Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2017, Qupperneq 14
ÍSLENSK HINSEGIN
KLASSÍK, TÓNLEIKAR
QUEER ICELANDIC CLASSIC, CONCERT
Iðnó, Vonarstræti 3,
miðvikudaginn 9. ágúst kl. 20:00.
Aðgangseyrir: 1.500 kr. Pride-
passi gildir.
Iðnó, Vonarstræti 3, Wednesday 9
August at 8 p.m. Admission 1.500 ISK.
Pride Pass valid.
Hinsegin tónskáld í tónlistarsögunni hafa vakið athygli
fyrir lagræna nálgun í tónlistarsköpun sinni og á síðustu
öld sneiddu mörg þeirra framhjá tilraunastarfseminni
sem þá ríkti. Sum af þekktustu tónskáldum síðustu aldar
voru samkynhneigð og má þar nefna Frakkann Poulenc
og Bandaríkjamennina Barber, Copland og Bernstein.
Poulenc er þekktur fyrir hnyttnar og hugmyndaríkar
laglínur og bandarísku hommarnir voru í lykilhlutverki
þegar kom að því að skapa hetjutónlistina sem við
þekkjum flest úr Hollywood-kvikmyndum. Á þessum
tónleikum verður kastljósinu beint að tónlist íslenskra
hinsegin tónskálda í fyrsta sinn og þeirri spurningu velt
upp hvort hinsegin tónskáld eigi sér einhverja sérstaka rödd.
Throughout music history, queer composers have stood
out for their melodic approach. Some of the 20th century’s
leading composers were gay, such as France´s Poulenc and
Barber, and Copland and Bernstein from the U.S. Tonight,
we will put the spotlight on LGBTQI Icelandic composers.
What is their unique voice? How do they stand out from
their counterparts?
KYNVILLT
KLAMBRATÚN
FUN AND FAIRIES AT KLAMBRATÚN
Klambratúni, miðvikudaginn 9. ágúst
kl. 17:00. Aðgangur ókeypis.
Klambratún by Kjarvalsstaðir,
Wednesday 9 August at 5 p.m. Free
admission.
Fjórða árið í röð mun gleðin taka völd á Klambratúni
þegar Íþróttafélagið Styrmir býður upp á leiki, keppni
og grill. Um er að ræða útiskemmtun með pokahlaupi,
reipitogi, blaki og boltum þar sem hinsegin fólk og aðrir
furðufuglar munu etja kappi. Íþróttafélagið Styrmir er
hinsegin íþróttafélag þar sem allir eru velkomnir, alltaf, og
allar íþróttir líka. Ekki er nóg með að Styrmir sé hinsegin
félag opið öllum heldur býður félagið einnig upp á pylsur
og með’í! Sjáumst á Klambratúni.
Who doesn‘t have a little fairy inside? Queer sport group
Styrmir will host the outdoor fun, and compete with other
queer groups. Everyone is welcome to come and join in,
children, teens and adults. To keep everyone extra happy,
the members of Styrmir will barbeque at Klambratún.
Come and join the fun!
14