Fréttablaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 12
hjorvaro@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Einar Árni Jóhannsson hefur samið við körfuboltadeild Hattar á Egilsstöðum og mun Einar stýra karlaliði félagsins ásamt Við- ari Erni Hafsteinssyni. Höttur féll úr úrvalsdeildinni á dögunum. Einar Árni kemur til Hattar eftir að hafa stýrt karlaliði Njarðvíkur frá 2018, en auk þess að vera í þjálf- arateymi karlaliðs Hattar verður hann yfirþjálfari yngri f lokka. Þessi reynslumikli þjálfari hóf feril sinn sem meistaraflokksþjálf- ari þegar hann þjálfaði kvennalið Njarðvíkur tímabilið 1996 til 1997 og 2001 til 2003. Þá hélt hann um stjórnartaum- ana hjá karlaliði Njarðvíkur frá árinu 2004 til 2007 og svo aftur árið 2010 til 2014. Undir stjórn Einars varð Njarðvík Íslandsmeistari árið 2006. Hann hefur einnig verið við stjórnvölinn hjá karlaliðum Breiða- bliks og Þórs í Þorlákshöfn. n Einar Árni söðlar um til Egilsstaða Einar Árni hefur undanfarin ár stýrt uppeldisfélagi sínu í Njarðvík. hjorvaro@frettabladid.is ENSKI BOLTINN Talið er að Frank Lampard sé efstur á lista forráða- manna enska knattspyrnufélagsins Crystal Palace til þess að taka við stjórnartaumunum hjá karlaliði félagsins. Tilkynnt var í gær að Roy Hodg- son muni láta af störfum sem knattspyrnustjóri liðsins þegar yfirstandandi leiktíð lýkur í sumar. Lampard var fyrr á þessu tímabili látinn taka pokann sinn hjá Chel- sea, en þessi 42 ára Englendingur hefur einnig stýrt Derby County á stjóraferli sínum. Crystal Palace siglir lygnan sjó í ensku úrvalsdeildinni en liðið situr í 13. sæti deildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið. n Lampard orðaður við Crystal Palace hjorvaro@frettabladid.is FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í knattspyrnu mætir Írlandi í tveimur vináttulandsleikjum í júní næstkomandi og fara báðir leikirnir fram á Laugardalsvelli. Fyrri leikurinn verður spilaður 11. júní og sá síðari 15. júní. Leikirnir við Íra verða hluti af lokaundirbúningi íslenska liðsins fyrir fyrstu leiki í undankeppni HM 2023. Ísland er þar í riðli með Hol- landi, Tékklandi, Hvíta-Rússlandi og Kýpur, en stelpurnar mæta Hol- landi í fyrsta leik sínum í undan- keppninni 21. september á Laugar- dalsvelli. n Ísland spilar tvo leiki við Íra í júní Spjótkastarinn Dagbjartur Daði Jónsson átti lengsta kast NCAA-tímabilsins í spjótkasti á dögunum og tók fram úr Sindra Hrafni Guðmunds- syni með því. Samkeppnin og samvinnan drífur þá áfram í einum besta spjótkastsskóla Bandaríkjanna. kristinnpall@frettabladid.is FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Í aðdraganda NCAA-meistaramótsins í frjálsum íþróttum eru tveir Íslendingar eftir á lista í spjótkasti. Er þetta í fyrsta sinn sem tveir Íslendingar leiða NCAA í sömu grein og geta Íslend- ingar því bundið vonir við að eiga einstakling á verðlaunapalli í Ore- gon í næsta mánuði þegar meistara- mótið utanhúss í bandarískum háskólaíþróttum fer fram. Dagbjartur Daði Jónsson sem keppir fyrir hönd ÍR á Íslandi og er á sínu fyrsta ári í Mississippi State háskólanum er efstur með 78,66 metra kast, en Sindri Hrafn Guðmundsson sem keppir fyrir hönd Breiðabliks er þar rétt á eftir með 77,77 metra. Fyrst þurfa þeir að taka þátt í úrtökumóti sem fer fram í næstu viku, en í aðdraganda mótsins skiptu þeir Dagbjartur og Sindri milli sín efstu tveimur sæt- unum í svæðismóti í SEC-deildinni fyrir helgi, þar sem Dagbjartur átti lengsta kast ársins í NCAA. „Árangurinn á þessu móti var virkilega mikil hvatning og gefur manni sjálfstraust fyrir meistara- mótið í Eugene. Það skemmdi ekki fyrir að hrifsa efsta sætið af Sindra þarna undir lokin,“ segir Dagbjartur glottandi, aðspurður hvernig það hafi verið að berjast við samlanda um sigur á móti á erlendri grundu og hafa betur. Dagbjartur er á fyrsta ári við Mississippi State háskólann þar sem hann er við nám í leiklist. Skólinn hefur getið sér gott orð fyrir afreks- fólk í spjótkasti undanfarin ár en ríkjandi heimsmeistari í greininni, Anderson Peters, frá Grenada, æfði og keppti fyrir skólann fyrir nokkr- um árum. Fyrir vikið var heillandi að keppa og æfa við bestu aðstæður. „Það er mikill metnaður fyrir íþróttum hérna í Mississippi State, sérstaklega í spjótkasti. Skólinn er oft kallaður JavU (Javelin Univer- sity). Á síðasta meistaramóti tóku þeir fyrstu þrjú sætin á mótinu. Það gæti alveg endurtekið sig í ár. Við Sindri erum sigurstranglegir í aðdraganda mótsins og Tyriq sem æfir með okkur er líka líklegur til að berjast um verðlaunasæti.