Fræðaþing landbúnaðarins - Mar 2011, Page 382
| FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 8, 2011382
Jarðvegshiti á Íslandi
Erla Sturludóttir og Þorsteinn Guðmundsson
Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri
Inngangur
Jarðvegshiti hefur mikil áhrif á gróður og jarðvegslíf en hefur ekki verið mikið
skoðaður hérlendis. Veðurstofa Íslands hefur mælt jarðvegshita á nokkrum stöðum á
landinu um árabil en ekki hefur verið unnið úr þeim gögnum í heild sinni. Nokkrar
íslenskar rannsóknir tengjast jarðvegshita. Mest hefur áherslan verið á áhrif gróðurs á
jarðvegshita, á frost-þíðuferla og ísig vatns í sambandi við gróður- og
jarðvegseyðingu (Berglind Orradóttir 2002 og Berglind Orradóttir og Ólafur Arnalds
2006). Einnig hefur verið gerð rannsókn á tengsl jarðvegshita og byrjun gróanda
(Guðni Þorvaldsson 1998), áhrif sinubrennslu á jarðvegshitann (Árni Snæbjörnsson
1992) og þykkt mosalags (Hecht o.fl 2007).
Markmiðið með þessu verkefni var að gera yfirlit um jarðvegshita á þeim stöðum sem
reglulegar mælingar eru til frá á Íslandi. Kanna árssveiflur á þessum stöðum og bera
saman mánaðar- og vikumeðalhita. Þróun jarðvegshita á Korpu var skoðuð og
athugað hvort hægt væri að greina breytingu á hitastigi jarðvegs á 20 ára tímabili.
Efni og aðferðir
Fengnar voru mælingar á lofthita og jarðvegshita frá sex sjálfvirkum veðurstöðvum á
landinu (1. tafla). Gögnin byggja á dagsmeðaltölum. Mælt var á fjórum dýptum á
öllum stöðunum, á 10, 20, 50 og 100 cm dýpi með platínumælum (pt-100) en
sumstaðar voru termistorar notaðir við mælingu á jarðvegshita (Hreinn Hjartarson,
tölvupóstur, 5. maí 2008).
Til að athuga hitabreytingar yfir 20 ára tímabil voru mælingar frá tilraunastöð LbhÍ á
Korpu notuð. Lesið var af kvikasilfursmæli kl 9 að morgni. Mælt var á 5, 10, 20 og 50
cm dýpi og ná mælingarnar frá 1987-2006. Fyrir sama tímabil voru mánaðar- og
ársmeðaltöl frá Veðurstofu Íslands fyrir lofthita frá veðurstöð í Reykjavík notuð.
Leitni í jarðvegs- og lofthita var fundin með Mann-Kendall-sen próf í Excel. Það
finnur út hitabreytingu milli ára (sen-slope) og hvort hún sé marktæk (p-value). Mann-
Kendall-sen prófið var þróað til að gera greiningar á tímaröðum (Sen, 1968).
1. tafla. Veðurathuganastaðir. (Verðurstofa Íslands, á.á.)
Staður Staðsetning, landgerð eða
nýting
Hæð
m.y.s
Tímabil
Korpa
64°09.032, 21°45.064
Tilraunaland 35 nóv. ´98 til ´05
Hvanneyri
64°34', 21°46'
Mýrartúm nálægt byggð 12 sept. ´98 til maí ´05
vantar 14.06.02 til 30.05.03
Sámsstaðir
63°44.122', 20°06.544'
Fyrrum tilraunabú, þurrt
gamalt tún
90 júni ´00 til mars ´08
Hallormsstaður
65°05.65', 14°44.68'
Staður umlukinn
skóglendi
60 okt. ´96 til nóv. ´98
vantar 27.11.03 til 03.03.04
Möðruvellir
65°46.239', 18°15.080'
Tilraunabú, gamalt
mólendi , tún
15 okt. ´96 til mars ´08
skekkja haust ´05 í 100 cm dýpt
Hveravellir
64°52.005', 19°33.733'
Veðurathuganastöð á mel 641 jan. ´02 til mars ´08