Fræðaþing landbúnaðarins - Mar 2011, Page 351
VEGGSPJÖLD | 351
náttúrulegu birkiskógunum voru lagðir út reitir í mismunandi skógarteigum. Einnig
voru lagðir út mælireitir á rofnu landi á öllum svæðunum. Mælireitir voru 10x20 m að
stærð í skógarreitum en 5x10 m í skóglausu landi og endurtekningar voru þrjár.
Hverjum mælireit var skipt í tvo jafna 10x10 eða 5x5 m fleti; sýnatökuflöt og
vöktunarflöt og réði tilviljun því hvernig þeir skipuðust innan mælireitsins.
Gróðurmælingar voru gerðar í öllum reitunum á tímabilinu 10.-21. ágúst 2009. Fimm
0,5x0,5 m rammar voru lagðir út eftir tilviljanatölum innan hvors flatar innan
mælireits; samtals 10 rammar í mælireit og 570 rammar á öllum rannsóknasvæðunum.
Í hverjum ramma var þekja tegundahópa, háplantna, fléttna, mosa og lífrænnar
jarðvegsskánar, ásamt þekju sinu og ógróins yfirborðs metin til næstu 5%. Allar
háplöntur og byrkningar er fundust í römmunum voru greindar til tegunda og þekja
þeirra metin. Einnig var reynt að greina algengustu tegundir mosa og fléttna til
ættkvísla eða tegunda og var þekja þeirra metin. Við þekjumat einstakra tegunda var
notaður eftirfarandi kvarði: x = tegund til staðar en nær ekki þekju, 1 = ≤1%, 2 = 1-
5%, 3 = 5-10%, 4 = 10-15%, 5 = 15-25%, 6 = 25-50%, 7 = 50-75% og 8 = 75-100%.
Þekja trjákrónu var metin með því að halda 0,5x0,5 m mæliramma í brjósthæð beint
yfir þekjumælingarammanum og taka ljósmynd af honum með myndavél er lögð var í
miðju þekjumælingarammans á skógarbotninum. Þekja laufs og greina var metin af
myndinni með sama kvarða og notaður var fyrir þekju einstakra tegunda. Að auki
voru taldar ungar fræplöntur birkis, gulvíðis og loðvíðis í mælirömmunum til að fá
mælikvarða á landnám þessara tegunda.
Gróður var klipptur af öllum 0,5x0,5 m römmum á sýnatökufleti mælireita, samtals 5
römmum, á tímabilinu 7.-23. september 2009. Klippt var niður við svörð, uppskerunni
safnað; hún síðan fullþurrkuð við 40°C og vegin eftir að jarðvegur hafði verið
sigtaður frá.
Við úrvinnslu á þekjumælingum var miðað við miðgildi þekjuflokkanna og notað
meðaltal allra ramma í hverjum reit. Meðalþekja háplöntutegunda og fimm algengustu
mosategundanna í reitunum var hnitunargreind (DCA) með CANOCO (útg. 4.5) til að
greina mynstur í tegundasamsetningu stórreitanna og reikna fylgni hnitunarása við
umhverfisbreytur. Við hnitunargreininguna voru aðeins notaðar þær tegundir sem
komu fyrir í þremur eða fleiri reitum. Graf var útbúið með CanoDraw (útg. 4.14).
Niðurstöður og umræða
Mikill breytileiki var í tegundasamsetningu mælireitanna, bæði eftir svæðum og aldri
skógarins (1. mynd). Fyrsti DCA-ásinn skýrði mest af breytileikanum í gögnunum
með eigingildi 0,65 og lengd 3,9. Eigingildi annars ássins var 0,29 og lengd hans 3,3.
Áætlaður hámarksaldur skógarins hafði mesta fylgni við fyrsta ásinn (r=0,79) en
einnig höfðu þekja trjákrónu og háplantna háa fylgni (0,61 og 0,53) og sterk neikvæð
fylgni var við þekju lífrænnar jarðvegsskánar (-0,53). Fjöldi háplöntutegunda, þekja
fléttna, lífrænnar jarðvegsskánar og þéttleiki fræplantna af birki höfðu mesta fylgni
við annann hnitunarásinn (0,51; 0,49; 0,44 og 0,40). Hins vegar var fylgni
hnitunarásanna við uppskeru botngróðurs lítil; fylgni við fyrsta ásinn var -0,13 og
0,34 við annan ásinn.
Gömlu, náttúrulegu, skógarreitirnir eru lengst til hægri á 1. mynd (hátt gildi á fyrsta
ás) og endurheimtu skógarreitirnir færast til hægri og nær þeim eftir því sem þeir voru
eldri. Þessar niðurstöður benda til þess að framvinda í botngróðurs í skógarreitunum
stefni með tímanum í átt að gróðurfari gömlu birkiskóganna. Óuppgræddir