Fréttablaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Guðbjörg var að fylgjast með Gurrý Torfadóttur einkaþjálfara á samfélagsmiðlum þegar hún sá að hún var að fara að opna Yama heilsurækt. „Ég skráði mig og var á biðlista þar sem allt var orðið fullt. Ég beið í þrjá mánuði eftir plássinu og hef núna verið í Yama heilsurækt í eitt og hálft ár og þetta er besta stöð sem ég hef kynnst,“ segir Guðbjörg. „Það sem mér finnst vera aðal- atriðið er að þetta heitir Yama heilsurækt, ekki líkamsrækt. Þetta snýst um heilsuna. Þjálfararnir eru frábærir og hvetjandi, þeir fylgjast með því að þú gerir æfingarnar á réttan hátt. Þau taka einnig tillit til dagsformsins. Ef þú hefur kannski sofið illa eða þér er illt einhvers staðar þá er það ekkert mál. Þá gerirðu bara æfingarnar öðruvísi, aðlagar þær eftir því hvernig dags- formið þitt er,“ segir hún. Fyrstu þrjá mánuðina var ég til dæmis með svo mikla vöðvabólgu að ég gat varla lyft lóðum. En í dag er ég í besta formi sem ég hef verið í og stefni á að bæta það.“ Guðbjörg mætir í Yama þrisvar í viku og æfir með litlum hópi. Hún segir að í hópnum hafi myndast skemmtilegur og hvetjandi vin- skapur sem sé mjög gefandi. „Þetta er lítil og persónuleg stöð. Hún er falleg og snyrti- leg. Þar eru líka litlir hlutir sem láta þér líða vel, eins og þegar þú labbar inn þá stendur á hurðinni: Velkomin fallega fólk! og þegar þú ferð út þá stendur: Vel gert! Maður tekur ekkert alltaf eftir þessu en þegar ég geri það þá virkar það hvetjandi.“ Alltaf ánægð eftir æfingu Guðbjörg segist hafa fundið sig í Yama eftir að hafa prófað margar aðrar stöðvar. „Persónuleg þjónusta er ein ástæðan. En svo eru æfingarnar líka svo fjölbreyttar, engar tvær eins. Svo er líka mikil hvatning á æfingu. Kannski labba ég inn og hugsa: Ég ætla bara að hafa þetta létt í dag. En svo fer ég út búin að gera mitt langbesta. Það kemur líka fyrir að mig langar ekki á æfingu. En ég er alltaf svo ánægð þegar ég er búin að fara og dagurinn verður bara betri.“ Guðbjörg skráði sig í Yama heilsurækt með það að markmiði að ná því að vilja að mæta. „Mig langaði aðallega að verða sterk og gefast aldrei upp. Það er alltaf erfitt að byrja og ég var feimin. Það var líka mikil áskorun þegar Covid kom og við urðum að æfa heima í gegnum netið. En Gurrý var svo rosalega dugleg að setja inn myndbönd og vera á netinu að ég hélt bara áfram,“ útskýrir hún. „Við erum með app, Virtuagym. Þar eru einnig æfingar fyrir okkur. Ég er skráð í hádegishóp og fer yfir- leitt þá. En stundum ef ég kemst ekki í hádeginu þá fer ég í aðra tíma sem er laust í, en það er hægt að sjá það í appinu. Auk venjulegu æfinganna er líka hægt að fara í jóga á stöðinni, sem mér finnst æðislegt. Ég hef aldrei fundið mig svona vel á neinum stað og stefni á að halda áfram.“ Einkaþjálfun í lokuðu umhverfi Aðalþjálfari Yama heilsuræktar ásamt Gurrý er Daníel Þorsteins- son Fjeldsted en auk þess starfa tveir aðrir þjálfarar á stöðinni. Gurrý segir að hennar hugmynd hafi verið að opna stöð þar sem hægt er að hafa þjálfun í lokuðu umhverfi með frábærum þjálf- urum. „Þetta er kallað einkahóp- þjálfun eða persónuleg þjálfun. Við þjálfum fólk í litlum hópum en þjálfunin er einstaklingsmiðuð. Ef Gurrý Torfa- dóttir og Daníel Fjeldsted, aðalþjálfaranir í Yama heilsu- rækt, eru hér ásamt Guð- björgu Huldu iðkanda. Gurrý og Daníel þjálfa hópana saman og