Fréttablaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 51
Glaðheimar vesturhluti. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.
123/2010, að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Glaðheima vesturhluta. Skipu-
lagssvæðið sem er um 8.6 ha að stærð afmarkast af Reykjanesbraut til vesturs, Bæjarlind til
norðurs, Álalind 1, 2, 3 og 5 til austurs auk athafnasvæðis við Akra- og Askalind og Arnar-
nesvegi til suðurs. Skipulagssvæðið er óbyggt og í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir
um 88.000 m2 í atvinnuhúsnæði (verslun- þjónustu og athafnahúsnæði án kjallara og bíla-
geymslna).
Í breytingunni felst að landnýtingu á austari hluta skipulagssvæðisins og miðju þess er breytt
og í stað atvinnuhúsnæðis á 5-8 hæðum rísa 9 fjölbýlishús sem verða á 3-12 hæðum með um
468 íbúðum. Auk þess er gert ráð fyrir leikskóla og opnu svæði (bæjargarði). Á norðurhluta
skipulagssvæðisins nánar tiltekið við húsagötu A nr. 2-3 er fallið frá verslunar- og þjónustuhús-
næði á þremur efstu hæðum hússins og þess í stað komið fyrir 32 íbúðum. Heildarfjöldi íbúða
á svæðinu öllu verður að hámarki 500 íbúðir. Suðvestan fyrirhugaðs Glaðheimavegar (á suður-
hluta svæðisins) er gert ráð fyrir 7 lóðum fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á 2 til 4 hæðum.
Turnbygging í norðvesturhluta svæðisins lækkar úr 32 hæðum í 15 hæðir. Byggingarreitir, lóðir
og lóðastærðir verslunar- þjónustu og athafnahúsa breytast sem og aðkoma og fjöldi bíla-
stæða. Auk þess er gert ráð fyrir að lega tengibrautar um svæðið í framhaldi af Glaðheima-
vegi að Arnarnesvegi breytist. Heildarstærð atvinnuhúsnæðis með kjallara og bílageymslum
er áætluð um 50.000 m2 en um 36.000 m2 án bílageymslna og heildarstærð íbúðarhúsnæðis
með kjallara og bílageymslum er áætluð um 89.000 m2. Stærð leikskóla er um 1.500 m2.
Heildar byggingarmagn á deiliskipulagssvæðinu er áætlað um 135.000 m2 þar af um 106.000
m2 án bílageymslna. Svæðisnýtingarhlutfall deiliskipulagssvæðisins miðað við heildarbygging-
armagn er áætlað um 1.57 og 1.22 án bílakjallara neðanjarðar. Gert er ráð fyrir einu stæði á
hverja 75 m2 í verslun og þjónustu og einu stæði á hverja 100 m2 í atvinnuhúsnæði, geymslu
- og kjallararými. Reikna skal með 1,2 stæðum á hverja íbúð með gestastæðum. Miðað við 2,5
íbúa á íbúð er áætlað að á svæðinu verði um 1.250 íbúar.
Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum og skýr-
ingarhefti B dags. 19. apríl 2021. Með tillögunni fylgir minnisblað verkfræðistofunnar Mann-
vits um forsendur fyrir bílaumferð dags. 15. apríl 2021, umhverfismat og hljóðskýrsla dags.
19. apríl 2021 og skýrsla um áhrif nýs deiliskipulags Glaðheima á Heimsmarkmið Sameinuðu
þjóðanna dags. 29. 3 2021 og áhættumat vegna loftslagsbreytinga dags. 30. mars 2021 frá
verkfræðistofunni Mannviti. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Ofangreind tillaga að breyttu deiliskipulagi Glaðheima vesturhluta er aðgengileg á heimasíðu
bæjarins, www.kopavogur.is. Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um tillöguna er hægt að
senda fyrirspurn á starfsfólk skipulagsdeildar á netfangið skipulag@kopavogur.is.
Miðvikudaginn 26. maí 2021 milli kl. 17 og 18 verður starfsfólk skipulagsdeildar með opið
hús að Digranesvegi 1 þar sem tillagan verður sérstaklega kynnt þeim sem þess óska. Vegna
sóttvarnarreglna eru áhugasamir beðnir að skrá komu sína með tölvupósti á netfangið skipu-
lag@kopavogur.is fyrir 25. maí nk. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til
að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulags-
deildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl.
13:00 föstudaginn 2. júlí 2021.
Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi
kopavogur.is
Auglýsing um breytt deiliskipulag
í Kópavogi.
Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg:
• Úlfarsárdalur. Yfirborðsfrágangur við Úlfarsbraut
2021, útboð nr. 15216
• Ámokstur á salti 2021-2022, EES-útboð nr. 15211
• Götusalt 2021-2022, EES útboð 15212
Nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod
Innkaupaskrifstofa
Sími 411 1111
ÚTBOÐ
Auglýsing um styrki Hagþenkis 2021
Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna,
auglýsir eftir umsóknum um eftirtalda styrki:
Starfsstyrkir til ritstarfa
Til úthlutunar eru 18.000.000.- kr.
Ferða- og menntunarstyrkir fyrir félagsmenn
Hagþenkis
Til úthlutunar á vorönn eru 1.500.000.- kr.
Umsóknartími er 17. maí-3.júní kl. 13.
Rétthafagátt fyrir handritshöfundar er á heimasíðu
Hagþenkis.
Handritshöfundar fræðslu- og heimildamynda ber að
skrá sig og verk sín í nýja rétthafagátt á heimasíðu fé-
lagsins. Skráningarfrestur er til 2. nóvember fyrir rétt-
hafagreiðslur ársins 2020.
Nánari upplýsingar, úthlutunarreglur og rafræn um-
sóknareyðublöð og rétthafagáttin fyrir handritshöfunda
fræðslu- og heimildamynda eru á heimasíðu félagsins:
www.hagthenkir.is
Hagþenkir, Þórunnartúni 2. 105. Rvk.
Sími 551-9599/ hagthenkir@hagthenkir.is
Ánægðir viðskiptavinir
eru okkar besta auglýsing
Sérfræðingar í
ráðningum
lind@fastradningar.is
mjoll@fastradningar.is
FAST
Ráðningar
www.fastradningar.is
Þarftu að ráða
starfsmann?
RÁÐUM EHF • Sími 519 6770
www.radum.is • radum@radum.is
Ráðum sérhæfir
sig í ráðningum og
mannauðs ráðgjöf.
Við komum til móts
við þarfir fyrirtækja
og sérsníðum
lausnir sem henta
hverjum viðskiptavini.
ATVINNUBLAÐIÐ 17LAUGARDAGUR 15. maí 2021