Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2017, Page 53

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2017, Page 53
Hvaða ráð myndir þú gefa ungu fólki sem hefur áhuga á listum og listsköpun? Alltaf þessi klassík: fylgja hjartanu og ekki láta neitt koma í veg fyrir það. Ekki reyna að þóknast öðrum, gerðu það sem þú vilt. Þetta er þitt líf og þú átt bara þetta eina líf. Þú ert hér til að upplifa til fulls og eina skylda þín er að finna hamingjuna. Að lokum, hvað er næst á dagskrá hjá þér? Næst á dagskrá hjá mér er að klára BA-gráðuna frá Listaháskóla Íslands og svo er stefnan sett á meistaragráðu í framhaldinu. Ég er einnig að vinna að spennandi verkefni varðandi ferðaþjónustu fyrir hinsegin fólk. Það er allt í startholunum svo best er að segja ekki of mikið en það mun væntanlega taka stóran hluta af mínum tíma. Síðan hef ég verið að vinna að bók sem byggð er á reynslu minni í allnokkurn tíma og ég hlakka til að geta einbeitt mér að því verkefni þegar tækifæri gefst. Og svo er innst í skúffunni tónlistarsköpun. Ég auglýsti á Hinseginspjallinu á Facebook eftir fólki til að stofna hinsegin hljómsveit og það voru margir til í tuskið – það er ekki loku fyrir það skotið að ég muni setja það af stað í vetur. Og að lokum hef ég alltaf ætlað mér að stofna listamannarekið gallerí, sem er eitthvað sem ég klárlega geri þegar réttu aðstæðurnar skapast. 53

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.