Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2017, Blaðsíða 44

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2017, Blaðsíða 44
hvað þú ert litaglaður en þegar ég skoðaði hönnun þína á ravelry.com (samfélagsmiðill fyrir áhugafólk um prjónaskap) er greinilegt að það hefur ekki alltaf verið svo. Já, ég var bæði grófari og jarðbundnari áður en ég flutti til Amsterdam. Ég hef alltaf verið hrifinn af litum en ég var aðeins varfærnari í prjóni og hönnun þegar ég var yngri. Það má með sanni segja að með auknum þroska hafi ég náð að losa um höftin, opna á litadýrðina innra með mér og uppgötva hvað felst í mínum eigin stíl. Flutningarnir til Evrópu breyttu ótrúlega miklu fyrir mig. Ég held að bandarísk menning hafi haft ómeðvituð áhrif á mig og látið mig hugsa sem svo að ég mætti ekki vera of litríkur og áberandi. Aðgengi að mismunandi menningarheimum mótaði mig að því leyti að ég er orðinn mun hugrakkari í minni hönnun. Finnur þú mikinn mun á viðtökunum sem þú færð eftir því hvort þú ert í Bandaríkjunum eða í Evrópu? Prjónarar eru mjög mismunandi eftir svæðum. Í mörgum löndum elskar fólk bjarta liti og hefur djúpt innsæi þegar kemur að tilraunastarfsemi með blæbrigði. Í Bandaríkjunum vill fólk oftast vita af hverju ég nota svona djarfa liti og hvað sé hentugt við þannig hönnun. Hins vegar virðist fólk í Amsterdam og á Íslandi vera almennt afslappaðra og kippa sér minna upp við óvenjulega hönnun. Fyrstu myndatökurnar mínar sem fengu einhverja athygli að ráði voru hlutlausari, með appelsínugulum, bláum og gráum tónum. Eftir því sem ég þroskaðist byrjaði ég að nota bjartari litasamsetningar og skemmtilegri förðun. Ég fékk mikið af neikvæðri athygli á netinu þegar ég færði mig yfir í litríka ljósmyndun sem jaðrar við Byrjum á byrjuninni – hvaðan ertu og hvar ólstu upp? Ég er frá Oklahoma í Bandaríkjunum, fæddur og flúinn. Ég ólst upp í miðvesturríkjunum á meðan skólagöngu minni stóð en flutti til Amsterdam þegar ég var 21 árs til þess að læra dans í listaskóla þar. Það er gríðarlegur menningarmunur milli Oklahoma og Evrópu og breytingin frá lífsstílnum í miðríkjum Bandaríkjanna var mikill. Ég elska að hjóla og geta stokkið upp í lest til nýrra borga til að fá litríkan innblástur í prjónalíf mitt. Ég lærði að prjóna í Tulsa en það var fyrst í Amsterdam að prjónið fór að taka yfir líf mitt og ég hef prjónað nánast daglega síðan eða í tólf ár. Stundum prjóna ég allan daginn. Prjón er þráhyggjan mín. Þú fórst að próna frekar ungur en prjón hefur alla jafna verið mjög tengt við kvenleika og oft er sagt að það séu „bara konur sem prjóna“. Hafði þessi ástríða einhver áhrif á þig félagslega? Ég var alltaf skrítinn og skapandi, líka áður en ég fór að prjóna. Ég var á fullu í dans- og söngleikjastarfi í skóla og tilheyrði mjög skapandi vinahóp. Við vorum öll skrítin og litrík saman. Ég hef líka verið heppinn. Mamma hvatti mig alltaf til að vera listrænn og skapandi. Hún er menntuð í klassískum söng og pabbi er klassískur píanóleikari. Ég fékk því ekki mikið neikvætt viðmót. Það voru líka um 4000 nemendur í skólanum mínum þannig að allir voru frekar uppteknir af sínum eigin vinahópum og áhugamálum. Svo hef ég líka alltaf verið svakalega hávaxinn þannig að ég var ekki auðvelt skotmark fyrir stríðni. Það er svo sannarlega eitt af þínum aðaleinkennum sem hönnuður fantasíu en nú býst fólk við þessu af mér og ef ég kæmi allt í einu með drapplitaða línu af prjónuðum flíkum myndu allir fríka út. Þú hefur varið talsverðum tíma á Íslandi að undanförnu. Er það grófa íslenska ullin eða viðhorf Íslendinga til litagleðinnar sem heillar þig? Ég hef prjónað mikið með lopa en núna vinn ég mest með handlitaða merínóull. Ég elska Ísland af því að það er lítið og kyrrlátt. Hér er rými fyrir mig til að vera ég sjálfur, hvernig sem mér líður. Segðu okkur endilega frekar frá ást þinni á landinu. Við elskum „Íslandsvini“! Ég elska kettina! Og kindurnar, auðvitað. Ég elska að synda og ég elska hveralaugar. Landslagið hér er yfirþyrmandi fallegt. Ég ólst upp langt frá opnu hafi og fjöllum, svo Ísland er eins og draumur. Ég fæ alltaf bestu hugmyndirnar mínar á Íslandi og mikið af uppáhaldshönnuninni minni, líkt og Swants (peysu-buxur) og YouTube- myndbönd sem ég hef tekið upp eru innblásin af landinu. Það er svo indæl tilfinning á Íslandi, svo mikið pláss, og mér líður eins og allt sé mögulegt. Þess vegna kem ég aftur og aftur og í hvert skipti hitti ég frábæra prjónara héðan og eignast fleiri skapandi vini. Stíllinn þinn vekur talsverða athygli og þú ert orðinn vinsæll hönnuður og þekktur í Bandaríkjunum. Er auðveldara að vera þú sjálfur fjarri heimahögum? Já, það er auðveldara að vera nafnlaus í öðrum löndum. Stundum er athygli frábær en stundum líður manni eins og sýningardýri. Þótt stíllinn minn sé bæði áberandi og litríkur er ég sjálfur mjög 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.