Fréttablaðið - 20.04.2021, Page 15

Fréttablaðið - 20.04.2021, Page 15
ALLT K Y N N I NG A R B L A Ð ÞRIÐJUDAGUR 20. apríl 2021 Ólafur Sigurðsson er eigandi Varmáss sem hefur fært nýjustu framfarir og tækni inn í skóla, stofnanir og fyrirtæki landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hjálplegir róbótar sem sýna menn, hluti, staði og málefni Rafeindavirkjameistarinn Ólafur Sigurðsson í Varmás hefur fært íslenskum skólum og fyrirtækjum mörg tækniundrin sem öll hafa gert þeim lífið auðveldara og skemmtilegra. 2 Góður svefn er mikilvægur! HVERNIG SVAFST ÞÚ? Síðasti dagur vetrar er á morgun. Sannkallaður gleðidagur í lífi íslensku þjóðarinnar sem kveður þar með kaldari daga og brosir mót blíðu og hækkandi sól. Margir hafa fyrir sið að kveðja veturinn með gleðskap í góðra vina hópi, enda er hefðin að fagna fyrsta degi sumars með elstu hátíðum íslenskrar menningar. Og þótt kórónaveiran þvælist fyrir fjölmennum samfundum í ár má vel eiga glaða stund í sínum innsta hring og njóta vel í mat, drykk og sumarvísum, eða jafn- vel vetrarljóðum til heiðurs Vetri konungi og hans fagra vetrar- ríki. Þá hafa sumir boðið sínum nánustu í sérstakt sumardagskaffi, með sumarlegum hnallþórum og íslensku kaffimeðlæti eins og fagurskreyttum brauðtertum, flatkökum, pönnukökum og nýsteiktum kleinum. Gott frost fyrstu sumarnóttina Samkvæmt íslenskri þjóðtrú er sagt að það boði gott sumar ef vetur og sumar frjósa saman. Dugar þá mörgum að fylgjast með hitamælinum hina fyrstu sumar- nótt, hvort mælirinn fari undir frostmark, en margir setja út disk með vatni til að sjá að morgni sumardagsins fyrsta hvort vatnið hafi frosið um nóttina. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag í lok apríl eða fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl. Hann er fyrsti dagur hörpu, sem er fyrstur hinna sex sumarmánaða, samkvæmt gamla tímatalinu. Hann var einnig kallaður yngis- meyjadagur á árum áður. thordisg@frettabladid.is Konungur kvaddur Vertu sæll, gamli góði vetur!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.