Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2017, Blaðsíða 9

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2017, Blaðsíða 9
Núna er það liðin tíð að önnur móðirin þurfi að gefa hinni leyfi til að stjúpættleiða börnin sín. Fimm árum eftir að Elísabet og Margrét fæddust, eða árið 2006, voru lögfestar reglur um foreldri barns tveggja kvenna sem getið er með tæknifrjóvgun þar sem segir að kona sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni, telst foreldri barns sem þannig er getið. Þessi upprifjun er ágætt dæmi um að réttindi hinsegin fólks hafa ekki stokkið alsköpuð fram á einum degi. Það hafa komið stór stökk en inn á milli mjakast hlutirnir vart áfram. Stundum hefur tíminn leitt í ljós að það sem þótti ágæt regla þegar hún var sett reynist þegar fram líða stundir ýta undir mismunun. Þá er ekkert að gera nema kippa því í liðinn. Við þurfum að halda vöku okkar svo réttlætið nái fram að ganga en skapi ekki nýtt óréttlæti. Þrátt fyrir þann mikla stuðning sem réttindabarátta hinsegin fólks hefur notið hér á landi er ég samt dálítið óróleg og vil að þingið drífi í að lögfesta það sem upp á vantar. Ef við lítum út fyrir landsteinana eru mörg dæmi um uggvænlega þróun þar sem öfgaöfl af ýmsu tagi hafa náð eða eru nálægt því að ná fótfestu. Við vitum hvað fylgir því liði; hertar aðgerðir gegn frelsi og velferð kvenna, þrengt að réttindum hinsegin fólks, ráðist gegn dómurum, kennurum, fjölmiðlafólki og öðrum sem ekki eru nægilega leiðitamir, fyrir utan útlendingahatrið. Ég trúi því að þessi öfl fari aldrei með sigur. Frelsið, frjálslyndið, víðsýnin og jafnréttið verða sterkari. En það gerist ekki fyrirhafnarlaust og við verðum auðvitað að muna lærdóm sögunnar. Vindáttin í samfélaginu getur breyst á skömmum tíma og þá getur verið of seint að koma sér í var. Það er mun erfiðara að vinda ofan af lagasetningu en stemmningu. Þess vegna mun ég varpa öndinni aðeins léttar í haust þegar við náum að afgreiða frumvarp um jafna meðferð á vinnumarkaði, óháð m.a. kynhneigð og kynvitund. Ég verð samt ekki í rónni fyrr en við stöndum aftur a.m.k. jafnfætis nágrannalöndunum í réttindamálum hinsegin fólks. Til þess að svo verði þarf að leysa fleiri verkefni. Við þurfum m.a. lög sem tryggja stöðu trans fólks, sem enn þarf að sæta sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð til að fá nafni og kyni breytt í Þjóðskrá. Og við þurfum að tryggja rétt intersex barna. Þessi vinna er í gangi og við sjáum afraksturinn vonandi líka í haust. Við höfum kannski orðið værukær á síðustu árum; haldið að flest réttindi væru tryggð og ekki gætt að okkur. En það má ekki slaka á. Ég vil búa í samfélagi þar sem allir njóta fullra mannréttinda. Það gerist ekki af sjálfu sér. Það gerist bara ef við vinnum saman að því marki. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.