Fréttablaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 16
ÍÞRÓTTIR kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Hvort sem Chelsea eða Barcelona hefur betur er ljóst að það verður nýtt nafn skrifað á spjöld sögunnar í úrslitaleik Meistara­ deildar Evrópu í kvennaflokki um helgina. Chelsea er aðeins annað enska félagið í 20 ára sögu keppninnar sem leikur til úrslita en Barcelona stefnir að því að verða fyrsta spænska liðið til að bera sigur úr býtum í henni. Börsungar hafa áður leikið til úrslita en þá stóð hið ógnarsterka lið Lyon í vegi þeirra fyrir fjórum árum. Um leið verður þetta í fyrsta skiptið í sex ár sem eitthvert annað lið en Lyon verður krýnt besta lið Evrópu og fyrsta sinn síðan 2007 sem lið utan Þýskalands og Frakklands hampar titlinum. Undanfarin tvö ár hefur Chelsea ekki tekist að komast yfir síðustu hindrunina í átt að úrslitaleiknum en með komu Pernille Harder hefur öflugur sóknarleikur liðsins orðið enn betri. Hin danska Harder og hin ástralska Sam Kerr hafa náð vel saman í sóknarlínunni og átt stóran þátt í vegferð Chelsea að úrslitaleiknum þar sem félag­ ið hefur meðal annars slegið út þýsku stórliðin Wolfsburg og Bay­ ern Mün chen. Brottför hinnar norsk­íslensku Maríu Þórisdóttur til Manchester United virðist ekki hafa sett strik í reikninginn þar sem Chelsea varði enska meistara­ titilinn eftir baráttu við Manchester City og getur fylgt því eftir með sigri í Meistaradeild Evrópu um helgina. Líkt og Chelsea koma leikmenn Barcelona inn í leikinn í Gautaborg í sigurvímu eftir að hafa tryggt sér spænska meistaratitilinn um síðustu helgi þrátt fyrir að eiga átta leiki eftir. Börsungar hafa verið óstöðvandi í deildarkeppninni, unnið alla 26 leikina til þessa og skorað 128 mörk en aðeins fengið á sig fimm. Þetta var annar meistaratitill Börsunga í röð og er Barcelona nú sigursælasta lið Spánar frá upphafi. n Nýtt nafn á bikarinn í Gautaborg Danski markahrókurinn Pernille Harder hefur náð vel saman við hina ástr- ölsku Kerr sem var markahæst á nýafstöðnu tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY hjorvaro@frettabladid.is FÓTBOLTI Barcelona þykir líklegast til þess að ná að landa samningum við argentínska knattspyrnufram­ herjann Sergio Agüero sem rennur út á samningi hjá Manchester City í sumar og hefur ákveðið að róa á önnur mið. Barcelona, sem er í miklum fjárhagsvandræðum, er að leita leiða til þess að fjármagna samninginn við þennan 32 ára framherja sem hefur einnig leikið með Atlético Madrid. Þessi félagaskipti gætu hjálpað forráðamönnum Barcelona við að landa samningi við Lionel Messi sem verður samningslaus í sumar. Samlandarnir Messi og Agüero eru góðir vinir. Memphis Depay hefur einnig verið orðaður við Barcelona, en þau félagaskipti eru talin standa og falla með því hvort Joan Laporta, forseti Barcelona, ætli að veðja á Ronald Koeman áfram í stjórastólnum hjá liðinu. n Agüero hugnast tilboð Barcelona Arsenal er eina enska félagið sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki. Sergio Aguero er fjórði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildar- innar frá upphafi. Njarðvíkingurinn varð fyrsti Íslendingurinn til að leika í litháísku deildinni og sló heldur betur í gegn á fyrsta ári sínu með Šiauliai. FRÉTTABLAÐIÐ/ŠIAULIAI Tímabilið hefur verið ein­ kennilegt hjá Elvari Má Frið­ rikssyni á fyrstu leiktíð hans með liði Šiauliai í Litháen. Elvar Már segist hafa fundið mikinn mun á sér innan vallar eftir að kærasta hans og barnið þeirra fluttu til Lit­ háens. hjorvaro@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Elvar Már Friðriksson var á dögunum valinn verðmætasti leikmaður litháísku efstu deildar­ innar í körfubolta karla. Það sem gerir þessa nafnbót ansi eftirtektar­ verða er annars vegar