Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nov. 2020, Síða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nov. 2020, Síða 2
2http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2020 aett@aett.is Útgefandi: © Ættfræðifélagið Ármúla 19, 108 Reykjavík. = 588-2450 Veffang: http://www.ætt.is/ Netfang: aett@aett.is Kennitala: 610174-1599 Reikningsnúmer: 0536-26-8050 Ritnefnd Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir = 848-5208 Magnús Grímsson = 899-8831 Ritstjóri Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir Laugateigi 4, 105 Reykjavík = 848-5208 gudfinnamr@gmail.com Ábyrgðarmaður: Benedikt Jónsson for mað ur Ætt fræði fé lags ins Prófarkalestur: Magnús Grímsson Umbrot: Þórgunnur Sigurjónsdóttir Efni sem óskast birt í blaðinu berist ritstjóra á rafrænu formi (tölvupóstur/viðhengi) Prentun: GuðjónÓ *** Fréttabréf Ættfræði- félagsins er prentað í 450 eintökum og sent öllum skuldlausum félögum. Verð í lausasölu er 800 kr. Allt efni sem skrifað er undir nafni er birt á ábyrgð höfundar. Annað er á ábyrgð ritstjórnar. Ættfræðinnar ýmsu hliðar Það einkennir sjálfsagt lesendur Fréttabréfsins að horfa á ættfræð- ina frá mörgum hliðum. Við rekjum ættir okkar nú orðið með aðstoð Íslendingabókar, svo spáum við í nöfnin í ættinni, rekjum í kvenlegg og karllegg, rekjum eftir búsetu og nöfnum, teljum prestana eða lausa- leiksbörnin, og rekjum okkur saman við hina og þessa, fræga og ófræga. Við kortleggjum sjúkdóma og hæfileika, skapgerð og ótal margt fleira. Möguleikarnir eru margir og ótrúlega spennandi. Gaman væri að heyra frá lesendum um hvernig þeir hafa leikið sér að ættfræðinni. (ritstjóri) Guðfinna Ragnarsdóttir: Leikur að ættfræði Búseta Ég set hér til gamans kort þar sem ég rakti búsetu forfeðra minna í sjö ættliði á tímabilinu 1650 til 1950. Þar kom skýrt í ljós að þeir hafa lengst af búið á sömu þúfunni. Ég sé að allt frá 1650 eru ættir mínar alfarið á vesturhluta landsins, enginn forfeðra minna hefur kom- ist austur yfir Þjórsá og enginn austur að Eyjafirði. Föðurættin hefur ekki einu sinni komist upp í Hvalfjörð! en haldið sig alfar- ið á Reykjavíkusvæðinu og Ölfusinu í sjö ættliði, í 300 ár!!! Enda er ég gegnum Jón afa minn Reykvíkingur í 10. lið, óslit- ið! Vík, Örfirisey, Skildinganes, Beiðholt, Bústaðir, Rauðará, Kleppur, Laugarnes, Vegamót..., svo er Ingveldur amma mín af Reykjakotsættinni í Ölfusinu. Guðfinnur afi minn er alfarið úr Húnavatnssýslunni og Sigurbjörg amma mín úr Dalasýslunni. Ég hefði getað bætt við nokkrum ættliðum á kortið, en það gekk ekki með forfeður Sigurbjargar ömmu minnar sem bjuggu við Breiðafjörðinn, öld fram af öld, því þar var ég farin að stinga títuprjónunum mínum aftur og aftur í sama gatið! Úr Breiðafirðinum, matarkistunni miklu, flutti nefnilega enginn!! Vissir þú? ☛ Vissir þú að margan vanda þurftu valdsmenn landsins að kljást við fyrir daga DNA-prófa? Hversu skyldi ákveða barni faðerni, þeg- ar kona nefnir þar til tvo menn, er báðir reynast jafn líklegir. Kona ein í Önundarfirði, Gróa Jónsdóttir, átti eitt sinn hlut að slíku máli seint á 17. öld. Það varð ráð dómaranna að skipa hinum tilnefndu barnsfeðrum báðum að annast barnið til sjö ára aldurs, en þá skyldu skynsamir menn segja til um í ætt hvors mannsins það líktist frem- ur, og á þá sá mannanna, er faðir þess telst, að greiða hinum allan þann kostnað er hann hefur haft af því.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.