Fréttablaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 30
Lilja Stefáns-
dóttir, Hanna
Kristín Guð-
jónsdóttir, Anna
María Þórðar-
dóttir, Sigrún
Rósa Stein-
dórsdóttir og
Hulda Margrét
Valgarðsdóttir.
MYND/ÞORKELL
ÞORKELSSON
Á ársfundi Landspítalans
7. maí voru tólf starfsmenn
heiðraðir fyrir störf sín. Þar
á meðal var rakningarteymi
Landspítala, sem í rúmt ár
hefur rakið öll Covid-19 smit
innan spítalans.
Fréttablaðið ræddi við tvo starfsmenn rakningar-tey misins, þær Önnu Maríu Þórðardóttur og Hönnu K r istínu Guð-
jónsdóttur, og spurði þær út í störf
þeirra.
„Í rauninni er Landspítalinn
bara eins og sér heimur út af fyrir
sig. Þetta er alveg rosalega flókinn
vinnustaður og maður þarf alveg
gífurlega mikla þekkingu á starf-
semi og ferlum spítalans til að átta
sig á dreifingu veirunnar,“ segir
Anna María, sem auk vinnu sinnar
í rakningarteyminu er sérfræðingur
í hjúkrun hjá gæðadeild spítalans.
Anna segir smitrakningu innan
spítalans vera töluvert frábrugðna
þeirri vinnu sem smitrakningar-
teymi almannavarna fæst við úti í
samfélaginu.
„Þegar einstaklingur sem er smit-
aður hefur haft einhvern kontakt
við spítalann, þá erum við að tala
um sjúklinga, aðstandendur, starfs-
menn og gesti, þarf að hafa uppi á
öllum þeim sem mögulega hafa
komist í samband við hann og upp-
fylla skilmerki fyrir útsetningu,“
segir Anna.
Skilmerkin fyrir útsetningu sem
bæði rakningarteymi Landspítala
og rakningarteymi almannavarna
notast við, eru þau að einstaklingur
hafi verið í samskiptum við smit-
aðan einstakling í minna en tveggja
metra fjarlægð í meira en fimmtán
mínútur til að teljast í smithættu.
„Síðan hefur komið í ljós að við
styttri snertingu við nánar aðstæð-
ur er líka mikil hætta á smiti. Til
dæmis þegar verið er að sinna
sjúklingum, gefa súrefni og lyf, þá
er miklu meiri smithætta heldur en
almennt gerist,“ segir Anna.
Mikil rafræn vöktun
Ljóst er að þegar kemur að því að
greina ferðir smitaðra einstaklinga
innan Landspítala, er nauðsynlegt
að fara út í mikla rannsóknarvinnu.
Aðspurð um hvort að líkja mætti
rakningarteyminu við spæjara,
segir Hanna Kristín það ekki vera
svo fjarri lagi.
„Já, það má segja að það sé eins
og að vera spæjari. Við Anna María
ræddum oft um það á þessum
dögum þegar mest var að gera að
maður þyrfti að hafa gríðarmikla
þekkingu á starfsemi spítalans og
verkferlum, en ekki síður á húsa-
kynnum og starfsfólki. Þar sem við
höfum báðar unnið í fjöldamörg
ár á spítalanum höfðum við þessa
þekkingu,“ segir Hanna Kristín,
en auk vinnu hennar í rakningar-
teyminu er hún bæði hjúkrunar-
fræðingur og ljósmóðir og starfar
hjá gæðadeild spítalans.
Anna María segir fyrsta skref
rakningarinnar yfirleitt vera að
ræða við þann smitaða, ef það er
hægt. Í tilfellum þar sem hinn smit-
aði er kominn inn á gjörgæslu eða
í öndunarvél er slíkt þó augljóslega
ekki í boði.
„Ef það er mögulegt þá byrjar
maður á að tala við þann smitaða og
spyrja hann, hvert fórstu og hvern
hittirðu? Samhliða því höfum við
náttúrlega alls konar hjálpartæki,
það er ótrúlega mikil rafræn vökt-
un. Maður getur séð hverjir eru inn-
stimplaðir á hverja einingu á hverri
stundu sem að hafa þá mögulega
komist í snertingu við viðkomandi,“
segir Anna María.
Því næst þarf að tala við alla
starfsmenn spítalans sem gætu hafa
verið útsettir fyrir smiti, eða biðja
stjórnendur að tala við þá, ef um er
að ræða stórar einingar.
Bara lítill hlekkur í stórri keðju
Snertifletir þrifnir oft á dag
„Alls staðar þar sem smitaður ein-
staklingur fer, þarf að skoða hverjir
voru þar á sama tíma og hverjir eru
mögulegir snertifletir og panta þrif.
Það eru gífurlega mikil þrif sem
þurfa að fara fram þar sem smit-
aður sjúklingur hefur verið,“ segir
Anna og bætir við að í faraldrinum
hafi almenn þrif á spítalanum verið
aukin til muna, til dæmis séu allir
snertifletir þrifnir fjórum sinnum
á dag.
Í þeim tilfellum þar sem er ekki
hægt að rekja ferðir smitaðra ein-
staklinga nákvæmlega þarf rakn-
ingarteymið að kasta út víðu neti
og jafnvel senda heilu deildirnar í
skimun og úrvinnslusóttkví. Anna
María segir fólk aldrei sent í sóttkví
nema það sé rökstudd ástæða, enda
sé sóttkví bæði íþyngjandi fyrir þá
sem í henni lenda og raski miklu í
starfsemi spítalans.
