Fréttabréf Ættfræðifélagsins - Nov 2020, Page 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - Nov 2020, Page 8
8http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2020 aett@aett.is Á bréfinu sést vel hve annt Kristínu er um fóstur- soninn, sem jafnframt er barnabarnið hennar. Hún kallar drengina Badda litla og Valda litla, samt eru þeir orðnir 13 og 14 ára gamlir. Kristín á mörg yngri barnabörn, en þetta lýsir vel væntumþykju hennar til drengjanna. Mjög áhugavert er að sjá samfélagslýsinguna. Kristín talar um tvö brúðkaup, annað haldið heima hjá þeim hjónum og þykir henni ekkert sjálfsagðara en að veislan hafi staðið fram undir morgun. Fólk kunni greinilega að skemmta sér og notaði hvert tækifæri sem gafst. Menntaþörfin hefur einnig verið sterk og þegar tækifæri bauðst að ráða siglda konu eins og Össurlínu í kennslu þá hafa þau hjón ekki hik- að. Kenndi hún drengjunum, og jafnvel fleiri börn- um, þegar farskólinn var starfræktur á Brjánslæk. Össurlína Guðbjartsdóttir var frá Patreksfirði og hafði flust til Vesturheims árið 1910 en aftur heim árið 1916 og ílengdist um nokkurra missera skeið hjá Bjarna og Kristínu. Aftur ekkja Sunnudaginn 16. mars 1930, þegar Bjarni var aðeins 62 ára gamall, varð hann bráðkvaddur. Hann var við skyldustörf á hestbaki á leið á milli bæja til að skíra barn. Hann skilaði sér ekki og þegar að var gáð fannst hann örendur. Sagt var að skugga hefði dregið yfir sveitina þegar Bjarni dó, svo mikil var sorg og eftirsjá sóknarbarnanna, því Bjarni var afar vel liðinn prestur og prófastur í sveitinni. Eitt það sérstakasta sem ligg- ur eftir Bjarna er Dánarskrá, en það er skrá yfir alla þá sem létust í sókninni hans. Skráði hann það helsta um viðkomandi sem honum þurfa þótti, svo sem dánar orsök, fæðingarstað, nöfn foreldra, eiginkonu og barna, ef þau voru til staðar. Dánarskrá Bjarna er hægt að finna inni á heimasíðu sem Barðstrendingar halda úti. bardastrondblog.wordpress.com. Ótímabært andlát Bjarna hefur verið mikið áfall fyrir Kristínu, sem þá var orðin öldruð kona, um áttrætt. Hefur hún varla átt von á því að lifa mann sinn og verða ekkja í annað sinn. Hvort Kristín hélt kyrru fyrir á Brjánslæk, eða dvaldist annars staðar síðustu æviár sín, er ekki vitað, en líklegt er að hún hafi haldið sig á Brjánslæk enda orðin rígfullorðin kona og ekki líkleg til að leggja á sig mikil ferðalög. Kristín lést þann 8. maí 1937, þá 87 ára gömul. Hún hvílir í kirkjugarðinum á Brjánslæk við hlið Bjarna Símonarsonar seinni manns síns. Heimildir Um Jón Sigurðar Vídalíns Jónssonar, bróður Kristínar Jónsdóttur https://baekur.is/bok/000306940/3/210/Islenzkar_ aeviskrar_fra um Jón Sigurðsson föður Kristínar https://baekur.is/bok/000306940/3/210/Islenzkar_ aeviskrar_fra Manntal 1855 https://is.wikipedia.org/wiki/ Sigur%C3%B0ur_m%C3%A1lari Sigurður Guðmundsson Málari, hönnun skautbún- ings https://baekur.is/bok/000228526/3/403/Ur_byggdum um ætt Þorvaldar Stefánssonar í Hvammi Norðurárdal https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1247138/ um kirkjuna á Brjánslæk https://timarit.is/page/5631561#page/n15/mode/2up um æviágrip Benedikts Gröndal https://timarit.is/page/2281089#page/n2/mode/2up minningargrein um Bjarna Símonarson í Lögréttu https://skemman.is/bitstream/1946/17778/1/fri- mann_benediktsson_ma_ritgerd_5_mai_2014.pdf um Össsurlínu og vesturför hennar Brjánslækur á Barðaströnd. Kristín Jónsdóttir og Bjarni Símonarson létu reisa kirkjuna árið 1908 og steinhúsið árið 1912. Steinhúsið var það fyrsta í sveitinni. Steingrímur Þórðarson kt. 020651-2299 Lynghvammur 2A, 220 Hafnarfjörður Netfang: steingrimur51@gmail.com Sturla Frostason kt 220656-3069 Drápuhlíð 43, 105 Reykjavík Netfang: stulliflug@hotmail.com Sveinn Magnússon kt. 121248-3289 Suðurgata 20, 101 Reykjavík Netfang: sveinn.magnusson@gmail.com Ægir Ællertsson kt. 280746-3049 Birkiberg 16, 221 Hafnarfjörður Netfang: aegirellertsson@gmail.com NýIR FéLAGAR

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.