að Elvar Már leikur fyrir Šiauliai sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar með góðum lokaspretti. Elvar Már og liðsfélagar hans fara inn í úrslitakeppnina með sjöunda besta árangurinn. Hins vegar er það svo sú staðreynd að Elvar Már er aðeins fimmti leikmaðurinn í sögu efstu deildar í Litháen, sem er mikil körfuboltaþjóð, sem ekki kemur frá heimalandinu. Elvar Már skilaði rúmlega 15 stigum að meðaltali og átta stoð­ sendingum í leikjum Šiauliai í deildarkeppninni vetur. „Þetta er búið að vera sveif lu­ kennt og á margan hátt mjög skrýtið tímabil. Í fyrsta lagi hefur árangur liðsins inni á vellinum verið eins og svart og hvítt fyrir og eftir áramót. Eftir að hafa verið að móta liðið framan af leiktíðinni fengum við síðasta púslið, reynslumikinn leik­ mann sem er fyrirliði lettneska landsliðsins. Þá fundum við taktinn og kom­ umst á góðan skrið. Eftir að hafa farið sjálfur vel af stað kom smá lægð hjá mér í febrúar, en þá hafði ég verið einn í nýrri borg í nýju landi í fjóra mánuði. Inn í það  kom sóttkví og mikil einvera þannig að ég var orðinn frekar þungur,“ segir Elvar Már um sitt fyrsta tímabil í Litháen. Léttir að fá fjölskylduna „Það sem hélt mér gangandi var bæði það að ég vissi að fjölskyldan væri á leiðinni út og svo stundirnar með liðsfélögunum í landsliðinu, Martin Hermannssyni, Hauki Helga Pálssyni og Jóni Axel Guðmunds­ syni í Call of Duty. Þar náði ég að gleyma mér og fullnægja þörfinni fyrir félagsleg tengsl. Eftir að kærastan mín og barnið okkar komu svo út í byrjun mars léttist lundin hjá mér og ég byrjaði að spila betur. Þetta er allt annað líf eftir að hafa fengið þau út og það sést berlega á mér inni á vellinum hvað mér líður mikið betur andlega. Við náðum sem betur fer að koma okkur inn í úrslitakeppnina og mætum þar hinu sögufræga liði Rytas. Við förum inn í það einvígi sem litla liðið en við eigum alveg fína möguleika á að stríða þeim, sérstaklega þar sem einvígið er upp í tvö,“ segir landsliðsmaðurinn um síðustu mánuði og framhaldið í Lit­ háen. „Það kom hins vegar enn eitt stoppið í tímabilið hjá okkur, þar sem tveir leikmenn greindust með kórónaveiruna í vikunni og ég er á leiðinni í seinni skimun á eftir [síðdegis í gær]. Við erum nokkrir í liðinu sem eru búnir að vera slappir og með hita síðustu daga þannig að það er bara að vona það besta í seinni skimuninni. Það er allavega búið að leyfa okkur að fresta leiknum, en það var í umræðunni að við þyrftum að gefa leikinn ef við gætum ekki stillt upp liði vegna veikindanna og sóttkvíar. Þetta er f immta eða sjötta sóttkvíin hjá mér í vetur og ég viður­ kenni það alveg að þetta er orðið frekar þreytt. Vonandi er ég Covid­ laus og við getum byrjað einvígið sem fyrst,“ segir Elvar, en planið er að fyrsti leikur liðanna fari fram á fimmtudaginn kemur. n Skipst á skin og skúrir í vetur Eftir að kærasta mín og barnið komu svo út í byrjun mars léttist lundin hjá mér og ég byrjaði að spila betur. Elvar Már Friðriksson hjorvaro@frettabladid.is HANDBOLTI Arnar Gunnarsson mun halda áfram störfum sem þjálfari karlaliðs  Neistans í handbolta en liðið er staðsett  í Þórshöfn í Fær­ eyjum. Arnar tók við þjálfun liðsins síð­ asta sumar en hann hefur samhlið því starfi verið yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Með nýjum samn­ ingi eykst ábyrgð hans á þjálfun elstu yngri flokka félagsins. Neistinn hafnaði í þriðja sæti fær­ eysku úrvalsdeildarinnar á nýlok­ inni leiktíð en liðið tapaði svo í bik­ arúrslitum fyrr á keppnistímabilinu. F i n n u r H a n s s o n v e r ð u r áfram aðstoðarþjálfari Arnars hjá Neistanum en Finnur var á dögun­ um ráðinn aðstoðarþjálfari færeyska kvennalandsliðsins. n Arnar verður áfram í Færeyjum 15. maí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.