Fræðaþing landbúnaðarins - Mar 2011, Page 345
VEGGSPJÖLD | 345
Þessar fyrstu niðurstöður benda til þess að hægt sé að nota aðferðirnar sem prófaðar
voru í þessum tilraunum til örva landnám mosa. Niðurstöður Ásu L. Aradóttur og
Herdísar Friðriksdóttur (2010) styðja þessa ályktun; þær mátu árangur af dreifingu
gamburmosa yfir mjög raskað land með gjallvikri við Gígahnjúk og virtist mosinn
yfirleitt hafa vaxið upp af gömlum mosagreinum. Myndun mosaþekju í hraunum er
talin vera á þann veg að mosabrot festast vegna óslétts yfirborðs og mosaþúfurnar
vaxa síðan smátt og smátt og mynda að lokum nær samfellda mosaþekju (Cutler,
Balyea & Dugmore 2008) Með því að dreifa fjölgunareiningum yfir röskuð svæði í
hraunum er því mögulegt að örva myndun mosaþúfna og þannig hraða myndun
hraungambraþemba.
Niðurstöður tilrauna við stýrðar aðstæður í gróðurhúsi sýndu að hægt var að fjölga
hraungambra með því að dreifa heilum greinum og greinabrotum. Fyrstu niðurstöður
tilrauna á Hellisheiði bentu til að hægt væri að nota sömu aðferðir til að endurheimta
hraungambra í röskuðu landi, en þó virtist árangur betri ef notaðar voru heilar greinar
fremur en 1 cm bútar efst af greinum.
Við þökkum Umhverfis og orkurannsóknasjóði Orkuveitu Reykjavíkur, sem styrkti
verkefnið árið 2010. Einnig þökkum við Herdísi Friðriksdóttur og starfsmönnum
Orkuveitunnar fyrir annan stuðning við verkefnið. Að lokum þökkum við Evu G.
Þorvaldsdóttur forstöðumanni Grasagarðs Reykjavíkur fyrir aðstöðu í gróðurhúsi
garðsins og öðrum starfsmönnum Grasagarðsins fyrir ómetanlega aðstoð.
Ása L. Aradóttir & Herdís Friðriksdóttir, 2010. Skammtímaárangur af dreifingu gamburmosa á raskað
land. 7: 383385.
Busby, J.R., Bliss, L.C. & Hamilton, C.D., 1978. Microclimate control of growth rates and habitats of
boreal forest mosses: and . 48: 95
110.
Cutler, N.A., Balyea, L.R. & Dugmore, A.J., 2008. Spatial patterns of microsite colonisation on two
young lawa flows on Mount Hekla, Iceland. 96: 321246.
Eyþór Einarsson, 2005. Flóra og gróður Íslands. Í: (ritstj. Ólöf Eldjárn). Edda útgáfa,
Reykjavík, bls 1823.
Gunnarsson, U. & Söderström, L., 2007. Can artificial introductions of diaspore fragments work as a
conservation tool for maintaining populations of the rare peatmoss ?
135: 450458.
Magnea Magnúsdóttir, 2010. (
). Óútgefin B.Sc. ritgerð, Landbúnaðarháskóli Íslands, Reykjavík.
Raven, R.H., Evert, R.F. & Eichhorn, S.E., 1999. W.H. Freeman and Company
Worth Publishers, New York.