Fræðaþing landbúnaðarins - mar. 2011, Síða 179
MÁLSTOFA C – HEIMAFENGINN BAGGI | 179
Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður Zemenchik et al. (2002) sem sýndu
að með því að rækta fóðurbelgjurtir með grastegundum fékkst betra fóður borið
saman hreinræktir þessara grastegunda.
Það var neikvæð fylgni á milli uppskeru og meltanleika en engin fylgni var á milli
uppskeru og NDF eða hrápróteins. Eftir því sem hlutfall vallarfoxgrass jókst þá jókst
einnig magn trefja í fóðrinu og meltanleiki og hráprótein minnkaði. Áhrif smárans
voru alveg öfug (4. tafla). Smáraríkt fóður var með minni trefjar en hærri meltanleika
og meira hráprótein. Fóðurgæði minnkuðu við aukna uppskeru en tegundasamsetning
fóðursins hafði einnig mikil áhrif á fóðurgæðin.
Ályktanir
Það gaf marktækt meiri uppskeru að rækta saman blöndur af vallarfoxgrasi,
vallarsveifgrasi, rauðsmára og hvítsmára en að rækta uppskerumestu tegundina í
hreinrækt. Aukin uppskera í blöndum skýrðist að hluta til af því að þær vörðust
illgresi betur en þegar tegundir voru ræktaðar í hreinrækt. Aukinn heyfengur þessara
blandna reyndist ekki verða á kostnað fóðurgæða. Væri smári í blöndunni urðu
fóðurgæðin meiri í flestum tilfellum samanborið við gras í hreinrækt.
Heimildir
Bertrand, A., Tremblay, G. F., Pelletier, S., Castonguay, Y., & Belanger, G. (2008). Yield and nutritive
value of timothy as affected by temperature, photoperiod and time of harvest. Grass and Forage
Science, 63(4), 421-432.
Cardinale, B. J., Wright, J. P., Cadotte, M. W., Carroll, I. T., Hector, A., Srivastava, D. S., et al. (2007).
Impacts of plant diversity on biomass production increase through time because of species
complementarity. Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America,
104(46), 18123-18128.
Cornell, J. A. (2002). Expirements with Mixtures: Designs, Models and the Analysis of Mixture Data.
Chichester: Wiley.
Hector, A., Schmid, B., Beierkuhnlein, C., Caldeira, M. C., Diemer, M., Dimitrakopoulos, P. G., et al.
(1999). Plant diversity and productivity experiments in European grasslands. Science, 286(5442), 1123-
1127.
Hooper, D. U., Chapin, F. S., Ewel, J. J., Hector, A., Inchausti, P., Lavorel, S., et al. (2005). Effects of
biodiversity on ecosystem functioning: A consensus of current knowledge. Ecological Monographs,
75(1), 3-35.
4. tafla. Pearson fylgni milli mælinga á fóðurgildi annars vegar
og uppskeru og hlutfalls tegunda hins vegar (meðaltal staða og
ára). Feitletruð gildi eru marktæk (P<0,05).
ADF NDF IVTD IVCWD CP
Uppskera 0,30 0,03 -0,45 -0,56 0,06
V.foxgras 0,40 0,50 -0,28 0,15 -0,28
V.sveifgras 0,00 0,21 0,02 0,21 -0,32
Rauðsmári -0,17 -0,51 0,03 -0,48 0,37
Hvítsmári -0,42 -0,43 0,35 0,08 0,34