeim aðferðum sem
talin var nauðsynleg til að tryggja sem bestar
sóttvarnir. Reglugerð um það reyndist ekki hafa
lagastoð og því var fallið frá skylduvist í sóttkvíar
hóteli. Þess í stað treystum við á að fólk sem kemur
yfir landamærin virði allar reglur um sóttkví; líka
nýju og strangari reglurnar sem voru settar eftir
úrskurð um sóttkvíarhótel. Eins og dæmin sanna
þarf ekki nema örfá tilvik um að reglur séu ekki
virtar í hvívetna, kannski bara eitt, til að smit
breiðist út.
Ég er einfaldur maður og horfi til einfaldra
lausna. Ef vantar að styrkja lagastoð undir
sótt kvíarhótel, þá styrkjum við lagastoð undir
sóttkvíarhótel. Ávinningurinn af slíku er ótvíræð
ur; við hljótum öll að vilja að hægt sé að slaka enn
frekar á klónni innanlands. Átt frjálsara sumar.
Frekar en að herða reglur aftur.
Í löngu og viðamiklu verkefni getur það gerst
að á lokametrunum verði löngunin til að ljúka
verkefninu öllu öðru yfirsterkara. Við megum ekki
falla í þá gryfju með COVID. Það er jafn mikilvægt
núna og fyrir ári síðan að huga vel að öllum sótt
vörnum. Sýnum skynsemi í sóttvörnum.
Sýnum skynsemi
í sóttvörnum
Kolbeinn
Óttarsson
Proppé
þingmaður
Vinstri grænna
?
2 0 . A P R Í L 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN