Fréttablaðið - 20.04.2021, Síða 12
Íslendingar búa við góða heil-brigðisþjónustu í alþjóðlegum samanburði. Hér ríkir almenn
sátt um mikilvægi þess að tryggja
öllum jafnt aðgengi að heilbrigðis-
þjónustu óháð efnahag, sem er vel.
Hingað til má segja að þetta aðgengi
hafi verið tryggt eftir mismunandi
leiðum. Nú virðist heilbrigðisráð-
herra, í einbeittri andstöðu sinni við
einkarekstur í heilbrigðiskerfinu,
stefna því aðgengi í hættu.
Samningar við sjálfstætt starfandi
sérgreinalækna runnu út árið 2018
og hefur ekki náðst að semja síðan
þá. Umræddir sérfræðilæknar eru
barnalæknar, háls-, nef- og eyrna-
læknar, hjartalæknar og allt þar á
milli. Í millitíðinni hefur verið stuðst
við tímabundnar reglugerðir ráð-
herra um endurgreiðslufyrirkomu-
lag á kostnaði. Nú hefur heilbrigðis-
ráðherra kynnt nýja reglugerð, sem
miðar að því að koma í veg fyrir að
sjálfstætt starfandi sérgreinalæknar
rukki viðbótargjald fyrir þjónustu
sína. Læknar hafa hins vegar bent
á að vandamálið kristallist í því að
ráðherra ákveði einhliða eininga-
verð sem taki ekki mið af raunkostn-
aði þjónustunnar og deilt er um
hvort það hafi fylgt verðlagsþróun.
Þetta er ástæða þess að læknar hafa
talið sig þurft að rukka viðbótar-
gjald svo þjónustan standi undir sér.
Í stað þess að uppfæra gjaldskrána
svo hún mæti raunkostnaði hefur
ráðherra ákveðið, meðvitað eða
ómeðvitað, að leggja grunn að tvö-
földu heilbrigðiskerfi. Þetta eykur
líkur á að hér á landi verði ekki boðið
upp á tiltekna þjónustu enda muni
hún ekki standa undir sér, eða þá
að hún verði einvörðungu í boði án
greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga.
Þar með mun almenningur bera
hærri kostnað sem getur beinlínis
skert aðgengi lágtekjuhópa að heil-
brigðisþjónustu. Með öðrum orðum:
Þeir sem geta borgað hafa þannig
meira val um læknisþjónustu en þeir
sem hafa minna milli handanna.
Allir græða
Best væri ef heilbrigðiskerfið veitti
fyrsta flokks þjónustu með öruggum
hætti og án tafa, með þarfir sjúkl-
ingsins í huga. Þannig gætu sjúkling-
ar fengið þá heilbrigðisþjónustu sem
þeir þurfa á viðráðanlegu verði, óháð
því hvert rekstrarform veitenda
þjónustunnar er. Sem kaupandi
heilbrigðisþjónustu ber hinu opin-
bera að beita sér til að ná fram sem
bestu kjörum og tryggja betri gæði
og hámarksskilvirkni í heilbrigðis-
kerfinu. Á þar ekki að breyta neinu
hvort það veitir þjónustuna sjálft
eða mótar ramma utan um hana og
úthýsir henni með einum eða öðrum
hætti.
Gott dæmi um hvernig sjúkling-
urinn hefur verið settur í forgang
eru úrbætur sem gerðar voru á fjár-
mögnunarlíkani heilsugæslustöðva,
en fjármagn fylgir einstaklingnum
nú í þá heilsugæslu sem hann velur
sér, óháð rekstrarformi hennar.
Í þjónustukönnun heilsugæslu-
stöðva á höfuðborgarsvæðinu, sem
Maskína framkvæmdi fyrir Sjúkra-
tryggingar Íslands, kom fram að
mest ánægja væri með einkareknar
heilsugæslustöðvar. Samt sem áður
er þjónusta þeirra hvorki dýrari fyrir
sjúklinginn né hið opinbera.
Allir tapa
Hér á landi gætir misskilnings og
jafnvel fordóma gagnvart einka-
framtaki í heilbrigðisstarfsemi,
einkum í tengslum við greiðslu-
þátttöku einstaklinga. Þannig hefur
því verið haldið fram að hagnist
fyrirtæki eða einstaklingur á starf-
seminni sé hún þar af leiðandi dýrari
fyrir kaupandann. Þetta er ekki rétt
– umrædd þjónusta er í flestum til-
fellum mun hagkvæmari. Niðurstað-
an er því ódýrari og betri þjónusta til
neytenda. Í heilbrigðiskerfinu hefur
borið á því að sjúklingar séu fluttir
úr landi í hinar ýmsu aðgerðir með
gríðarlegum kostnaði, í stað þess að
samið sé við innlenda einkaaðila
með auknu hagræði fyrir sjúkling-
inn og hið opinbera. Ef vel er staðið
að gerð slíkra samninga skiptir engu
hvort þjónustan sé framkvæmd á
vegum hins opinbera eða einkaaðila
enda er upphæðin sem fylgir sjúkl-
ingnum í báðum tilvikum sú sama.
Herferð gegn fjölbreyttum rekstr-
arformum í heilbrigðiskerfinu mun
að óbreyttu leiða til verri nýtingar
fjármuna og þar með verri þjónustu
við landsmenn. Hún ýtir einnig
undir spekileka með því að fæla frá
sérfræðinga á sviðinu. Heilbrigðis-
ráðherra á ekki að leysa einn vanda,
þann að hafa ekki náð samningum,
með því að búa til annan og verri.
Nema markmið og lausn ráðherrans
sé tvöfalt heilbrigðiskerfi með einka-
reknum sjúkratryggingum.
Ráðherra á rangri leið
Agla Eir Vil-
hjálmsdóttir
lögfræðingur
Viðskiptaráðs
Íslands
Þegar við nokkrir félagar úr Sa m f yl k i ng u n n i h it t u m Håkan Juholt, fyrrverandi
leiðtoga sænskra jafnaðarmanna og
sendiherra, fyrir hartnær ári síðan
til að ræða við hann um jafnaðar-
stefnu og jafnaðarstarf, bað hann
okkur um að ímynda okkur að Sam-
fylkingin hyrfi af yfirborði jarðar.
Síðan skyldum við spyrja okkur
sjálf að því hvort það breytti ein-
hverju fyrir Ísland. Ef við kæmumst
að því að það breytti engu ættum
við að íhuga að finna okkur annað
áhugamál.
Þessa spurningu ættu jafnaðar-
menn alltaf að hafa í huga. Hvers
vegna þurfum við jafnaðarmanna-
f lokk? Hvers vegna þarf fólkið á
Íslandi, eða mikill meiri hluti þess,
sósíaldemókratíska hreyfingu? Það
er sama spurningin og: Hvers vegna
þurfum við verkalýðshreyfingu og
samtök launafólks?
Við þurfum jafnaðarmanna-
flokk vegna þess að launafólk þarf
á hreyfingunni að halda.
Við þurfum jafnaðarmannaflokk
vegna þess að það þarf að bæta kjör
venjulegs vinnandi fjölskyldufólks.
Við þurfum jafnaðarmannaflokk
vegna þess að núverandi ríkisstjórn
skilur ekki, eða vill ekki skilja,
þarfir og hagsmuni fjölskyldna,
atvinnulausra, innflytjenda, ungs
fólks, öryrkja og ellilífeyrisþega.
Håkan Juholt sagði annað: Hann
sagði að við þyrftum að gera það
sem skiptir venjulegt fólk máli í þess
daglega lífi. Og hann bætti við, sem
dæmi: Þið eigið að setja upp sumar-
búðir fyrir börn sem eru heima
hjá sér allt sumarfríið vegna þess
að foreldrar þeirra hafa ekki efni á
neinum ferðalögum.
