Fréttablaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 35
Marta Rut Pálsdóttir smitað-
ist af fjalladellunni í mars í
fyrra, en fyrir það segist hún
ekki hafa skilið gleðina í því
að vera að brölta um fjöll og
firnindi bara til að labba.
johannamaria@frettabladid.is
Það var svo í byrjun Covid í fyrra
að ein í vinnunni bauð í rosa
fjallaferð á Úlfarsfellið eftir vinnu.
„Að sjálfsögðu sló ég til og skellti
mér með. Síðan þá var ekki aftur
snúið hjá mér. Ætli það hafi svo
ekki verið Sandra vinkona mín
sem kom mér endanlega á bragðið.
Hún sagði mér einn daginn að hún
væri að fara á Snæfellsjökul og
spurði hvort að ég kæmi ekki með.
Ég var nýbúin að lofa sjálfri mér
því að segja já við öllu sem kæmi
upp og lifa svolítið villt, og sagði
„já, hví ekki?“. Við tóku nokkrar
vikur af „hvað í fjandanum var ég
að hugsa?“ en ætli þetta hafi ekki
kveikt neistann, því eftir mjög
erfiða göngu (að mér fannst) var
loksins toppað í miðnætursól. Það
var svo geggjað og algerlega þess
virði. Svona getur maður verið
blindur á hvað þetta hefur upp á að
bjóða, og ertu að grínast hvað við
eigum fallegt land?“ segir Marta.
Sálfræðitími
Marta hefur gengið á fjöll allt
síðasta ár. „Þetta er allt annað að
ganga á sumri eða vetri en bæði
er mjög skemmtilegt. Það þarf þó
alltaf að fylgjast vel með veðri og
það er aðeins meira á veturna sem
það þarf að fresta ferðum. Ég er í
dag meðlimur í fjallgönguhóp sem
heitir Toppfarar og er 14 ára gamall
klúbbur með yfir 100 félaga.“
Aðspurð hvað það er sem heilli
svo við fjallgöngur svarar Marta
að þetta sé eins og margra klukku-
stunda sálfræðitími. „Þetta er svo
hreinsandi og heilandi. Þegar ég er
í göngu þá hugsa ég ekki um neitt
annað, gleymi bara raunveruleik-
anum sem er þarna fyrir utan og er
bara að njóta og vera þakklát. Það
má ekki gleyma því að njóta þess
að vera á fjalli. Oft eru göngur krefj-
andi og erfiðar, þá verður maður
að hugsa um verðlaunin, sem eru
að ná að toppnum og geggjaður
nætursvefn eftir allt súrefnið.“
Áttu þér uppáhaldsfjall, hér á
Íslandi eða annars staðar?
„Ég á í frábæru ástar-haturs-
sambandi við Esjuna. Hún er mjög
krefjandi en líka ótrúlega falleg
og það er svo mikið hægt að ganga
á henni. Svo er ég með Helgafell í
Hafnarfirði í bakgarðinum hjá mér
svo það er alltaf svona pínu mitt.“
Alger bilun að bíða
Marta segist ekki hafa tölu á því
hvað hún hefur toppað marga
tinda síðastliðið ár, en fjöllin eru
mjög mörg. Mesti afrekstindurinn
segir hún þó að hafi verið Vestari
Hnappur í Öræfajökli. „Hann fór ég
núna í byrjun maí og maður minn
hvað ég var stolt af sjálfri mér.
Þetta var alvöru jöklaferð, allir í
línu og á broddum með hjálm og
öxi. Það var gengið yfir sprungu-
svæði og klifrað á toppinn. Ég man
að ég var að rökræða við sjálfa
mig hvort ég ætti nú ekki bara að
bíða niðri á meðan hinir klifruðu
á toppinn þegar ég heyrði einn
segja það upphátt að hann ætlaði
að bíða. Þá var ég fljót að skipta um
skoðun og hugsaði „já, nei, það er
bilun að bíða“ og skellti mér upp á
topp.“
Næst á dagskrá segir Marta að sé
Vatnaleiðin núna um helgina. „Það
eru mögulega ekki háir tindar þar
á ferð, en þetta er löng ganga sem
reynir á úthald, bæði líkamlega
og andlega. Svo verður líklega ein
Helgafellsferð fyrir þá göngu.“
En er einhver tindur sem þig
dreymir um að sigra?
„Er það ekki þetta klassíska:
Hvannadalshnjúkur? Svo langar
mig á Sveinstind og Kerlingu, sem
er hæst á Tröllaskaga.“
Lumarðu á einhverjum góðum
ráðum handa þeim sem langar að
rífa sig upp á tind um helgina?
„Ég mæli bara með því að skunda
af stað, kannski ekki í gallabuxum
og lélegum götuskóm eins og ég
gerði í minni fyrstu fjallgöngu.
Úlfarsfell er flottur byrjunarreitur
og býður upp á margar leiðir til
að komast upp. Það sem ég mæli
með að fólk útvegi sér eru góðir
gönguskór númer 1, 2 og 3, og góð
gönguföt. Og ekki gleyma að klæða
sig eftir veðri.“ n
Ertu að grínast hvað við eigum fallegt land?
Hér er Marta í
göngu á Fimm-
vörðuhálsi.
MYNDIR/AÐSENDAR
Marta situr hér fyrir á Vestari Hnapp með Hvannadalshnjúk í baksýn.
Kári Kárason slasaðist á öxl
fyrir um 20 árum síðan og
þjáðist í kjölfarið af lang-
varandi verkjum sem höfðu
hamlandi áhrif á líf hans.
Kári hafði reynt ýmislegt til
að vinna bug á verkjunum
en það var ekki fyrr en hann
byrjaði að taka inn Liði frá
Protis snemma á síðasta ári
sem hann segir verkina loks
hafa hjaðnað.
hjordiserna@frettabladid.is
Kári starfar í dag sem fram-
kvæmdastjóri en var áður á sjó.
