Fræðaþing landbúnaðarins - mar. 2011, Síða 260
| FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 8, 2011260
sýndar fyrir mjöl og klíð frá Þorvaldseyri og innflutt klíð til samanburðar. Kvikasilfur
var undir greiningarmörkum (8 µg/100g) í öllum sýnum. Enginn augljós munur kemur
fram eftir árum 2009 og 2010. Gildi fyrir járn, blý og arsen eru há í klíðinu frá
Þorvaldseyri samanborið við innflutta klíðið og getur það verið merki um öskuna.
Hins vegar er styrkur þessara efna til muna lægri í mjölinu en í klíðinu. Samanburður
við finnska rannsókn (Koivistoinen 1980) sýnir að styrkur járns, kadmíns og blýs er
lægri í mjölinu frá Þorvaldseyri en í finnsku mjöli en styrkur flúors og arsens er
svipaður. Það hefur því ekkert fundist sem mælir gegn notkun á mjölinu frá
Þorvaldseyri til manneldis.
. Ólífræn efni og vatn í korni frá Þorvaldseyri og innfluttu hveitiklíði til
samanburðar.
Sýni Uppskeru Vatn Flúor Járn Kadmín Blý Arsen
ár % mg/100g mg/100g µg/100g µg/100g µg/100g
Byggmjöl 2009 11,1 0,15 3,2 <3 <4 1,0
Byggmjöl 2010 7,9 0,08 4,9 <3 <4 <0,2
Hveitimjöl 2009 11,0 0,12 2,7 <3 <4 1,0
Byggklíð 2009 9,9 0,21 29,5 <3 6,0 3,0
Byggklíð 2010 8,0 0,14 35,5 <3 9,0 3,0
Hveitiklíð 2009 9,4 0,11 16,1 5,0 5,0 1,0
Hveitiklíð 12,4 0,10 10,1 12 <4 <0,2
Teknar hafa verið saman gæðakröfur fyrir íslenskt bygg til matvælaframleiðslu.
Gæðakröfunum er ætlað að vera viðmiðun í viðskiptum með bygg. Mismunandi
kröfur eru settar fram um matbygg og bygg til ölgerðar. Gæðakröfur voru einnig
teknar saman fyrir þurrkað fóðurbygg þar sem það er gagnleg viðmiðun fyrir bygg
sem stenst ekki kröfur fyrir bygg í neysluvörur. Matvælastofnun hefur birt
verklagsreglur um framleiðslu, meðhöndlun og markaðssetningu á byggi
(Matvælastofnun 2011). Um sáðbygg til sölu gildir reglugerð 301/1995 og er hún birt
ásamt nánari upplýsingum á vef Matvælastofnunar.
Gæðakröfunum er skipt upp í eftirtalda kafla: Lágmarkskröfur, leyfileg frávik,
einsleitni, pökkun og merkingar / rekjanleiki. Í lágmarkskröfum eru sett fram mörk
fyrir rúmþyngd, vatnsinnihald, prótein, sterkju og örverur. Einnig er tilgreint hversu
hátt hitastig í bygginu má fara í þurrkuninni og hversu vel hreinsað það þarf að vera.
Upplýsingar um þessi atriði eru tekin saman í 2. töflu.
Matbygg nær yfir allt bygg sem notað er í matseld og í matvælaiðnaði öðrum en
framleiðslu á áfengum drykkjum. Allt matbygg er afhýtt þar sem hýði byggsins er
umfangsmeira en hýði annarra algengra korntegunda og því hættir til að sitja eftir í
munni. Aðeins er nauðsynlegt að fjarlæga ysta hluta hýðisins og er miðað við að 10–
15% af þunga kornsins séu fjarlægð. Ekki er æskilegt að fjarlægja meira þar sem
trefjar í hýðinu hafa hollustugildi.