Fréttablaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 32
n Skotsilfur Bolsonaro gerir tilraun til að smala saman fylgismönnum Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, tók þátt í göngu á vegum Kristinna fjölskyldna fyrir frelsi um helgina. Stuðningsmenn hans hafa efnt til fjöldafunda í ljósi dvínandi vinsælda forsetans í von um að blása í glæður. Óánægja ríkir um hvernig Bolsonaro hefur tekist á við Covid-19 heimsfaraldurinn og hann hæðist að þeim sem halda sig heima við. Hann var kjörinn forseti fyrir tveimur árum. Í þeirri kosningabaráttu vildi hann taka hart á glæpamönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Undanfarin 100 ár hefur reglu- lega verið ráðist í átak við upp- byggingu húsnæðis á Íslandi, oft í tengslum við alvarlegan hús- næðisskort. Sveiflur hafa einkennt byggingariðnað en þær eru sam- félaginu kostnaðarsamar og því er til mikils að vinna að uppbygging húsnæðis verði stöðug og í takt við þarfir markaðarins hverju sinni. Sú umgjörð sem stjórnvöld – bæði ríki og sveitarfélög – hafa mótað, ýtir undir óstöðugleika og því verður að breyta. Skortur á yfirsýn og á eignarhaldi á málaflokknum leikur stórt hlutverk en kjarni máls er sá að núverandi starfsumhverfi byggingarmála er að óskilvirkt og óhófleg reglubyrði eykur flækjustig sem hækkar kostnað. Boðleiðir eru of langar og ferlið að fyrstu skóflu- stungu er of tímafrekt. Niðurstaðan er sú að húsnæði er dýrara en það þyrfti að vera og þetta hefur ekki einungis áhrif á efnahagslífið – enda er byggingariðnaður um 8% af landsframleiðslu – heldur hefur þetta mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Umgjörð byggingarmarkaðarins er því beinlínis áhættuþáttur í hag- stjórn á Íslandi og því þarf að breyta. Og það er hagur allra að við breytum þessu í sameiningu því stöðugleiki á húsnæðismarkaði kæmi hinu opin- bera ekki síst vel sem stórum launa- greiðanda á Íslandi. Enginn má láta sitt eftir liggja Átakshópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um aukið fram- boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði skilaði 40 tillögum að úrbótum í janúar árið 2019. Í tengslum við undirritun Lífskjarasamninga nokkrum mánuðum síðar lýsti svo ríkisstjórnin yfir vilja til að vinna að innleiðingu tillagnanna. Með sameiningu málaflokka hjá ráðu- neytum og stofnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hefur margt jákvætt gerst og stór skref verið tekin í rétta átt. Stór vandamál eru þó enn til staðar, ekki síst sem Síðasta átakið í húsnæðismálum  Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins Sigurður Hannesson framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins Vandinn er að það vantar fleiri íbúðir á markað- inn og hann verður einungis leystur til lengri tíma með því að ráðast að rót vand- ans sem liggur í umgjörð- inni. lúta að eftirfylgni sveitarfélaganna sem fara með skipulagsvald, leyfis- veitingar, vinnslu húsnæðisáætl- ana og lóðamál. Vonandi verður þetta síðasta átaksverkefnið í hús- næðisuppbyggingu en til þess að svo megi verða þurfa stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðarins og sveitarfélög að vinna saman að nauðsynlegum og tímabærum umbótum. Til við- bótar þessum tillögum vann OECD tillögur til úrbóta varðandi bygg- ingarmarkaðinn hér á landi og á eftir að hrinda þeim tillögum í framkvæmd. Þjóðhagsráð fjallar um stöðuna Staðan á húsnæðismarkaði ein- kennist af skorti á íbúðum með tilheyrandi verðhækkunum. Þjóð- hagsráð fjallaði um húsnæðismál á nýlegum fundi sínum en aðilar vinnumarkaðarins, ríki, sveitarfélög og Seðlabanki eiga aðild að þeim vettvangi. Þar eru því samankomnir þeir aðilar sem hafa það í hendi sér að koma á langþráðum stöðug- leika á húsnæðismarkaði. Það fór vel á því enda snúa húsnæðis- og byggingamál að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika sem er viðfangsefni Þjóðhagsráðs. Á þeim fundi kynnti Húsnæðis- og mann- virkjastofnun eftirfylgni við tillögur átakshópsins og greiningu á stöð- unni á húsnæðismarkaði. Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífs- ins hafa fylgt þessum málum ötul- lega eftir og unnu greinargerð um stöðuna. Þar má finna 36 tillögur í heildstæðri nálgun til að tryggja stöðuga uppbyggingu húsnæðis og voru þær tillögur kynntar Þjóðhags- ráði. Vandinn er að það vantar fleiri íbúðir á markaðinn og hann verður einungis leystur til lengri tíma með því að ráðast að rót vandans sem liggur í umgjörðinni. Tíminn er núna Eftir höfðinu dansa limirnir. Með því að sameina þá málaflokka sem snúa að uppbyggingu í einu ráðu- neyti fæst yfirsýn og skýr ábyrgð á málaflokknum. Það er best gert með því að færa húsnæðis- og byggingamál yfir í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og færa skipulagsmál yfir í sama ráðuneyti. Í kjölfar kosninga er tækifæri til þessara breytinga. Þannig yrði til öflugt innviðaráðuneyti sem bæri ábyrgð á uppbyggingu húsnæðis, vega og mannvirkja, fjarskiptum og sveitarstjórnarmálum. Samhliða þessu þyrfti að huga að auknu sam- starfi eða sameiningu stofnana sem hafa með þessi mál að gera. Sveitar- félögin þurfa að taka aukna ábyrgð, innleiða stafrænar lausnir, hraða leyfisveitingum og auka framboð á lóðum. Auka þarf yfirsýn á markað- inn með greinargóðum rauntíma- upplýsingum um íbúðir í byggingu og einfalda regluverkið enn frekar. Vandinn er ljós, afleiðingar hans eru ljósar og lausnirnar liggja fyrir. Það er ekki eftir neinu að bíða. n Vopnahlé Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Landsvirkjun og Samtök iðnaðarins hafa um langt skeið deilt um samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar með tilliti til raforkuverðs. Deilurnar endur- speglast í fjölmiðlum þar sem raforkuverðið er ýmist sagt sam- keppnishæft eða ósamkeppnis- hæft eftir því við hvern er rætt. En nú virðist sem sverðin hafi verið slíðruð. Ríkisfyrirtækið og SI hafa í þessum mánuði birt sameigin- legar greinar í þrígang þar sem lögð var áhersla á tækifærin sem felast í umhverfisvænni uppbyggingu á orkufrekum iðnaði. Og til þess að grípa tækifærin sem felast í grænni uppbyggingu þarf náið samstarf atvinnulífsins, stjórnvalda og ann- arra haghafa. n Á ferð og flugi Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR. Nú er ljóst að ÁTVR mun berjast með kjafti og klóm fyrir tilvist sinni. Ríkisfyrirtækið undirbýr beiðni um lögbann á hendur vefversl- unum sem selja áfengi í smásölu hér á landi en tilefnið er vefverslun Santewines sem býður lægri verð og afhendingu samdægurs. Fyrir- ætlanir ÁTVR eru mjög óskýrar. Santewines er skráð í öðru landi, Frakklandi, eins og aðrar vefversl- anir sem senda áfengi til neytenda á Íslandi. Munu lögmenn ÁTVR flakka á milli heimshorna til að angra vefverslanir og vínrækt- endur sem dettur í hug að senda áfengi til Íslands? Enn bætist við kostnaðinn sem fellur á neytendur vegna einokunartilburða ÁTVR. n Samfélagsábyrgð Davíð Rúdólfsson forstöðumaður eignastýringar Gildis. Í aðdraganda útboðs Síldar- vinnslunnar veltu sumir lífeyris- sjóðir fyrir sér hvort orðspors- áhætta fælist í því að fjárfesta í félaginu í ljósi þess að stærsti eigandinn, Samherji, er sakaður um alvarleg brot. Sjóðirnir hafa jú tileinkað sér hin svokölluðu UFS-gildi í síauknum mæli og Gildi er þar engin undantekning og því gæti komið sumum á óvart að sjóðurinn hafi fjárfest fyrir 10 milljarða í útboðinu. Aftur á móti var skráningin einkum til þess fallin að svara kalli um dreifðara eignarhald í sjávarútvegi. Það næst sumpart með aðkomu lífeyris- sjóða að útgerðarfélögum og að því leytinu til gæti fjárfesting Gildis flokkast sem samfélagslega ábyrg fjárfesting frekar en hitt. n MARKAÐURINN10 19. maí 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.