Fréttablaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 24
Við erum draumadúó Fatahönnuðurinn Eygló Margrét Lárusdóttir og listamaðurinn og grínistinn Hugleikur Dagsson frumsýna nýtt samstarf sitt á HönnunarMars. „Þetta er fatalína sem er byggð á myndasögubókinni Opinberun eftir Hugleik. Ég gjörsamlega féll fyrir þeirri bók. Litasamsetningarnar og teikningarnar eru svo ótrúlega fallegar og svo hef ég alltaf verið svolítið geimnörd. Þetta höfðaði mjög sterkt til mín,“ segir Eygló. „Ég er bara upp með mér að einhver hafi lesið þessa bók. Hún var ein af mínum tilraunum til að gera ekki kúk-og-piss en enginn las hana því hún var ekki kúk-og-piss. Og svo er ég skammaður fyrir að gera bara kúk-og-piss. „Can’t win in this bransi, am I right?“ Það er samt alveg smá kúk-og-piss í Opin- berun. En ég er glaður að Eygló notaði það ekki,“ segir Hug- leikur og hlær. Hvernig kom samstarfið til? „Hugleikur vildi verða tísku- pési,“ fullyrðir Eygló. „Ég vildi verða tískupési,“ viðurkennir Hugleikur. Eygló segir samstarfið hafa gengið mjög áreynslulaust fyrir sig. „Eiginlega bara draumadúó. Það hefur alltaf skipt mig mjög miklu máli að það sjáist að ég hafi notið þess að hanna línurnar mínar. Að þær séu svo- lítið skemmtilegar. Það er alveg augljóst í þessu tilviki,“ bætir hún við. „Já, áreynslulaust er rétta orðið. Hún sagði bara „ég vil taka þetta og þetta og gera þetta og þetta“ og ég sagði bara „go crazy“,“ segir Hugleikur. „Ég byrjaði að grúska í bók- unum hans í janúar. Sá fljótt að ég vildi vinna með geimþemað hans í Opinberuninni. En svo á þetta verk hins vegar eftir að lifa að eilífu,“ segir Eygló. „Ég skrifaði bókina 2011, held ég. Svo lá hún í dvala í áratug og Eygló vakti hana á hárréttum tíma.“ Hvert er mikilvægi Hönnunar- Mars í íslensku listasenunni? „Ég er hrifinn af praktískri fegurð. Og þykir hæfileikinn til að geta dregið slíkt yfir í hina fýsísku vídd göldrum líkastur,“ svarar Hugleikur. „HönnunarMars er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Það kemst ekkert annað að hjá mér þá daga enda er ég rosalega dugleg að fara og sjá sem flest. Þetta er bara maraþon,“ bætir Eygló við. Eygló byrjaði að glugga í bækur Hugleiks fyrir ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sýnir tillögur að nýjum líkamspörtum Vöruhönnuðurinn Harpa Hrund Pálsdóttir skoðar óvenjulegar lausnir til að nýta og endurskoða vandamálið sem skapast hefur í heiminum vegna rusls. „Ég lærði vöruhönnun í Lista- háskóla Íslands. Eftir útskrift flutti ég til Kaupmannahafnar og fór í starfsnám hjá „altmuligt“ hönnuðinum Henrik Vibskov. Þegar ég kom heim eftir það ævintýri sótti ég um í MA Design námið í LHÍ sem þeir Garðar Eyj- ólfsson og Thomas Pausz voru að taka yfir og þeir buðu mig velkomna í það,“ segir hún. Segðu mér frá verkefninu þínu og hönnun sem þú sýnir á há- tíðinni í ár. „Verkefnið mitt tekur á vanda- málinu sem rusl er. Mér fannst kominn tími á að endurskoða það hvernig við tæklum þetta vandamál. Eitt skipti þegar ég var í Sorpu fannst mér eins og vélarnar væru að tyggja ruslið, þá fékk ég þá hugmynd að við gætum bara borðað ruslið okkar. Sú hugmynd leiddi mig í rann- sóknir á líkamanum og hverju við þyrftum að breyta við hann til þess að geta borðað rusl. Því sýni ég tillögur að nýjum líkams- pörtum,“ útskýrir Harpa. Þessi áhugi kviknaði fyrst í vöruhönnunarnáminu. „Svo lá það í dvala þangað til fyrir um tveimur árum þegar ég þurfti að fara ansi margar Sorpu- ferðir í vinnunni minni.“ Harpa segist oftast fá inn- blástur úr sínu nánasta umhverfi. „Það tengist oft einhverju sem ég er að gera í mínum hversdegi, eins og að fara rosa oft á Sorpu,“ segir hún og hlær. Hvert finnst þér mikilvægi hátíðar sem þessarar vera fyrir íslensku listasenuna? „Það er svo mikilvægt að sýna sig og sjá aðra. Það er kannski klisja en samtalið er svo mikil- vægt og það gerist á hátíðum eins og HönnunarMars. Þessi HönnunarMars í ár er mikilvægur fyrir mig því ég er að taka þátt í fyrsta skipti með mína eigin hönnun og er hrika- lega spennt fyrir því með dassi af stressi.