Ég segi við ykkur, íslenskt jafn-
aðarfólk: Hvers vegna ekki? Hvers
vegna vinnum við ekki þörf sam-
félagsverkefni, skiptum máli í dag-
legu lífi venjulegs fólks?
Á ekki Kvennahreyfing Sam-
fylkingarinnar að bjóða erlendum
konum í kaffi og spjall til dæmis
mánaðarlega, konum sem eru ein-
angraðar og kynnast ekki íslenskum
konum eða eiga enga íslenska vini?
Eigum við ekki að hringja reglu-
lega í félaga okkar sem komnir eru
á efri ár, sem alveg eins er líklegt
að fái fáar hringingar, eru ekkjur
eða ekklar, búa ein, eru einmana
eða börnin hringja sjaldan? Hvers
vegna ekki?
Ég nefndi hringingar. Við höfum
verið að hringja undanfarnar vikur
í félaga okkar í f lokknum, spjalla
um komandi alþingiskosningar
og fá fólk í sjálf boðaliðavinnu. Þar
höfum við einmitt fundið fyrir þörf
eldra fólks fyrir samtöl, gamals jafn-
aðarfólks sem man tímana tvenna
úr verkalýðsbaráttunni og hefur
ánægju af samtali við yngra flokks-
fólk. Ein gömul kona á Suðurnesjum
sem Ragna forseti UJ hringdi í síð-
astliðinn laugardag sagði við hana
að sér fyndist hún verða ung í annað
sinn bara við það að ung kona úr
f lokknum hringdi í sig til að tala
um pólitík og aðstæður fólks í sinni
heimabyggð.
Eitt af mínum símtölum hefur
ekki vikið úr huga mér. Ég talaði
við einstæða, f jögurra barna
móður sem hafði misst vinnuna, á
leið að selja íbúðina vegna þess að
hún réði ekki við af borganirnar,
var í harki með íhlaupavinnu og
fannst niðurlægjandi að skrá sig á
atvinnuleysisbætur, þrátt fyrir að
hafa greitt skatta og skyldur árum
og áratugum saman.
Við eigum að haga komandi
kosningabaráttu þannig að þessi
einstæða móðir segi við sjálfa sig:
Það borgar sig fyrir mig að kjósa
Samfylkinguna. Vegna þess að hún
trúir því í hjarta sér að við munum
ekki unna okkur hvíldar fyrr en
aðstæður hennar, og tugþúsunda
annarra, hafa batnað. Vegna þess að
við meinum það sem við segjum og
gerum það sem við meinum. Vegna
þess að fólk treystir okkur.
Gera það sem skiptir venjulegt
fólk máli í þess daglega lífi.
Tala um það sem skiptir venjulegt
fólk máli í þess daglega lífi.
Berjast fyrir breytingum sem
skipta venjulegt fólk máli í þess
daglega lífi.
Og við þurfum einlægt að spyrja
okkur: Skiptum við máli fyrir
venjulegt fólk í þess daglega lífi?
Aðal pólitískur ráðgjafi formanns
breska Verkamannaflokksins, Cla-
ire Ainsley, skrifaði bók sem kom út
árið 2018 og heitir The New Work-
ing Class, How to win hearts, minds
and votes, eða Nýja verkalýðsstétt-
in, hvernig á að vinna hjörtu, hug
og atkvæði. Fyrir utan áhugaverð-
ar pælingar um þau gildi sem við
eigum að tala um, fjölskyldu, sann-
girni, vinnusemi og heiðarleika, þá
segir hún á blaðsíðu 153 að stjórn-
málaflokkar geri sig oft seka um að
tala við sjálfa sig, gerandi ráð fyrir
að þeirra hugmyndaheimur skipti
kjósendur meira máli en hann gerir
í raun og veru. Kjósendur hafa ekki
áhuga á stjórnmálaf lokkum, þeir
hafa áhuga á sér, sínum aðstæðum
og kjörum.