„Það var líklega rétt fyrir aldamótin
sem ég varð fyrir slysi á sjó þegar ég
datt illa í brælu og fékk högg aftan
á hægri öxlina. Síðan kom ég í land
árið 2000 og byrja að vinna á skrif-
stofu og að keyra en þá voru þessir
verkir orðnir helvíti yfirþyrmandi,“
greinir Kári frá. „Þetta lýsir sér
þannig að þegar ég er að vinna með
mús eða að keyra, þá hangir höndin
einhvern veginn í öxlinni og ég var
alltaf með verki.“
Óraunverulegur árangur
Kári fór ýmsar leiðir til að reyna
að vinna bug á verkjunum en án
árangurs. „Ég fór í nudd, kalda
bakstra og hljóðbylgjur svo eitt-
hvað sé nefnt, en það dugði ekkert
af því.
Svo gerist það að félagi minn sem
var með mér á sjó og var stöðugt
með verki í hnjánum, byrjar að
taka inn Liði frá Protis með góðum
árangri og bendir mér á að prófa
þetta. Ég byrjaði að taka þetta inn
snemma í fyrra og það var í raun-
inni bara óraunverulegur árangur
sem náðist. Ég fór smám saman að
taka eftir að ég var ekki alltaf með
þennan verk í hendinni sem leiddi í
hausverk.“
Hann segir árangurinn hafa
komið fljótt í ljós. „Ætli það hafi
ekki verið á þriðju viku sem ég tók
eftir töluverðum mun. Þú tekur
kannski ekki alltaf eftir batanum,
en svo koma ákveðin augnablik þar
sem þú áttar þig skyndilega á því
hvað líðanin er betri.“
Ekkert annað en himnasending
Kári rifjar upp eitt slíkt augnablik.
„Þegar við konan keyrðum suður
þá bauðst hún alltaf til að taka við
í Baulu og við skiptum um sæti því
verkurinn var orðinn svo mikill.
Síðan erum við að keyra einn
daginn, og hún spyr hvort hún eigi
að taka við en ég segi bara: Ég er
góður. Þá fatta ég hvað þetta virkar
vel á mig og ég ætla aldrei að hætta
að taka þetta.
Kári segist einnig hafa áttað
sig á árangrinum þegar hann gat
ekki tekið inn Liði frá Protis um
skeið. „Síðasta haust kom tímabil
þar sem það var erfitt að fá Liðina
þannig að ég missti úr taktinn og
verkirnir byrjuðu aftur. En svo
þegar þetta kom aftur í sölu á þessu
ári byrjaði ég samstundis aftur og
verkirnir eru farnir. Mig grunar að
það sé eitthvað undraefni í þessum
sæbjúgum,“ segir Kári og hlær.
„Ég veit ekki hvað þau gera
en Protis Liðir hefur gert það að
verkum að ég er ekki með verki
lengur og það nægir mér. Ég get
náttúrulega ekki staðhæft neitt um
það hvernig þetta virkar á aðra, en
þetta virkar á mig og er í raun alveg
búið að bjarga mér. Langvarandi
verkjum fylgir oftar en ekki depurð
og fólk verður uppstökkara. Þegar
þú verður síðan verkjalaus þá finn-
urðu heilmikinn mun og lundin
verður öll léttari. Þannig að þetta
er ekkert annað en himnasending
fyrir mig.“
Verkirnir loksins farnir
Kári Kárason
segir Protis Liði
hafa reynst
sér afar vel en
hann þjáðist af
miklum verkjum
um árabil í kjöl-
far slyss.
MYND/AÐSEND
Öflug blanda úr
íslenskum hráefnum
Protis Liðir inniheldur Cucumaria
frondosa extrakt sem unninn er úr
skráp villtra sæbjúgna sem veidd
eru í hafinu við Ísland. Skrápurinn
er að mestu leyti úr brjóski og
er því mjög ríkur af kollageni en
einnig lífvirka efninu chondroitin
sulphate. Kollagenið í Cucumaria
frondosa extrakti er talið heilsu-
samlegra en annað kollagen, þar
sem það inniheldur hærra hlutfall
af mikilvægum amínósýrum, og þá
sérstaklega tryptophan.
Þar að auki er skrápurinn mjög
næringarríkur og inniheldur
hátt hlutfall af sínki, joði og járni.
Sæbjúgu eru oft kölluð ginseng
hafsins vegna þess að þau innihalda
lífvirka efnið sapónín. Túrmerik
er ákaflega ríkt af jurtanæringar-
efninu curcumin.
Þorskprótínið í Protis Liðum
er unnið samkvæmt IceProtein®
tækni sem byggir á vatnsrofstækni
þar sem prótínin eru meðhöndluð
með vatni og ensímum og í fram-
haldi síuð, þannig að prótínið
samanstendur einungis af smáum,
lífvirkum peptíðum. Fiskprótín
sem hafa verið meðhöndluð með
vatni og ensímum eru talin auð-
velda upptöku á steinefnum eins
og kalki, sem eru nauðsynleg til að
viðhalda stoðkerfi líkamans.
Protis Liðir er enn fremur
með viðbættu C-vítamíni sem
hvetur eðlilega myndun kolla-
gens í brjóski, D-vítamíni sem er
mikilvægt fyrir heilbrigði beina þar
sem það stuðlar að frásogi kalks úr
meltingarvegi og mangani sem er
nauðsynlegt við myndun á brjóski
og liðvökva. n
Vörur Protis fást í öllum helstu
stórvörumörkuðum og apótekum.
ALLT kynningarblað 3MIÐVIKUDAGUR 19. maí 2021