„Landspítalinn er þannig stofn-
un að það er aldrei hægt að loka
honum. Þannig að hlutverk okkar
var líka það að setja fólk í mismun-
andi sóttkvíar,“ bætir Hanna Kristín
við.
Starfsmenn Landspítalans geta
fengið undanþágu frá sóttvarna-
reglum almannavarna til að sinna
sínu starfi, þrátt fyrir að vera skráðir
í almenna sóttkví. Þeir vinna þá
samkvæmt mjög ströngum reglum
í fullum hlífðarbúnaði til þess að
tryggja öryggi sjúklinga og halda
starfseminni gangandi.
Vakin og sofin yfir veirunni
Starfsmenn Landspítala hafa verið
í framlínunni í baráttunni við
COVID-19 sjúkdóminn frá upphafi
faraldursins. Hanna Kristín og Anna
María segja báðar að starf þeirra hafi
oft verið mjög krefjandi og sum sím-
tölin hafi verið erfiðari en önnur.
„Já, vissulega var þetta oft erfitt.
Fólki leið oft illa og þurfti stuðning
og þetta voru stundum nokkur
samtöl. Fólk var hrætt og óttaðist
um fjölskyldu sína,“ segir Hanna
Kristín og bætir við að í þessu séu
hjúkrunarfræðingar góðir.
Þegar faraldurinn stóð sem hæst
voru að greinast allt að hundrað
manns á dag úti í samfélaginu.
Anna María segir það hafa verið
mjög krefjandi að fylgjast með því
hverjir þeirra tengdust Landspítal-
anum. Stöðugt þurfti að fylgjast
með hvort einhverjir hinna smit-
uðu væru starfsmenn, inniliggjandi
sjúklingar eða hefðu einhver tengsl
við spítalann.
„Maður er bara búinn að vera
alveg vakinn og sofinn yfir þessu
í rúmt ár. Fyrir utan smá „honey-
moon“ síðasta sumar,“ segir Anna
María kímin.
Mikil samstaða á spítalanum
Hanna Kristín segir mikla samstöðu
hafa ríkt á milli rakningarteymisins
og annars starfsfólks spítalans í
gegnum faraldurinn.
„Samstaðan hjá okkur var allt-
af mjög góð en auðvitað er þetta
mjög sérkennileg staða að vera
alltaf heima hjá sér. Mann vantaði
kannski tengslin við sitt fólk,“ segir
hún en starfsmenn rakningarteym-
isins hafa nánast eingöngu unnið í
fjarvinnu undanfarið ár.
Anna María tekur undir það og
segir það hafa verið frábært hversu
hreinskilnir og samvinnufúsir
starfsmenn spítalans hafi verið.
„Það eru einhvern veginn allir í
sama liði og það vill enginn vera sá
aðili sem dreifir veirunni, þannig að
það eru allir alveg ótrúlega jákvæðir
og gera í rauninni allt sem þeim er
fyrir lagt til að koma í veg fyrir það.
Margir hafa þurft að færa alveg ótrú-
legar fórnir og gera það alveg mögl-
unarlaust,“ segir hún.
„Það hefur verið aðdáunarvert
að fylgjast með því,“ bætir Hanna
Kristín við.
Allt í einu komin með ægivald
Aðspurð um hvort það hafi ekki
verið sérstakt að fá allt í einu vald
til þess að skipa fólki í sóttkví segir
Anna María svo vera.
„Já, mér fannst ég allt í einu vera
komin með svona ægivald yfir fólki
og gat bara sveif lað töfrasprota.
Sérstaklega í fyrstu bylgjunni þegar
sóttkví var 14 dagar, það voru mjög
stórar ákvarðanir sem maður var
að taka með líf fólks og samstarfs-
félaga,“ segir Anna og tekur fram að
henni hafi þótt sérstaklega erfitt að
skipa fólki sem eru sérfræðingar á
sínu sviði í sóttkví.
Eins og áður sagði var rakningar-
teymið heiðrað á aðalfundi Land-
spítala fyrir störf sín og segir Hanna
Kristín það hafa verið einstaklega
ánægjulegt.
„Það var mjög ánægjulegt fyrir
okkur að upplifa að það var tekið
eftir okkar störfum.“
Anna María tekur undir það en
ítrekar þó að rakningarteymið hefði
aldrei getað sinnt störfum sínum ef
ekki hefði verið fyrir gott samstarf
við alla aðila tengda Landspítal-
anum.
„Við erum bara einn lítill hlekkur
í þessari keðju. Þetta hefði ekkert
verið hægt nema af því allir starfs-
menn Landspítalans, sjúklingar,
aðstandendur og gestir eru í sama
liðinu,“ segir Anna María að lokum.
n
Mér fannst ég allt í einu
vera komin með svona
ægivald yfir fólki og gat
bara sveiflað töfra-
sprota. […] það voru
mjög stórar ákvarð-
arnir sem maður var
að taka með líf fólks.
Anna María Þórisdóttir, sérfræð-
ingur í hjúkrun hjá Landspítala
Rakningarteymi Landspítala nýtir sér ýmis gögn við vinnu sína, þar á meðal rafræna vöktun. MYND/ÞORKELL ÞORKELSSON
Þorvaldur S.
Helgason
thorvaldur
@frettabladid.is
30 Helgin 15. maí 2021 LAUGARDAGUR