Rit Mógilsár - 2000, Page 17
17
jarðvegsyfirborð og lífmassa þriggja ára birkiplantna (r=0,84) en
fylgni milli hæðar og lífmassa (r=0,38). Þar sem lífmassavöxtur er
besti mælikvarði á áburðarsvörun má því segja að þvermálsmæling
sé besta aðferð til að meta lífmassavöxt.
5.3 Þvermál og breidd plantna
Þvermál er marktækt breytilegt milli tilraunaliða, tegunda og staða
(3. tafla í viðauka). Sívaxandi munur er á þvermáli við rótarháls á
birki á báðum tilraunastöðum og er munurinn marktækur (5. tafla í
viðauka). Plöntur sem fengu áburð við gróðursetningu eru lang
gildastar en viðmiðunarplöntur mun grennri en hinir tilraunaliðirnir
(10. mynd). Svipað mynstur sést hjá greni en þó aðeins marktækt á
Markarfljótsaurum (5. tafla í viðauka og 11. mynd).
10. mynd. Meðalþvermál við rótarháls á birki í tilrauninni 1998-
2000. Average ground level diameter of birch in the trial 1998-
2000.
hau
st 9
8
hau
st 9
9
hau
st 0
0
hau
st '
98
hau
st '
99
hau
st '
00
0
5
10
15
Við gróðursetningu
15/71998
25/81998
1/61999
Viðmiðun
Þv
er
m
ál
í
m
m
D
ia
m
et
er
(m
m
)
Markarfljótsaurar Kollabær