Fræðaþing landbúnaðarins - Mar 2011, Page 372
| FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 8, 2011372
niðurstöðurnar fram mögulega einstaka kýr sem eru háar í FFS. Ef engar kýr bera af,
eru meiri líkur en minni á að bilun í mjaltatækjum eða mjólkurkæli orsaki hækkun á
FFS í tankmjólkinni.
skoða sérstaklega þær kýr sem mælast háar í FFS m.t.t. stöðu á mjaltaskeiði,
orkuástands eða nythæðar. Einnig hvort viðkomandi kýr sé einfaldlega að framleiða
mjólk sem þolir ekki meðhöndlun mjaltakerfisins m.t.t. gæða fitudropanna.
skoða vel hvort tankmeðaltal FFS þoli hátt hlutfall af mjólk úr kúm seint á
mjaltaskeiði (>300 daga frá burði).
skoða vel hvort tankmeðaltal FFS þoli hátt hlutfall af mjólk úr lágnytja kúm (< 7
kg/mál).
skoða vel hvort meðaltíðni á milli mjalta í kúahópnum sé of mikil (>3,0 mjaltir/dag)
og hvort tankmjólkurmeðaltal FFS þoli slíka tíðni.
skoða vel hvort fóðrunin sé að gefa ástæðu til hækkaðs hlutfalls stórra fitudropa í
mjólkinni og þar með að auka líkur á sundrun.
skoða vel hvort margar kýr séu fastmjólka eða hægar að mjólkast. Mjólk úr slíkum
kúm lendir í meiri hlutfallslegri meðhöndlun mjaltatækjanna sem er óheppilegt m.t.t.
FFS, sérstaklega í mjaltaþjónum sem nota meira magn af lofti við mjaltir en
hefðbundin mjaltatæki.
láta yfirfara mjaltakerfið af þar til bærum aðilum, og að lágmarki árlega.
tryggja að afkastageta mjólkurtanks og kælibúnaðar hans sé í samræmi við
framleiðslu viðkomandi bús og að búnaðurinn sé hannaður fyrir það hlutverk sem
honum er ætlað enda munur á búnaðinum eftir ætluðu framleiðslumagni og
framleiðslufyrirkomulagi.
forðast of mikla dælingu á volgri mjólk.
Höfundur vill færa mjólkureftirlitsmönnunum Kristjáni Gunnarssyni og Hans
Egilssyni sérstakar þakkir fyrir veitta aðstoð. Jóni K. Baldurssyni, samlagsstjóra MS í
Reykjavík og Guðmundi Jónssyni, starfsmanni RM fyrir aðstoð við gagnaöflun.
Þjónustumönnum Lely og DeLaval fyrir góð ráð og síðast en ekki síst þeim
kúabændum sem góðfúslega gáfu leyfi til þess að gögn þeirra búa væru skoðuð og
reynsla þeirra m.a. dregin saman í ofanritaðar leiðbeiningar.
Cavaletto M., M.G. Giuffrida og A. Conti, 2008. Milk fat globule membrane components a proteomic
approach. ., 606:12941.
Coulon, J.B., D. Dupont, S. Pochet, P.Pradel og H. Duploye, 2001.Effect of genetic potential and level
of feeding on milk protein composition. , 68: 569577.
. Stjórnartíðindi, Bdeild.