Íslenskt jafnaðarfólk: Við skulum
hafa þetta í huga á þeim mánuðum
sem fram undan eru, fram að kosn-
ingunum í september. Við skulum
haga starfi okkar og athöfnum,
gjörðum og skilaboðum þannig að
launafólk sjái hag sínum best borgið
með því að greiða jafnaðarmönnum
atkvæði sitt. Við skulum sýna það í
verki að við erum verð atkvæðanna.
Við skulum berjast með orði og
athöfnum, í bæjum og sveitum, á
fundum og samkomum, á götum
og í verslunarkjörnum, heima hjá
okkur og á Austurvöllum Íslands.
Við skulum aldrei gefast upp!
Einmitt: venjulegt,
vinnandi fjölskyldufólk
Kjartan
Valgarðsson
formaður
framkvæmda-
stjórnar Sam-
fylkingarinnar
Græn svæði eru eins og víta-mínsprauta fyrir framtíðina og hafa mikil áhrif á fram-
tíðarlýðheilsu borgarbúa. Mikil-
vægt er að standa vörð um réttinn
til leiks og hreyfingar fyrir börn.“
Þetta var birt á vef Reykja-
víkurborgar sama dag og gröfu
var komið fyrir við Vatnshólinn á
Rauðar árholti. Þar er verið að grafa
upp grænan hverfisgarðinn á Sjó-
mannaskólareitnum.
Einnig er vitnað í grein eftir
Katrínu Karlsdóttur skipulags-
verkfræðing með meistarapróf í
umhverfissálfræði sem birtist í
Fréttablaðinu 29. ágúst 2019.
„Fyrir börn sem lifa við græn
svæði og fá þessa náttúru inn í
sitt daglega líf hefur þetta áhrif
á hreyfiþroska, félagsþroska og
andlegan þroska. Það eru minni
líkur á að börn sem alast upp nærri
grænum svæðum þrói með sér geð-
ræn vandamál.“
Þetta er í algjörri andstöðu við
það sem er að gerast á Sjómanna-
skólareitnum.
Ég tel þéttingu borgarinnar
af hinu góða. En því þéttari sem
borgin verður, þeim mun mikil-
vægari eru grænu svæðin. Þétt-
ingin á Sjómannaskólareitnum er
ekki nema 10% af þeirri þéttingu,
1.300 íbúðir, sem lögð er á hverfið í
heild á árunum 2010-2030. Byggja
á fyrir sjónlínur Sjómannaskólans
og umhverfis Vatnshólinn, hverfis-
vernd virt að vetthugi. Listaverkinu
Saltfiskstöflun eftir Sigurjón Ólafs-
son er stefnt í hættu sem og öðrum
menningarminjum.
Er Klambratún ekki nóg?
Það er tún fullorðinna. Þangað fara
börn ekki fylgdarlaus. Túnið er
umlukið stórum umferðargötum,
og þar er alls konar fólk á ferli.
Klambratún er þó frábær almenn-
ingsgarður. Þar fá börn hins vegar
ekki svalað ævintýraþörfinni.
Sjómannaskólareiturinn hefur
segulmagnað aðdráttaraf l. Er upp-
spretta ævintýra og iðar því af lífi
árið um kring. Þar njörvar ekki hin
ferhyrnda manngerða veröld niður
ímyndunaraf lið sem er ómissandi
hluti af barnæskunni. Þegar þessi
græni reitur fer undir malbik, líkt
og móinn handan Kennaraháskól-
ans, er ekkert eftir fyrir börnin í
hverfinu nema steypt skólalóðin
sem þegar telur fæsta fermetra per
nemanda á landinu.
Á tímum tækninnar þar sem
börn eru matreidd af áhorfsefni
og geta fundið svör við öllu með
Google að vopni, er mikilvægt að
ýta undir að þau virki ímyndunar-
af lið sitt, því þannig ef list sjálfs-
traust og sjálfsálit þeirra. Brýnt
er að skapa svæði, aðstæður og
stundir þar sem börn þurfa að beita
eigin sköpunarkrafti og elta eigið
ímyndunaraf l þangað sem það
leiðir þau.
