Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nov 2020, Qupperneq 22
22http://www.ætt.is
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2020
aett@aett.is
Stefáns Sveinssonar á Dalgeirsstöðum, Helga og
Jósafat. Steinunn dó 2. okt. 1846 66 ára. Haustið eft-
ir kvæntist Helgi í annað sinn. Seinni kona hans var
Guðrún Guðmundsdóttir frá Skarfshóli, Bárðarsonar
frá Arnarhóli í Eyrarsveit, Bárðarsonar. Var Helgi
þá orðinn hálfsextugur, en Guðrún 23 ára. Þau eign-
uðust einn son, Guðmund fæddan 1849.
Helgi dó 31. júlí 1851. Guðrún ekkja hans hætti
búskap og fór sem vinnukona að Króksstöðum, en
giftist aftur 1853 Guðmundi Björnssyni frá Galthól.
Meðal barna þeirra var Helgi, faðir Daníels í Litla-
Hvammi. Þriðji maður Guðrúnar var Aron föðurbróð-
ir Jónasar á Húki. Þau dóu bæði 1903.
Börn Helga Björnssonar
• Jón, fæddur 1822, dáinn 1866. Móðir Sigríður
Bjarnadóttir. Jón kvæntist 1845 Guðrúnu
Árnadóttur Björnssonar frá Þóroddsstöðum. Þau
voru bræðrabörn. Ýmist bjuggu eða voru í hús-
mennsku á ýmsum stöðum bæði í Miðfirði og
Víðidal. Litlu eftir dauða fyrri manns síns gerð-
ist Guðrún ráðskona hjá ekkjumanni, Jónatan
Jónatanssyni Ólafssonar frá Brekkulæk. Jónatan
þessi byggði fyrstur á Aðalbreið 1856. Guðrún
giftist svo Jónatan og bjuggu þau á parti af Húki.
Þau dóu bæði 1903.
• Guðfinnur, f. 1822, sonur Steinunnar, kvæntist
Jóhönnu Hólmfríði, dóttur Steins Bergmanns og
Agnesar systur Magðalenu á Haugi. Agnes dóttir
þeirra var amma Björns Guðfinnssonar prófess-
ors.
• Gísli, f. 1824, sonur Steinunnar, kvæntur Katrínu
Sveinsdóttur úr Stafholtstungum. Bjuggu í Víðidal.
Áttu einn son sem Þorsteinn hét.
• Jósafat sonur Bóthildar Markúsdóttur, fæddur
1829. Kvæntist Jóhönnu Davíðsdóttur. Þau áttu
Jónas og Ragnheiði Elínu.
• Helgi, sonur Bóthildar, fæddur 1831 dó á 1. ári.
• Guðmundur sonur Guðrúnar, fæddur 1849, kvænt-
ist Sigurlaugu Helgu Stefánsdóttur frá Spena. Bjó
síðast í Tjarnarkoti. Dó 1918.
Helgi á Litla-Bakka er í kirkjubókum talinn
„skikkanlegur og vel læs og þótti góður verkmaður“
Steinunn „vel að sér,“ „dáindiskvenndi.“
Fortíðarblik
Allur þessi fróðleikur var mér kærkominn, þótt mér
þætti nú nóg um kvennamál þessa forföður míns, sem
átti sex börn með fjórum konum, þar af tvö framhjá,
þá Jósafat og Helga. Ég sá seinna að það voru aðeins
tveir og hálfur mánuður milli Guðfinns langalangafa
míns og Jóns hálfbróður hans. Þær hafa greinilega
gengið þarna samtímis með bumbuna út í loftið, hús-
móðirin, hún Steinunn formóðir mín, og vinnukonan
Sigríður!
Ástæða þess að ég hafði sérstakan áhuga á Helga
voru nöfnin í ættinni, ekki síst nafnið mitt, því ég var
svo lánsöm að vera skírð nafni úr ættinni, Guðfinna,
eftir Guðfinni Björnssyni afa mínum. Guðfinnur, son-
ur Helga og Steinunnar, fyrstu konunnar hans, var afi
afa. Þar við bætist að sá Guðfinnur, afi afa, flutti vest-
ur á Fellsströnd, ásamt konu sinni Jóhönnu Hólmfríði.
dóttur Barna-Steins, um 1775 og heyrði ég þaðan
af honum margar sögur. Yngri dóttur sína, sem hét
Steinunn, eftir móður Guðfinns, konu Helga, höfðu
þau Guðfinnur og Jóhanna Hólmfríður misst aðeins
viku gamla, en yngri dóttirin Agnes fékk nafn eftir
móðurömmunni. Þessi nöfn hafa síðan gengið eins
og rauður þráður í ættinni: Guðfinnur, Hólmfríður,
Steinunn, Agnes... og gera enn. En enginn Helgi!
Ég sé ekki að neitt barna hans hafi skírt eftir honum.
Yngsti sonur hans, sem dó tæplega mánaðar gamall,
var sá eini sem fékk nafn föður síns, Helgi Helgason.
Guðfinnur Helgason og Jóhanna Hólmfríður kona
hans létust bæði vestur á Fellsströnd, hjá einkadótt-
urinni Agnesi og börnum hennar, og eru jörðuð hlið
við hlið í gamla kirkjugarðinum á Staðarfelli.
Stór legsteinn er yfir Guðfinni Helgasyni með
máðri en þó læsilegri skrift. Á hverju ári heimsæki
ég ættarslóðir mínar fyrir vestan og tek þá oftast
barnabörnin með til þess að tengja þau sögunni og
rótum sínum. Þar fá þau líka verðugt verkefni við að
lesa á legsteinana!
Ættrakningin
Ragnhildur Ingvarsdóttir f, 2008
Björg Juto f. 1972
Guðfinna Rgnarsdóttir f, 1943
Björg Guðfinnsdóttir f. 1912
Guðfinnur Björnsson f. 1875
Agnes Guðfinnsdóttir f. 1850
Guðfinnur Helgason f. 1822
Helgi Björnsson f. 1797
Frændsystkinin Ragnhildur, Ylfa Salóme, Erik Bjarki
og Kjartan Orri við legstein Guðfinns. Milli þeirra og
forföðurins, sem undir steininum hvílir, eru um tvö
hundruð ár.