Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2017, Page 6

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2017, Page 6
Byrjum á deginum í dag: Hvað er að gerast í þinginu næstu daga og vikur? Þingið fór í sumarfrí um mánaðamótin maí/júní. Það þýðir þó ekki að þingmenn séu almennt farnir í frí þá, því í júní eru fastanefndir þingsins enn að störfum og nóg að gera þar. Júlí er sumarfrí að mestu leyti og í ágúst hefst svo undirbúningur næsta þings. Þú situr núna á þingi fyrir Viðreisn en hafðir áður haft afskipti af Alþingi þegar þú varst aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 2007–2009. Geturðu sagt aðeins frá því hvaða væntingar þú hafðir til þingsetunnar áður en þú varst kjörin á þing og hver raunveruleikinn er eftir að hafa starfað á þingi í nokkra mánuði? Hvað er það sem almenningur gerir sér ekki grein fyrir um þingið? Úff, ég gæti haft mjög mörg orð um væntingar vs. raunveruleika. Staðreyndin er sú að þau tæpu tvö ár sem ég starfaði sem aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra fyrir um tíu árum síðan gáfu mér dýrmæta innsýn í opinbera stjórnsýslu. Eins fékk ég góða tilfinningu fyrir samspili löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Sem aðstoðarmaður ráðherra hafði ég hins vegar lítið af þingstörfunum sjálfum að segja og kom t.d. sjaldan í þinghúsið á þessum árum. Ákvörðun mína um að bjóða mig fram til þings fyrir Viðreisn bar mjög skjótt að. Ég er ein þeirra fjölmörgu sem höfðu um töluvert skeið unnið að stofnun nýs frjálslynds jafnréttissinnaðs stjórnmálaafls hægra megin við hina hefðbundnu pólitísku miðlínu. Í maí 2016 varð draumur okkar að veruleika þegar við stofnuðum Viðreisn formlega en það var ekki fyrr en undir lok ágústmánaðar sem ég tók endanlega ákvörðun um að hella mér út í stjórnmálin af fullum krafti. Þær vikur og mánuðir sem fylgdu í kjölfarið snerust eingöngu um Viðreisn, stefnumálin og svo sjálfa kosningabaráttuna. Allar hugleiðingar um sjálft þingstarfið biðu þar til eftir kosningar og ég stóð frammi fyrir þeim veruleika að vera þingmaður. Hanna Katrín Friðriksson var fréttamaður hjá Morgunblaðinu í næstum tíu ár og er með BA-gráðu í heimspeki og hagfræði frá Háskóla Íslands. Hún flutti með eiginkonu sinni til Bandaríkjanna um aldamótin 2000 þar sem hún lauk MBA-prófi frá University of California Davis. Hún hefur starfað sem aðstoðarmaður ráðherra, verið stundakennari í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bifröst og unnið fyrir Icepharma og Eimskip. Hún tók þátt í stofnun stjórnmálaaflsins Viðreisnar og hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá hausti 2016, þar sem hún hefur meðal annars beitt sér fyrir jafnlaunavottun og málefnum hinsegin eldra fólks. Jón Kjartan Ágústsson tók viðtalið. 6

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.