Fréttablaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 90
Dagdraumar er dansverk fyrir börn sem er frumsýnt í dag. Það er samstarfsverkefni Ingu Marenar Rúnarsdóttur og Júlíönnu Láru Steingríms- dóttur sem sér um búninga og sviðshönnun. Þær hafa starfað mikið saman í gegnum tíðina. Danshöfundurinn Inga Maren sagði vinkonu sinni og reglulegri samstarfskonu, búninga- og sviðs- myndahönnuðinum Júlíönnu Láru Steingrímsdóttir, frá hugmynd sinni að barnabók í flugvél á leið frá Cann- es. Júlíönnu Láru fannst sagan vera sniðin fyrir dansverk fyrir börn og í dag mun Íslenski dansflokkurinn frumsýna dansverkið Dagdraumar. Verkið fjallar um unga stúlku sem leggur land undir fót og ferðast um undur veraldar, um skóg og yfir sjó, finnur dýr og ævintýri. Sýningin er hin glæsilegasta og mikið hefur verið lagt upp úr búninga- og sviðs- myndahönnun. Hvort tveggja er í höndum Júlíönnu Láru, leik- mynda- og búningahönnuðar. Hún hefur starfað við kvikmyndagerð og í leikhúsi frá því að hún útskrifaðist úr Central Saint Martins listaháskól- anum í London árið 2010. „Ég hef starfað reglulega hjá Íslenska dansflokknum síðan 2012. Móðir mín er kjólameistari og hefur starfað í leikhúsi frá því að ég man eftir mér, þannig að ég ólst upp í leikhúsinu. Ég byrjaði til dæmis að vinna baksviðs í Borgarleikhúsinu meðfram náminu þegar ég var ung- lingur í Verzló. Þar kynntist ég bæði Ingu Maren, danshöfundi verksins, og Ásgeiri Helga sem dansar í verk- inu. Við höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina og þau dönsuðu til dæmis í lokaverkefninu mínu úr Central Saint Martins. Við þrjú vorum einmitt í flugvél á leiðinni frá Cannes fyrir nokkrum árum þar sem við vorum að sýna dúett eftir Ingu Maren og Ásgeir Helga, þegar Inga Maren segir mér frá hugmynd að barnabók sem hún var búin að ganga með í maganum.“ Eftir að Inga Maren sagðiJúlíönnu söguna hvatti hún hana til að vinna frekar með hugmyndina. „Ég sagði við hana að þetta væri auðvitað fullkomin saga til að gera dansverk fyrir börn, en það er ein- mitt verkið sem við erum að frum- sýna í dag. Í millitíðinni unnum við Inga til dæmis verkið Ævi þar sem Inga Maren samdi og dansaði sóló, ég gerði leikmynd og búninga. Svo erum við með annað verk í pípun- um á næsta leikári sem ber titilinn Þoka.“ Júlíanna Lára segir að þeim Ingu þyki best að vinna náið saman frá byrjun og byrja löngu áður en dans- ararnir koma að verkinu. „Okkur finnst gott að vera komnar með drög að leikmynd, búningum, tónlist og hreyfiefni áður en við byrjum að æfa. Þegar við byrjuðum að vinna Dagdrauma var fyrst á dagskrá að finna út hvaða dýr væri Draumkenndir búningar í Dagdraumum Júlíanna Lára Steingrímsdóttir. MYND/SAGA SIG Júlíanna ákvað að nýta sem mest úr geymslum Dansflokksins í gerð búninganna. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON Mikil hugsun fór í hvaða dýr væri skemmtilegt að túlka með dansi og búningum. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON Júlíanna Lára segir mikilvægt að passa upp á hreyfigetu þegar búningar eru hannaðir fyrir dansverk. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON Það stendur til að fara á flakk með verkið og því var mikil- vægt að sviðs- myndin væri hreyfanleg. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON Steingerður Sonja Þórisdóttir steingerdur @frettabladid.is skemmtilegt að túlka, það var mikil- vægt að hvert dýr væri með eftir- sóknarverðan eiginleika, slangan er til dæmis liðug, hérinn hleypur hratt og hoppar hátt og svo fram- vegis. Um leið og dýrin voru ákveðin sá ég búningana ansi skýrt fyrir mér og vissi nákvæmlega hvernig ég vildi hafa þá.“ Hún segir að það þurfi að hugsa út í margt þegar búningar eru gerðir fyrir leiksýningu og sérstak- lega fyrir dansverk, þar sem hreyfi- getan þarf að vera einstaklega góð og sniðin eftir því. „Einnig fannst mér mikilvægt að leyfa líkömum dansaranna að njóta sín og ég vildi líka ekki fela andlit þeirra, því að mínu mati eru dansarar einstaklega góðir í að tjá tilfinningar án orða. Leikmyndin var síðan fyrst og fremst hugsuð sem leikmynd sem auðvelt væri að ferðast með og hægt að setja upp í hvaða rými sem er. Við fengum síðan Auði Þórhallsdóttur til liðs við okkur og hún teiknaði fyrir okkur allar fallegu myndirnar sem skreyta leikmyndina,“ útskýrir Júlí- anna Lára. Mikil áhersla var lögð á að nýta það sem til var og hófst ferlið með því að farið var í gegnum geymsl- urnar. „Ég safnaði saman öllu sem ég gat mögulega nýtt úr geymslum Dansflokksins, til dæmis eru fjaðr- irnar á svaninum úr blævængjum úr verki sem ég gerði fyrir flokkinn fyrir nokkrum árum og sjórinn úr gömlum samkvæmiskjólum. Boð- skapur verksins er einmitt að vera ánægður með sjálfan sig og það sem maður hefur.“ n Boðskapur verksins er einmitt að vera ánægður með sjálfan sig og það sem maður hefur. 54 Lífið 15. maí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.