Fræðaþing landbúnaðarins - Mar 2011, Page 371
VEGGSPJÖLD | 371
Þegar horft er til hæstu mælinga á FFS í tankmjólk allra kúabúa landsins árið 2010
kemur í ljós að 68,9% búanna sendu frá sér mjólk með minna en 1,1 mmól FFS/l og
fjórðungur allra kúabúa eða 24,4% skiluðu alltaf mjólk sem var með minna en 0,7
mmól FFS/l. 15,1% búanna lenti hinsvegar í því að senda frá sér mjólk á bilinu 1,1
1,8 mmól FFS/l (einu sinni eða oftar) og 16% búanna lenti í því að senda frá sér mjólk
með meira en 1,8 mmól FFS/l (einu sinni eða oftar). Þess ber að geta að um einstakar
tankmælingar er að ræða og því er alls ekki víst að einstök há mæling hefði haft áhrif
til verðfellingar á viðkomandi búi.
Þrátt fyrir að framangreindar niðurstöðurnar bendi eindregið til þess að bændur
landsins séu að ná tökum á FFS í tankmjólk að jafnaði er ljóst að nokkur stök bú hafa
greinilega átt í verulegum vandræðum með FFS á síðasta ári.
Í samráði við mjólkureftirlitsmennina á Vesturlandi og Norðurlandi auk
Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins var haft samband við nokkra kúabændur sem
höfðu verið með mikið magn FFS í tankmjólk á árinu en svo náð góðum tökum á
ástandi mjólkurinnar. Tekin voru viðtöl við bændurna um stjórnun búanna þar sem
leitast var við að finna skýringar á áðurnefndri breytingu á gæðum mjólkurinnar. Auk
þess voru fengnar viðbótarupplýsingar frá mjólkureftirlitsmönnunum um þeirra
reynslu af baráttu við FFS í mjólk á liðnu ári auk þess sem fengnar voru upplýsingar
hjá þjónustumönnum VB Landbúnaðar ehf. og Fóðurblöndunnar um þeirra reynslu af
FFS í mjólk, en bæði fyrirtækin selja og þjónusta mjaltaþjóna hér á landi.
Þegar skoðuð eru einstök hérlend dæmi um leiðir sem farnar hafa verið til þess að
lækka magn FFS í tankmjólk kemur skýrt í ljós að meginástæður FFS í mjólkinni má
rekja til annars vegar of tíðra mjalta á lágmjólka kúm og hins vegar til bilana í
mjaltakerfum, aðallega vegna of mikillar íblöndunar á lofti í mjólkina við mjaltir og á
það við bæði um mjaltaþjónakerfi sem hefðbundin mjaltakerfi. Þá er ekki unnt að
útiloka að mikið magn FFS í tankmjólk komi í einhverjum tilfellum til vegna rangrar
fjárfestingar á mjólkurtönkum viðkomandi kúabús, en stundum virðast vera notaðir
allt of stórir mjólkurtankar með afkastagetu fyrir mun meiri daglega
mjólkurframleiðslu en er á viðkomandi kúabúi. Þetta getur leitt til frystingar á mjólk
við kælingu, sem getur aftur leitt til aukins magns FFS í tankmjólkinni. Ennfremur var
dæmi um bilun í mjólkurdælu, sem hefur að líkindum leitt til pískunar mjólkurinnar
við dælingu og þar með framkallað aukið magn FFS. Þó ber að leggja á það áherslu að
hrámjólk á alla jafna að þola dælingu og frystingu án þess að verða beisk, sem bendir
til þess að huga þurfi einnig að öðrum þáttum á viðkomandi búi.
Samandregnar niðurstöður benda eindregið til þess að í öllum tilfellum á að vera
mögulegt að hafa umtalsverð áhrif á magn FFS í tankmjólk, sé það hærra en 0,7
mmól/l, með eftirfarandi hætti:
senda kýrsýni til RM. Þrátt fyrir að sýnatökubúnaður kunni að spilla kýrsýninu að
einhverju leyti (pískun mjólkur) þá er meðhöndlun búnaðarins alltaf eins, og því draga