Fréttablaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 4
Það sem þátttakendur uppskera:
• Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu
• Hugrekki til að rétta upp hönd og taka þátt í umræðum
• Leiðir til að kynnast nýju fólki, bæta samskipti
og styrkja sambönd
• Þor til að koma hugmyndum sínum á framfæri
og hafa áhrif
• Betra skipulag og skýrari markmið
• Jákvætt viðhorf og kvíða/streitustjórnun
Námskeið hefjast:
9 til 12 ára Leiðtogabúðir 21. júní 8.45-17.00 4 dagar í röð
9 til 12 ára Leiðtogabúðir 9. ágúst 8.45-17.00 4 dagar í röð
Uppselt- 10 til 12 ára 14. júní 9.00-13.00 átta dagar í röð
10 til 12 ára 21. júní 9.00-13.00 átta dagar í röð
10 til 12 ára 4. ágúst 9.00-13.00 átta dagar í röð
13 til 15 ára 14. júní 13.30-17.00 átta dagar í röð
13 til 15 ára 4. ágúst 13.30-17.00 átta dagar í röð
16 til 19 ára 4. ágúst 18.00-22.00 tvisvar í viku, 9 skipti
20 til 25 ára 27. maí 18.00-22.00 tvisvar í viku, 9 skipti
20 til 25 ára 3. ágúst 18.00-22.00 tvisvar í viku, 9 skipti
Sumarnámskeið fyrir ungt fólk
Skráning á dale.is eða 555 7080
Ókeypis kynningartími dale.is/ungtfolk
Copyright © 2021 Dale Carnegie & Associates, Inc. All rights reserved. Youth_Ad_050321
Koltvísýringur verður fluttur
til landsins frá Danmörku
með sérhönnuðum skipum
sem ganga fyrir vistvænu elds-
neyti til förgunar í móttöku-
og förgunarmiðstöðinni Coda
Terminal. Hvert skip mun
flytja um 12–24 þúsund tonn
af koltvísýringi í vökvaformi.
benediktboas@frettabladid.is
LOFTSLAGSMÁL „Það skiptir okkur
miklu máli að fá með okkur í þetta
verkefni aðila sem sýna í verki að
þeir ætla að taka þátt í að berjast
gegn loftslagsvánni,“ segir Edda Sif
Pind Aradóttir, framkvæmdastýra
Carbfix,.
Móttöku- og förgunarmiðstöðin
Coda Terminal, sem verður sú
fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu
þar sem Carbfix-tækninni verður
beitt til steinrenningar á koltví-
sýringi, hefur samið við danska
skipafélagið Dan-Unity CO2 um
flutning á koltvísýringi til förgunar
í stöðinni í Straumsvík.
Skipafélagið sem hefur áratuga
reynslu í f lutningi á ýmsum gas-
tegundum á sjó mun f lytja koltví-
sýring á sérhönnuðum skipum sem
ganga fyrir vistvænu eldsneyti. Kol-
efnissporið sem hlýst af f lutningun-
um verður aðeins um 3 til 6 prósent
af því sem farga á og minnkar síðan.
Gert er ráð fyrir að fyrstu skipin
byrji að sigla hingað til lands frá
Norður-Evrópu árið 2025.
Undirbúningsfasi er hafinn. Gert
er ráð fyrir að hægt verði að farga
allt að þremur milljónum tonna
árlega í Straumsvík árið 2030.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í
apríl mun Coda Terminal skapa 600
bein og afleidd störf. Stöðin verður sú
fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu.
Dan-Unity CO2 er fyrsta skipa-
félagið í heiminum sem einsetur sér
að tengja saman föngunar- og förg-
unarstaði með stórtækum flutningi
á koltvísýringi. Félagið varð til
við samruna Evergas og Ultragas,
tveggja reynslumestu skipafélaga í
Danmörku, sem bæði eru leiðandi á
heimsvísu þegar kemur að flutningi
á jarðgasi og jarðgasvökvum.
Hvert skip mun f lytja um 12 til
24 þúsund tonn af koltvísýringi í
vökvaformi en áætlaður kostnaður
við flutning og förgun í Straumsvík
er 30 til 65 evrur á hvert tonn. Til
samanburðar kostar um 100 evrur
að flytja og farga hverju tonni í sam-
bærilegu verkefni í Noregi sem kall-
ast Northern Lights.
„Við hjá Dan-Unity CO2 teljum
samstarf okkar við Carbfix vera
stórkostlegt tækifæri til að lækka
magn gróðurhúsalofttegunda í and-
rúmsloftinu,“ segir Steffen Jacobsen,
forstjóri Evergas.
