Fréttablaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 22
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652. 2 kynningarblað 19. maí 2021 MIÐVIKUDAGURÚTIVIST Þóra Ragnarsdóttir er útivistarkona og yfirhönnuður Cintamani. Hún segir litríka Cintamani vera að koma til baka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Í gegnum árin hefur Cintamani hannað og framleitt hágæða úti­ vistarfatnað sem Íslendingar elska. Það mun ekki breytast,“ segir Þóra Ragnarsdóttir, yfirhönnuður Cinta­ mani. Þóra vann hjá Cintamani á ára­ bilinu 2006 til 2016 og þekkir því sögu vörumerkisins nokkuð vel. „Litríka Cintamani er að koma til baka. Við höfum sótt svolítið í gamlar glæður og glæðum þær nýju lífi. Litadýrð einkenndi vörumerkið í langan tíma og við förum að sjá það aftur í haust og svo enn frekar á næsta ári,“ upplýsir Þóra. Frá núll upp í hundrað ára Þessi dægrin er Þóra að vinna í Cint amani­línunni fyrir árið 2022. „Við erum að ákveða hvaða traustu stílar fá að lifa áfram og hvaða nýju stílum við viljum bæta inn í, ásamt því að velja liti sem er alveg ótrúlega skemmtilegt og spennandi,“ segir Þóra sem hannar fatnað og fylgihluti Cintamani ár fram í tímann. „Mig klæjar í fingurna að fá þessa liti strax inn en þróunin tekur sinn tíma. Við hönnum allar okkar vörur frá grunni og leggjum mikið upp úr góðum sniðum og miklum gæðum. Útivistarfatnaður er enda mikil fjárfesting og því þarf hann að endast og reynast vel,“ segir Þóra. Cintamani á í frábæru samstarfi við útivistarfólk sem prófar útivistarfatnað­ inn við allar aðstæður. „Við þróum flíkur Cint a­ mani með þarfir útivistar­ fólksins í huga,“ segir Þóra. „Útkoman úr því góða sam­ starfi er gæða útivistarfatn­ aður fyrir alla fjölskylduna, allt frá núll upp í hundrað ára. Það er svo heilsueflandi fyrir líkama og sál að vera úti við og hreyfa sig, hversu lítið eða mikið sem það er, og til að njóta sín í botn er nauðsynlegt að eiga gæða fatnað sem hlífir okkur vel fyrir veðri og vindum.“ Ísland er leiksvæðið Þóra sjálf er iðin í útivist og hreyfingu. „Mér líður hvergi betur en úti í náttúrunni og finn mér allar ástæður til að viðra mig, hvort sem ég er hlaup­ andi, gangandi, hjólandi, skíðandi, prílandi á fjöll, í golfi eða bara liggjandi í laut að njóta. Allar árstíðir hafa sinn sjarma og þá skiptir máli að vera rétt búin, hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust.“ Hún segir hrein forréttindi að Cintamani pollafötin hafa notið mikilla vinsælda á smáfólkið, enda fádæma góð í hvers kyns votviðri, litrík, falleg og endingargóð. MYNDIR/AÐSENDAR Maður er vel búinn í hvaða útivist sem er í göngubuxunum Trausta sem eru léttar og liprar og flíspeysunni Þoku sem er úr einstaklega mjúku flísefni. Dúnvestið Lægi er frábær ferða- félagi sem hentar öllum kynjum. búa á Íslandi og njóta alls þess undurs og fegurðar sem landið hefur að bjóða. „Að hafa allt þetta leiksvæði sem landið okkar er og oft þarf ekki að leita langt yfir skammt þar sem það er nóg að fara rétt út fyrir bæjarmörkin til að nærast.“ Framtíðin er björt Hópurinn sem nú vinnur í Cinta mani er samhentur. „Við erum einstaklega dugleg að gera eitthvað saman, fara í göngur og slíkt, og þá gefst frá­ bært tækifæri til að prófa nýjan útivistarfatnað. Við leggjum mikið upp úr því að þekkja viðskiptavini okkar, og vörur Cintamani endurspegla það sem markaðurinn vill hverju sinni. Stundum kvikna hugmyndir á göngu með samstarfsfólkinu, nú eða eftir samræður við viðskipta­ vini í versluninni,“ segir Þóra, og framtíð Cintamani er björt. „Cintamani á yfir þrjátíu ára sögu sem við erum enn á fullu að skrifa,“ segir Þóra. „Vörumerkið stendur á traustum grunni sem margt gott fólk hefur lagt vinnu í og við hlökkum til að halda áfram að styrkja Cintamani enn frekar og fá tækifæri til að skrifa söguna áfram.“ n Cintamani er í Austurhrauni 3 í Garðabæ. Sími 533 3800. Skoðaðu þig um í vefverslun Cintamani, á cintamani.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.