Fréttabréf Ættfræðifélagsins - Nov 2020, Side 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - Nov 2020, Side 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2020 http://www.ætt.is aett@aett.is5 hennar á þessum tíma, en bæði greind og fróðleiks- fús. Á meðan hún var með móður sinni í Akureyjum gekk hún til ýmissa verka en fékk einnig kennslu frá henni í bústörfum og hannyrðum eins og fyrr segir. Líf og dauði Benedikt var fyrstu árin hjá föður sínum og Kristínu fósturmóður sinni, en svo fékk hann fótarmein sem erf- itt var við að eiga. Vegna fótarmeinsins var Benedikt litli tekinn í fóstur af móðurfólki sínu, Þuríði og Eiríki Kúld, sem bjuggu í prestsbústaðnum í Stykkishólmi. Var það gert svo hann væri sem næst læknisaðstoð. Ólst hann upp ásamt sonum þeirra hjóna, Eiríks og Þuríðar. Kristín varð fljótlega barnshafandi og í apríl 1873 fæddist dóttirin Ragnheiður, sem fékk nafn móður- ömmu sinnar. Litla stúlkan varð ekki langlíf, því hún andaðist eftir aðeins fimm mánuði. Árið 1874 fædd- ist pilturinn Árni, og Jón tveimur árum síðar. Piltarnir brögguðust báðir vel. Loks var það árið 1879 að þeim fæddist aftur dóttir og fékk stúlkan nafn fyrri konu Þorvaldar, Valborg Elísabet. Vafalaust hefur verið gleði í bæ, margar litlar tiplandi tær um bæjarhlaðið og fallegt umhverfið á prestssetrinu í Hvammi í Norðurárdal. En þá gerð- ist það á vordögum árið 1884, þegar börnin voru 5 ára, 9 og 10 ára og Þorvaldur er rétt 48 ára, að mað- urinn með ljáinn knúði dyra. Var það rétt um það leyti sem Þorvaldur hafði fengið vilyrði fyrir brauðinu í Árneshreppi á Ströndum, að hann varð bráðkvaddur frá ungri konu og börnum. Í fótspor mömmu Kristín fann nú fyrir því hvernig hún fetaði í fót- spor móður sinnar; orðin prestsekkja með þrjú börn á framfæri. Hvað nú? hlýtur hún að hafa hugsað, eins og móðir hennar forðum, þegar hún stóð uppi ekkja með fjögur börn, aðeins 35 ára. Þegar Kristín varð ekkja var hún 34 ára gömul, með þrjú börn á aldrinum fimm til 10 ára. Eftir lát Þorvaldar flutti Kristín með börn sín í Munaðarnes í Borgarfirði og seinna í Innri-Fagradal í Saurbæ, þar sem þau bjuggu í 5-6 ár. Þar hafði bróðir hennar, Jón Sigurður, búið ásamt konu sinni Sigþrúði, þar til hann lést, bráðungur maður, árið 1880. Móðir hennar, Ragnheiður, bjó nú í Innra-Fagradal og Kristínu hefur örugglega þótt gott að leita til hennar. Í Innra-Fagradal bjuggu árið 1890 yfir 20 manns, móðir Kristínar hélt um bústjórnartaumana en tengdadóttir hennar, ekkjan Sigþrúður Rögnvaldsdóttir, hafði flust burtu. Systkini Sigþrúðar, Rögnvaldur og Arndís, bjuggu ennþá á bænum. Stúlka, Eufemía Gísladóttir, þriggja ára, er skráð sem fósturbarn og nefnd næst á eftir húsfreyjunni Ragnheiði Jónsdóttur. Eufemía var dóttir Vigdísar Pálsdóttur, fósturdótt- ur Ragnheiðar og Gísla Einarssonar sem var skráður lærisveinn á bænum. Líklega hafa þau flutt burtu til að koma undir sig fótunum, en tekið svo Eufemíu til sín við fyrsta tækifæri, því hún fylgdi foreldrum sín- um lengst af. Í Reykjavík Þá er skráður til heimilis í Innra-Fagradal ungur mað- ur, Bjarni Símonarson stúdent og heimiliskennari. Hann var aðeins 22 ára gamall, en ekkjan Kristín orð- in fertug, en aldursmunurinn kom ekki í veg fyrir að þau felldu hugi saman. Bjarni var frá Iðunnarstöðum í Lundarreykjadal, fæddur árið 1867 og stúdent frá Reykjavíkurskóla. Var hann fenginn að Innra-Fagradal til þess að kenna sonum Þorvaldar og Kristínar, og hefur dóttirin, Valborg Elísabet, vafalaust einnig fengið að njóta Gunnlaugur Þorvaldur Stefánsson prestur í Hvammi í Norðurárdal, fyrri maður Kristínar Jónsdóttur. Hvammur í Norðurárdal á fyrri tímum. Kristín 42 ára um það leyti sem hún og Bjarni ganga í hjónaband.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.