Cas Holman, leikfanga- og leik-
svæðahönnuður, segir nauðsynlegt
að meta gildi gleði og mikilvægi
leiks á mótunar- og þroskaárum
barna. Hún segir þar nauðsyn
frjálsa útileiksins bera hæst. Til-
gangur þess að leika sér úti er ekki
annar en að útileikurinn leiðir leik-
inn áfram og tímaskynið hverfur.
Það er hlutverk okkar fullorðna
fólksins að hvetja börn til að elta
forvitni sína eins langt og hún
leiðir þau, með ímyndunaraf lið og
sköpunarkraftinn að vopni. Það
ef lir hugrekki þeirra og sjálfstæði.
Útileikur með vinum ef lir einn-
ig munnleg samskipti, gagnkvæma
virðingu og traust fyrir náungan-
um sem er í raun grunnforsenda
þess að mannkynið lifi af. Sam-
hliða leikur, leikur í gegnum tölvu
og textasamskipti eru orðin vanda-
mál meðal ungmenna í dag. Svip-
brigði sjást ekki og því átta ung-
menni sig ekki á því hvort það sem
þau skrifa er viðeigandi eða ekki.
Á skjánum falla múrar mannlegra
samskipta, tjáskipta og nándar.
Hvers vegna eruð þið Íslendingar
svona góð í öllu? Er spurning sem
ávallt dynur á okkar fólki sem er
að skara fram úr um allan heim, á
öllum sviðum mannlífsins; íþrótt-
um, listum, tækni, viðskiptum og
svo framvegis. Jú, að mínu mati er
það vegna þess að við erum börn
náttúrunnar, börn frelsisins. Alin
upp við það gagnkvæma traust
að fá að vera frjáls úti að kanna
hvað umhverfi okkar hefur upp
á að bjóða. Við erum alin upp við
hlíðina, hraunið, sjóinn, dalinn,
móann, Vatnshólinn og víðar. Við
þurftum sjálf að finna hætturnar,
skapa ævintýrin, finna áferðina á
mosanum, þekkja lyngið, þefa af
jurtunum og róta í moldinni.
Allt er þetta hluti af því sem
nútímasamfélagið syrgir. Sem
barn í náttúrunni ertu í núvit-
und, finnur lykt, jafnvel bragð af
lyngi. Heyrir fuglasöng, lækjar-
nið og sérð allt það sem stormandi
nútímamaðurinn er að fara á mis
við í amstri hversdagsins. Tölvur
og snjalltæki eru að ræna frítíma
æskunnar, þroskanum sem fylgir
útileiknum.
Hingað kom ástralskur sál-
fræðingur 2019 að rannsaka hvers
vegna börn á Íslandi væru meira úti
en í öðrum löndum. Niðurstaðan
var einföld: Hér er óspillt náttúra
í göngufæri barna. Frelsið og nátt-
úran toga börnin út.
Útivera stuðlar að betri heilsu;
lýðheilsu, geðheilbrigði og hreysti.
Vatnshóllinn og nærumhverfi hafa
þennan togkraft. Börn ganga inn
í sinn eigin töfraheim. Stökkva
steina á milli. Fara í feluleik í skóg-
inum. Tína jurtir og bjóða upp á te.
Rúlla niður grænar hlíðar Vatns-
hólsins er vora fer. Er vetrar breyt-
ist hóllinn í sleðabrekku. Fjölskyld-
ur leggjast niður á hólnum, horfa á
stjörnurnar og norðurljósin. Hver
áramót safnast hverfið saman uppi
á Vatnshólnum, engin brenna þörf.
Í Vatnshólnum má heyra hjarta
hverfisins slá og þannig á það að
vera um ókomna tíð.
Reykjavík er græn borg og vill vera það
Sunna Dögg
Ásgeirsdóttir
vöruhönnuður
2 0 . A P R Í L 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð