Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2017, Síða 50

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2017, Síða 50
Byrjum á byrjuninni. Hvar ólstu upp? Ég ólst upp í Vesturbænum í Reykjavíkur. Á heimasíðu þinni kemur fram að þú sért listamaður, trans, heimspekingur, hagfræðingur og skáld. Hvernig titlar þú þig? Ég er fyrst og fremst listamaður og hef alltaf verið skapandi. Sem krakki var ég alltaf teiknandi og snemma fór ég að læra á hljóðfæri. Fyrst lærði ég á gítar og síðan var ég í skólahljómsveit Melaskóla megnið af tímanum sem ég var þar. Á unglingsárunum fór ég að læra á bassa og stofnaði síðan pönkhljómsveitina Trúðinn. Ég er einnig leikarabarn og ólst hálfpartinn upp í Þjóðleikhúsinu þar sem mamma var leikkona í 36 ár. Auðvitað var mér slengt upp á svið í alls kyns aukahlutverk, bæði í barnaleikritum og í „fullorðins“ uppfærslum. Þannig að list og sköpun hefur alltaf verið aðalatriði hjá mér. Að segja að ég sé heimspekingur er aðeins of mikið í lagt. Ég fór í Myndlista- og handíðaskóla Íslands strax eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð en hætti eftir fyrsta árið. Tíminn var ekki réttur fyrir mig. Persónulega var þetta átakatími hjá mér. Ég hafði ekki viðurkennt það fyrir umheiminum, og varla fyrir sjálfri mér, að ég væri trans. Auðvitað gat ég ekki annað á endanum en sem ung manneskja vildi ég bara vera „normal“. Því stofnaði ég fjölskyldu, eignaðist barn og gifti mig. En að lifa lífi í blekkingu gengur ekki upp. Því sprakk allt í loft upp í kringum mig. Ég skildi við eiginkonuna og fór í þveröfuga átt við það sem hjarta mitt sagði mér. Heimspekinámið í Háskóla Íslands var einfaldlega liður í því að reyna að finna sjálfa mig, sættast og fá einhvers konar botn í þessa tilveru. Á þessum tíma hófst líka skipuleg leit á sviði andlegra fræða. Jóga hafði alltaf átt hug minn en á þessum árum fór ég „hring“ í trúarbragðaleit: að búddisma, kristni og alls kyns andlegum fræðum. Milli tvítugs og þrítugs starfaði ég fyrst og fremst sem listamaður og hélt fjölmargar sýningar, bæði einkasýningar og samsýningar. Ég tók þátt í að setja á stofn sjálfstæða listahátíð í Reykjavík ásamt öðru skemmtilegu listafólki – en ég var enn í skápnum og það var að verða meira og meira þrúgandi. Sem leið út úr þeirri meinloku ákvað ég að flytjast búferlum til Danmerkur árið 1998. Það er gott að hafa það í huga, fyrir unga fólkið sérstaklega, að á þeim árum sem ég var að alast upp var ekkert talað um trans fólk í Reykjavík eða hvað það er að vera trans. Nánast allt sem snéri að transmálefnum var litað af vanþekkingu og háði. Anna Kristjáns kom fram á sjónarsviðið á þessum árum. Hún var opin með allt sitt ferli og sína persónu og hún var mér mikil hvatning. Í Danmörku gat ég byrjað að koma út úr skápnum, falið mig í fjöldanum á ókunnum stað. Það að ég fór í viðskiptanám í Danmörku var í raun tilviljun fremur en nokkuð annað. Það var kannski hluti af því að lifa tvöföldu lífi – mínu eigin lífi og svo því sem ég vildi sýna öðrum. Ég setti því dæmið svona upp: opinberlega er ég viðskiptafræðingur (í raun hef ég titilinn markaðshagfræðingur) og á bara nokkuð venjulegt líf en eftir að ég stimpla mig út úr vinnunni og kem heim fæ ÉG að vera ég og blómstra, vera 50

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.