Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nov 2020, Qupperneq 18
18http://www.ætt.is
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2020
aett@aett.is
fór í gegnum bréf móðursystkina minna, að ég rakst
óvænt á svarið.
Svarið
Svarið birtist í bréfi frá Soffíu Gestsdóttur til
Óskar Guðfinnsdóttur móðursystur minnar, skrif-
að í Stykkishólmi 30. apríl 1940. Ósk og Soffía voru
frænkur að öðrum og þriðja, Sigurbjörg, móðir Óskar,
og Soffía voru, eins og að ofan greinir, systradætur og
uppeldissystur. Mikill samgangur var milli Staðarfells
og Litla-Galtardals alla tíð. Magnús Zofanías, bróðir
Óskar, ólst upp hjá Soffíu og manni hennar, Magnúsi
Friðrikssyni, og bar nöfn þeirra Staðarfellshjónanna.
Hann og Gestur sonur þeirra drukknuðu í sama slys-
inu 2. október 1920, fyrir sléttum hundrað árum. Ósk
dvaldi sjálf oft á Staðarfelli.
Soffía, og maður hennar, Magnús Friðriksson,
Ósk Guðfinnsdóttir frá Litla-Galtardal, móðursystir
mín, 2. frá vinstri, ásamt systrum sínum Björg, Pálínu
og Hólmfríði. Það var í bréfi til Óskar árið 1940 sem
svarið leyndist.
Sigurbjörg Guðbrandsdóttir, amma mín, ásamt
Guðfinni Björnssyni afa mínum. Hún var fædd 1875
og fór nokkrar bæjarleiðir á hestbaki aðeins þriggja
nátta.
voru þegar bréfið er skrifað, flutt í Stykkishólm og
höfðu gefið ríkinu jörð sína Staðarfell undir hús-
mæðraskóla. Soffía lést árið 1946, tæplega áttatíu ára
gömul. Ég skal alveg viðurkenna að mér vöknaði um
augu þegar ég las þetta fallega bréf.
Kæra Ósk mín
…………
Jeg er nú svo oft ein hjer heima á daginn, Magnús
er þá til og frá og þá er ég svo oft í einverunni að
hugsa um mína gömlu vini og vandamenn og rifja
upp mart frá fyrri dögum og reini þá að láta hugann
dvelja sem lengst við líflegustu endurminningarnar
frá fyrstu tíð aldrei minnist ég þess að hafa á æfinni
lifað í annari eins eftirvæntingu og þegar ég var níu
ára gamalt barn þá var það sem foreldrar mínir sóttu
mömmu þína út að Holti í Hvammssveit þá þriggja
nátta gamla, eg hlakkaði svo mikið til að sjá lítið
barn, en svo þegar ég sá hana varð ég svo alveg hissa
hvað hún var lítil og langt mundi verða þangað til ég
gæti leikið mér við hana, alt er nú um það að hugsa
hjá börnum á þessum árum. Nú er mamma þín orðin
65 ára en jeg 74 svo langt er yfir að líta síðan þetta
var og mart hefur á daga okkar drifið sem eðlilegt er
og ekki til neins að rifja upp, það eru auðvitað blett-
ir blómum settir víða á okkar lífsleið sem vert er að
geyma í huganum, eins og best er að gleyma því erf-
iðara, alltaf styttist nú tíminn sem eftir er og það er
bara gott að vera núna að enda við að lifa þegar allt
er í þessum voðaósköpum í þessum heimi......
Guð varðveiti ykkur öll
þín Soffía Gestsdóttir
Þuríður Vigfúsdóttir, f. 1827, fóstra ömmu minnar og
móðursystir. Hún gekk hjá öllum undir heitinu Þuríður
„mamma“.