Fréttablaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 25
Árbók Ferðafélags Íslands kemur nú út í 94. skipti. Ólafur Örn Har
aldsson, höfundur bókarinnar, samdi árbók fyrir ellefu árum um
Friðland að Fjallabaki. Nú hefur hann bætt um betur og fjallar hér
um gönguleiðina frá Land manna laugum til Þórsmerkur og áfram
suður yfir Fimm vörðu háls ásamt aðliggjandi svæðum. Undan
farna áratugi hafa fáar gönguleiðir notið jafn mikilla vinsælda
meðal ferðamanna. Auk Ólafs rita sex sér fræðingar á Náttúru
fræðistofnun Íslands sérstakan kafla um náttúrufar svæðisins. Ýmsir
gamalreyndir göngu menn og fjöl fróðir fjall menn lögðu verkinu
einnig lið.
Ólafur Örn hefur mikla reynslu af ferðalögum innan
lands sem utan, Hann sat á alþingi 1995–2003 og var þjóð
garðs vörður á Þingvöllum 2010–2017. Ferða félags fólki er
Ólafur Örn ekki síst að góðu kunnur sem forseti félagsins en
því embætti hefur hann gegnt síðan 2004.
Bókin er 263 blaðsíður með ríflega 200 ljós myndum og 18 up
pdráttum. Guðmundur Ó. Ingvarsson teikn aði kortin og Daníel
Bergmann tók lang flestar ljós myndir nar en einn og hálfur tugur
annarra ljós mynd ara á myndir í bókinni. Daníel ritar auk þess
hugleiðingar um fugla lífið á svæðinu. Heimildaskrá ásamt ör
nefna og manna nafna skrám auka veru lega notagildi verksins sem
er litprentað frá upphafi til enda.
Ritstjóri árbókarinnar er Gísli Már Gíslason og ritnefnd skipa
auk hans Eiríkur Þormóðsson og Guðrún Kvaran sem bæði
hafa lagt árbókum Ferðafélagsins lið í áratugi.
Árbækur Ferðafélags Íslands hafa komið út án upp styttu
síðan 1928. Í hverri bók er oftast lýsing á af mörkuðu svæði og
sögulegur og þjóðlegur fróð leikur tengdur því. Nær nú efni
bókanna um landið allt, víða í annað eða jafnvel þriðja sinn.
Árbækurnar eru því yfir grips mikil Íslandslýsing á meira en
fimmtán þúsund blaðsíðum.
Í bókarlok er greint frá starfi félagsins og deildanna á lands
byggðinni á síðasta ári.
Meðfylgjandi er greiðsluseðill fyrir árgjaldi Ferða félagsins sem
er n.nnn krónur. Árbókinni verður á næstu dögum dreift til
félagsmanna sem greitt hafa árgjaldið.
LAUGAVEGURINN
OG FIMMVÖRÐUHÁLS
Með góðri kveðju, Ferðafélag Íslands
ÁRBÓK FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS
Jóna Jóhannsdóttir
Miklubraut 18
010120201819
105 Reykjavík
Í ár verður í fyrsta skipti hægt að fá félags skírteini
FÍ á rafrænu formi. Hafi félagi áhuga á slíku, þarf
að senda póst á fi@fi.is með upplýsingum um
kennitölu, heimilisfang og netfang. Innan viku
eftir að gengið hefur verið frá greiðslu ár gjalds,
fær við kom andi sendan tölvupóst frá passi@
passi.is. Í tölvu póstinum er hægt að nálgast
leiðbeiningar sem skýra hvernig rafræna
skírteinið er virkjað en þær eru einnig að finna
á heima síðu félagsins, www.fi.is.
FÉLAGSSKÍRTEINI
Ferðafélag Íslands • Mörkinni 6 • www.fi.is • 568-2533