„Sem leiðtogi á sviði alþjóðlegra
sjóf lutninga hefur Danmörk ein-
stakt tækifæri til að gegna leiðtoga-
hlutverki sem byggir á reynslu og
nýrri tækni. Danskar loftslagslausn-
ir eru nú þegar þekktar á heimsvísu,
má þar nefna græna orkugjafa sem
knýja munu f lutningaskip. Því er
ljóst að saman getum við styrkt
stöðu okkar.“
Edda Sif er ánægð með samning-
inn enda félagið rótgróið fyrirtæki
með áratuga reynslu í gasflutningi.
„Danmörk er að leggja mikla
áherslu á loftslagsmálin og vonandi
er þetta aðeins byrjunin á samstarfi
Íslands og Danmerkur í baráttunni
gegn loftslagsvánni,“ segir hún.
Flutningur á koltvísýringi til
landsins verður að sögn Eddu bæði
umhverfisvænni og arðbærari sem
sé mikið fagnaðarefni. n
Samið um umhverfisvæna og ódýra
förgun á koltvísýringi frá Danmörku
Við hjá Dan-Unity
CO2 teljum samstarf
okkar við Carbfix vera
stórkostlegt tækifæri til
að lækka magn gróður-
húsalofttegunda í
andrúmsloftinu.
Steffen Jacobsen,
forstjóri Evergas.
Vonandi er þetta
aðeins byrjunin á
samstarfi Íslands og
Danmerkur í baráttu
gegn loftslagsvánni.
Edda Sif Pind
Aradóttir,
framkvæmda-
stýra Carbfix.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að farga allt að þremur milljónum tonna ár-
lega í móttöku- og förgunarmiðstöðin Coda Terminal árið 2030. MYND/CARBFIX
arib@frettabladid.is
MENNING Málverk sem listamaður-
inn Max Denison Pender fargaði
í eldgosinu í Geldingadölum mun
seljast fyrir minnst 120 þúsund
pund, eða rúmar 20 milljónir króna.
Pender fór að eldgosinu í apríl
síðastliðnum og málaði þar sjálfs-
mynd og notaði svo dróna til að
henda verkinu í gýginn.
Stafrænt eintak af verkinu er nú á
uppboði sem lýkur eftir þrjár vikur,
hæsta boðið er nú 120 þúsund pund.
Tilgangurinn er að vekja athygli
japanska milljarðamæringsins
Yus aku Maesawa sem hyggst bjóða
átta manns með sér í ferð í kringum
tunglið í ferð SpaceX árið 2023.
Maesawa hyggst taka ákvörðun
fyrir lok mánaðarins um hverjir fara
með honum.
Pender er bjartsýnn á að gjörn-
ingurinn veki nógu mikla athygli,
ætlar hann að mála nokkur verk í
ferðinni ef hann kemst með.
Listaverki með tunglryki yrði ekki kastað í eldgos
Listamaðurinn með verkið áður en því var hent í eldgosið.
„Sá sem kaupir verkið mun eiga
inni verk sem ég mun mála þegar
ég flýg í kringum tunglið. Þó að ég
komist ekki með Maesawa þá mun
ég fara til tunglsins einn daginn,“
fullyrðir Pender bjartsýnn.
Það er ekki regla hjá Pender að
eyða eintökum af verkum sínum.
„Ef ég verð svo heppinn að fá að
stíga fæti á tunglið þá ætla ég að
blanda tunglryki í málninguna, því
verki ætla ég alls ekki að henda í eld-
fjall.“ n
benediktboas@frettabladid.is
FJARSKIPTI Ísland heldur topp-
sæti sem það Evrópuland þar sem
hæst hlutfall heimila nýtir ljós-
leiðaratengingu. Þetta kemur fram
í skýrslu Fibre to the Home Council
Europe. Í september 2020 nýttu 70,7
prósent heimila hér ljósleiðarateng-
ingu. „Þessi árangur Íslands skýrist
af metnaðarfullri uppbyggingu ljós-
leiðara undanfarin ár,“ segir Erling
F. Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, í til-
kynningu. n
Á toppnum í
ljósleiðaramálum
Stefnan er að Ísland verði að fullu
ljósleiðaravætt árið 2025.
benediktboas@frettabladid.is
ALÞINGI Bjarni Benediktsson, fjár-
mála- og efnahagsráðherra, svaraði
fyrirspurn frá Ólafi Ísleifssyni, þing-
manni Miðflokksins, um raunveru-
lega eigendur Arion banka á Alþingi
í gær.
Svar ráðherra var að hægt væri
að sjá eigendur bankans á heima-
síðu hans. Þar sé listi yfir aðila sem
eiga að minnsta kosti eitt prósent
hlutafjár og einstaklinga sem eiga
10 prósent eða meira, hvort sem er
beint eða óbeint. n
Sagði eigendur á
heimasíðu Arion
4 Fréttir 19. maí 2021 MIÐVIKUDAGUR