leggja áherslu á að aðlaga æfingarnar að hverjum og einum og hafa þær fjölbreyttar. Þjálfað er í litlum hópum en þjálfunin er einstaklingsmiðuð. Húsnæði Yama heilsuræktar er alveg sérstaklega hlýlegt og heimilislegt. Það æfa fáir í einu og andinn er góður. einhver er með verki í baki, slæmur í öxl eða eitthvað annað þá höfum við rými og þekkingu til að útfæra æfingarnar fyrir hvern og einn. Það er grunnhugmyndin,“ útskýrir hún. Gurrý segir að þegar einn hópur æfir inni í stöðinni sé enginn annar þar á sama tíma. Í hópunum eru 8-12 manns en Gurrý leggur áherslu á að hafa aldrei fleiri en 12 í hverjum hóp og að þekkja alla með nafni. „Þegar fólk skráir sig hjá mér þá heyri ég oftast í þeim í síma til að finna rétta hópinn fyrir viðkom- andi því við aðlögum þjálfunina hverjum hóp fyrir sig því þarfirnar eru mismunandi. Við erum með fólk hér sem er byrjendur. Margir eru að fara af stað aftur eftir langan tíma og sumir eru að glíma við einhvers konar meiðsli. Við erum líka með hóp af fólki sem er í góðu formi og er búið að vera með okkur lengi,“ segir hún. „Það er engin keppni í æfing- unum. Við hugsum þetta alltaf út frá heilsu og hreysti. Við erum með styrktaræfingar og þolæfingar en það er aldrei keppni á milli einstaklinga. Æfingarnar eru svo settar upp á fjölbreyttan hátt. Hver og einn vinnur svo algjör- lega á sínum hraða. Við viljum ekki að neinn fari fram úr sér þótt allir séu hvattir til þess að gera sitt besta og æfingarnar okkar eru krefjandi.“ Sérstök stemning Gurrý segir eins og Guðbjörg að það að æfa hjá Yama heilsurækt snúist líka að miklu leyti um félagsskapinn. „Þegar fólk æfir saman reglu- lega þá myndast sérstök stemning. Æfingarnar eru bara einn partur- inn af Yama, en jafnstór partur er að koma og hitta æfingahópinn. Við höfum séð mörg dæmi um fólk eins og Guðbjörgu, fólk sem kemur og er kannski illt í bakinu eða ann- ars staðar. Það er erfitt að byrja að æfa þegar það eru verkir í líkam- anum. En ef fólk setur sér það markmið að mæta alltaf þrisvar í viku sama hvað, þá sér það árangur. Stundum er fólk illa upp- lagt og þá er okkar að meta hvaða æfingar henta því. Við höfum sagt fólki að fara fyrr af æfingu og slaka á í jógaherberginu eða fara í infrarauða klefann. Aðalatriðið er bara að skuldbinda sig til að mæta alltaf, þá verður undantekningar- laus frábær árangur en það tekur tíma og krefst þrautseigju.“ Gurrý segir að iðkendurnir hafi alltaf góðan aðgang að þjálfur- unum bæði á stöðinni og á sam- félagsmiðlum. „Þetta er bara lítil einkaþjálf- unarstöð svo það er góður tími til að sinna hverjum og einum,“ segir hún. „Það er frábær hugmynd að byrja núna að æfa, sérstaklega fyrir fólk sem er að stíga fyrstu skrefin, eða hefur lítið hreyft sig frá því Covid byrjaði. Margir eiga erfiðan vetur að baki og því er um að gera að koma hreyfingunni inn í dag- lega rútínu sem fyrst. Hreyfing er nefnilega ein af grunnþörfum okkar og hún gerir svo margt miklu betra í lífi okkar. n Fyrir áhugasama má senda póst á gurry@gurry.is og hún hefur sam- band til baka í gegnum síma. Yama heilsurækt er í Ármúla 40. Auk venjulegu æfinganna er líka hægt að fara í jóga á stöðinni, sem mér finnst æðislegt. Ég hef aldrei fundið mig svona vel á neinum stað og stefni á að halda áfram. Guðbjörg Hulda Valdórsdóttir 2 kynningarblað A L LT 19. maí 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.