Fréttablaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 48
RITSTJÓRN
ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD
auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN
Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is 550 5000
Árna
Helgasonar
n Bakþankar
Verslaðu á 66north.is
Fylgdu okkur á Instagram @66north
Ísland hættir aldrei
að koma á óvart.
Það eru þó nokkur ár síðan fólk
áttaði sig á því að hægt er að panta
áfengi að utan og láta senda það
heim að dyrum án aðkomu ÁTVR.
Þetta bara smám saman gerðist,
margir hafa nýtt sér þessa leið og
andstætt þeim hrakspám sem
koma venjulega þegar boðuð eru
skref í átt til frjálsræðis í þessum
málum, þá höfum við hvorki farið í
hundana né misst tökin.
Nú hefur fyrirtæki fundið leið til
þess að gera enn betur og afhenda
slíka pöntun samdægurs í stað
þess að bíða þurfi í nokkra daga.
Viðbrögð ÁTVR eru þau að ráðast
að viðkomandi vínsala og í frétta-
tilkynningu er boðað lögbann
og lögreglukæra, þar sem farið sé
fram hjá einkasölurétti ÁTVR hér á
landi og þar með lýðheilsusjónar-
miðum.
Áfengislöggjöfin hér á landi
er marghöfða skepna. Stundum
og sérstaklega þegar það hentar
þá eru það markmiðin lýðheilsa
en annars eru það sölutölurnar. Í
fyrra stóð ÁTVR sig svo vel í síðar-
nefnda flokknum meðal annars
með því að reka eigin vefverslun
(já …) að fyrirtækið setti sölumet.
Stofnunin sem vill fangelsa aðra
á grundvelli lýðheilsusjónarmiða
hefur sem sagt aldrei selt meira af
áfengi.
Lagaramminn í þessum málum
samanstendur annars vegar af
gamaldags viðhorfum um að
banna, fela og skamma á meðan
netið, YouTube og samfélagsmiðlar
flæða í áfengisauglýsingum og
netverslun verður stöðugt ein-
faldari. Og við setjum Íslandsmet
í áfengisinnkaupum. Þetta er eins
og presturinn í Footloose og mega-
peppaður Daddi diskó í einum og
sama manninum sem vill einhvern
veginn á sama tíma halda partíið
og tryggja að enginn annar megi
koma nálægt því. Út af lýðheilsu. n
Sölumet í lýðheilsu
MARKAÐURINN.IS
NÝR VETTVANGUR
VIÐSKIPTALÍFSINS
Nýr og endurbættur markaðurinn.is
er kominn í loftið með öllum helstu
upplýsingum úr fjármálaheiminum.
• Gengi hlutabréfa í rauntíma
• Gengi gjaldmiðla
• Daglegar viðskiptafréttir
• Nýjasta tölublað Markaðarins