“ HönnunarMars er nú haldinn í þrettánda sinn, og það í maí vegna Covid-19. Stjórnandi hátíðarinnar, Þórey Einars- dóttir, segir starfsmenn og þátttakendur hafa sýnt mikinn dugnað við að aðlaga hátíðina breyttum aðstæðum. Hönnunarhátíðin Hönn-unarMars er nú haldin í þrettánda skiptið og eru viðburðir henni tengdir haldnir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Um er að ræða stærstu hönnunarhátíð landsins, sem er haldin í maí í ár vegna Covid-19. Hátíðin hefur þurft að aðlaga sig breyttri heimsmynd og var til að mynda haldin í júní í fyrra. Þórey Einarsdóttir er stjórn- andi hátíðarinnar. „HönnunarMars fæddist í miðju hruni, árið 2009. Hátíðin kemur inn með krafti á hverju ári, veitir inn- blástur og gleði ásamt því að varpa ljósi á þann skapandi kraft sem hönnunarsamfélagið hér á landi hefur að geyma. HönnunarMars er ein af sex borgarhátíðum Reykja- víkurborgar. DNA hátíðarinnar er síbreytilegt eftir því hvaða hönn- uðir og arkitektar taka þátt hverju sinni. Og það er akkúrat það sem gerir hátíðina einstaka,“ segir Þórey. Hvert er mikilvægi Hönnunar- Mars fyrir listasenuna á Íslandi? „Á HönnunarMars gefst tími fyrir samtalið. Það er mikilvægt að geta átt samtal. Og að kanna og kynnast því hvað kollegar þínir eru að gera. Í daglegu amstri gefst oft ekki tími fyrir það. Þannig verða til tengingar og þræðir sem annars hefðu ekki orðið til. Það má segja að HönnunarMars sé á sama tíma uppskeruhátíð hönnunarsam- félagsins, þar sem almenningi gefst kostur á að sjá það sem er í gangi hverju sinni. Hátíðin er stærsta kynningaraflið þegar kemur að því að miðla íslenskri hönnun og arki- tektúr hérlendis og erlendis og því gríðarlega mikilvægur vettvangur,“ svarar hún. HönnunarMars er einstakur að því leyti að allar greinar hönnunar og arkitektúrs koma saman undir einni regnhlíf sem skapar fjöl- breytta dagskrá með eindæmum, að sögn Þóreyjar. „Það að hafa aðgengi að fjöl- breytileikanum í formi viðburða og sýninga er einstök upplifun. Bæði fyrir hönnuðina, arkitektana og almenning. HönnunarMars er sannkölluð þátttökuhátíð þar sem almenningi gefst einstakt tækifæri til að fá innsýn í hugarheim hönn- uða og arkitekta. Með dagskrá sem er svona fjölbreytt er óhætt að full- yrða að það sé eitthvað fyrir alla.“ Þórey viðurkennir að það hafi sannarlega reynt á að skipuleggja hátíð af þessari stærðargráðu í skugga heimsfaraldurs. „Dagsformið er misjafnt en heilt yfir hefur það gengið vel og þökk sé frábæru teymi HönnunarMars, þátttakendum sjálfum og ekki síst öllum okkar frábæru samstarfsaðil- um. Eftir þetta ár er komin ákveðin reynsla í að hvíla í óvissunni og að aðlaga sig aðstæðum hverju sinni. Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt, svo ekki sé meira sagt.“ Þórey segir að af nógu verði að taka og dagskrá í boði fyrir alla aldurshópa. „Já, svo sannarlega. Nú er Hönn- unarMars í maí að bresta á í allri sinni dýrð. Á dagskránni eru um 85 sýningar sem breiða úr sér um bæinn og er dagskráin fjölbreytt sem aldrei fyrr og það er eitthvað fyrir alla. Þykjó, Krakkaklúbbur- inn Krummi á Listasafni Íslands, Maðurinn í skóginum og Allir út að leika eru til dæmis frábærir við- burðir fyrir fjölskylduna að upplifa saman svo fátt eitt sem nefnt,“ segir hún. Getur þú bent á einhverja við- burði sem þú ert sérstaklega spennt fyrir, eða er það eins og að velja á milli barnanna sinna? „Já, það er eiginlega eins og að gera upp á milli barnanna sinna,“ segir Þórey og hlær. „Hins vegar get ég lofað því að það er mikið um áhugaverðar og skemmtilegar nálg- anir í dagskránni, til dæmis í vinnu- ferlum og þverfaglegum samstarfs- verkefnum þar sem hönnuðir úr ólíkum greinum vinna saman. Nú geta gestir sett saman sína dagskrá á heimasíðu HönnunarMars, sett inn í dagatölin og skipulagt næstu daga,“ bætir hún við. Fyrir þá sem vilja leiðsögn um dagskrána er tilvalið að kíkja á dagskrársíðuna og f inna Minn hönnunarMars, þar sem vel valdir einstaklingar hafa rýnt dagskrána og valið sýningar til að sjá. „HönnunarMars býður alla vel- komna og við erum spennt að sjá bæinn lifna við í næstu viku.“ n Einstakt tækifæri til að fá innsýn í hugarheim hönnuða Tíðar ferðir í Sorpu urðu Hörpu Hrund innblástur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þórey Einars- dóttir er stjórnandi HönnunarMars. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Steingerður Sonja Þórisdóttir steingerdur @frettabladid.is Það má segja að Hönnunar- Mars sé á sama tíma uppskeru- hátíð hönnunar- samfélags- ins. Hönnunar- Mars stendur yfir 19. til 23 maí. 24 Helgin 15. maí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.