“ Dagbjartur hóf nám í janúar og má segja að hann hafi hitt á rétta tímasetningu, en fremsta frjálsíþróttafólk landsins missti æfingaaðstöðuna í Laugardalshöll í vor. Fyrir vikið nýtur hann góðs af æfingaaðstöðu í fremstu röð og betri veðurskilyrðum til að æfa spjótkast. „Allar aðstæður hérna eru til fyrirmyndar, sem er frábært. Þetta tækifæri kom á hárréttum tíma- punkti miðað við það sem gekk á heima á Íslandi þegar æfingaað- stöðunni var lokað. Námið er í raun rétt að byrja en byrjunin hefur verið framar vonum,“ segir Dagbjartur og heldur áfram: „Veðurskilyrðin eru líka betri til æfinga í spjótkasti, að geta kastað úti og séð spjótið fljúga gerir heilmikið fyrir mann. Ég sé strax mun á því hvað ég er að kasta betur og er kominn í betra form á stuttum tíma.“ Samkeppnin við Sindra segir Dagbjartur að sé bæði hvetjandi og gefandi á sama tíma. „Þetta hefur verið frábært að vinna saman hérna alla daga. Við keyrum hvor annan áfram á æfingum og í keppnum og reynum að draga það besta fram hvor hjá öðrum. Við erum að eiga mjög svipuð köst þessa dagana og það er um leið samkeppni okkar á milli.“ Samhliða spjótkastinu gefur Dag- bjartur út tónlist og er hægt að nálg- ast efni eftir hann á Spotify. „Ég hef samið tónlist í nokkur ár samhliða íþróttunum. Þetta er skemmtilegt þegar hugurinn þarf að leita að öðru en spjótinu. Finnst það mjög mikilvægt að hafa eitt- hvað annað fyrir stafni sem hægt er að gleyma sér í.“ Aðspurður segist hann aðallega semja á íslensku en fyrsta lagið á ensku kom út á dög- unum og hefur fengið góðar mót- tökur. „Lögin hafa aðallega verið á íslensku hingað til, en ég gaf út mitt fyrsta enska lag á dögunum sem er komið á spilunarlistann hérna. Fengið góðar móttökur í liðinu,“ segir hann léttur að lokum. n Skemmdi ekkert að hrifsa efsta sætið Það er mikill metnaður fyrir íþróttum hérna í Mississippi State, sérstaklega í spjótkasti. Skólinn er oft kallaður JavU. Dagbjartur Daði Jónsson Dagbjartur nýtur góðs af því að geta æft við bestu að­ stæður í Mississ­ ippi og segist strax sjá miklar framfarir á þeim mánuðum sem hann hefur æft í Bandaríkjunum. MYND/MISSISSIPPI STATE ATHLETICS hjorvaro@frettabladid.is COVID -19 Íslenskt afreksíþrótta- fólk hefur síðustu vikurnar og mun á næstunni vera á ferð og flugi um heiminn til þess að taka þátt í mótum og freista þess að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, og sambandsaðilar þess, hafa undanfarna mánuði sóst eftir því hjá sóttvarnayfirvöldum með fundahaldi, símtölum og skrifleg- um erindum, að afreksíþróttafólk landsins fái forgang í bólusetningu, að loknum bólusetningum við- kvæmra hópa og heilbrigðisstarfs- fólks, svo það geti með öruggari hætti tekið þátt í alþjóðlegu móta- haldi. Öllum óskum um slíka fyrir- greiðslu hefur verið neitað og vísað til þess að forgangsröðun heilbrigð- isyfirvalda varðandi bólusetningar verði ekki haggað. Af þeim sökum hefur afreks- íþróttafólk landsins þurft að fara óbólusett í stór og krefjandi verkefni og í undankeppnir fyrir stórmót á efsta stigi viðkomandi íþróttar. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, sem er eini íslenski kepp- andinn sem hefur tryggt sér þátt- tökurétt á komandi Ólympíu- leikum, benti á það í Twitter-færslu sinni að það skyti skökku við að hópurinn sem keppir fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefði fengið und- anþágu fyrir bólusetningu í ljósi fyrrgreindra neitana sem íslenskt afreksíþróttafólk hefur fengið frá heilbrigðisyfirvöldum. ÍSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem að á sama tíma og lýst sé yfir ánægju með að keppendur fái nú bólusetningu vegna ferða til útlanda muni íþróttahreyfingin krefjast þess að íþróttafólk sem tekur þátt í alþjóðlegum verkefnum fyrir Íslands hönd njóti sömu þjón- ustu frá yfirvöldum og keppendur á öðrum vettvangi. „Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur útvegað bóluefni fyrir alla þátttakendur í Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra og mun ÍSÍ fá bóluefni fyrir þann hóp sem fer á leikana. Sú ráðstöfun kemur til með aðkomu IOC en ekki íslenskra yfirvalda og nær einungis til þessa þrönga hóps. Vonast er til að þessi bólusetning hefjist í næstu viku í góðu samstarfi við sóttvarnasvið Embættis landlæknis.“ n ÍSÍ krefst þess að afreksíþróttafólk verði bólusett Anton Sveinn er eini Íslendingurinn sem er kominn á ÓL. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ÍÞRÓTTIR 19. maí 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.