Fræðaþing landbúnaðarins - Mar 2011, Page 384
| FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 8, 2011384
Lengd þess tíma sem jarðvegur er yfir 6°C er 22 vikur á Sámsstöðum, 21 vika á
Korpu, 18 vikur á Hvanneyri og 17 vikur á Möðruvöllum og Hallormsstað. Á
Hveravöllum er jarðvegshiti einungis í 12 vikur yfir 6°C.
Árssveiflur
Jarðvegshiti breytist með dýpt. Yfir vetrartímann er hann hlýrri neðar en ofar en þessu
er öfugt farið yfir sumartímann (2.
mynd). Árstíðabundnar hitasveiflur í
jarðvegi minnka eftir því sem dýpra er
farið ofan í jarðveginn. Árssveiflan er
meiri á Möðruvöllum en á Sámsstöðum.
Á Akureyri er meðalhiti hlýjasta mánaðar
13,9°C í 10cm dýpt en 12,9°C á
Sámsstöðum. Árssveifla jarðvegshita
verður minni eftir því sem neðar dregur
og toppur sveiflunnar er seinna á ferðinni
neðar en ofar. Á 100 cm dýpi er
árssveiflan um 7°C en á 10 cm dýpi er
hún um 12°C á Sámsstöðum.
Af stöðum í byggð er mestur munur á
lengd þess tíma sem hiti í 10 cm dýpt fer
yfir 4°C á Sámsstöðum og á
Möðruvöllum. Hins vegar er hámarkshiti
hærri fyrir norðan sem ætti að skila sér í
hraðari umsetningu í jarðvegi og vexti
plantna.
Breytingar í jarðvegshita á tímabilinu
Fyrir tímabilið 1987 til 2006, samtals 20
ár, var athugað hvort hægt væri að sjá
breytingu á hitastigi í jarðvegi. Í ljós kom
að hitastig í jarðvegi hafði hækkað, mest á vorin en minnst að vetri til. Hækkun
hitastigs er mest í maí á öllum dýptum nema í 5 cm. En það er ekki í samræmi við
lofthita þar sem leitnin er -0,01°C en hún er þó ekki marktæk. Jarðvegshiti í maí á 5
cm dýpi hækkaði um 0,09°C á milli ára (p=0,034), það gerir 1,8°C yfir 20 ára tímabil.
Á 20 cm dýpi hækkaði meðalhiti maímánaðar um 0,16°C á milli ára (p=0,027),
samtals um 3,2°C yfir tímabilið.
Meðalhiti í september hækkaði um 0,14°C á milli ára (p=0,001) á 5 cm dýpi, alls gerir
það 2,8°C yfir tímabilið. Á 20 cm dýpi var hækkunin aðeins minni eða 0,11°C á milli
ára (p=0,005), samtals 2,2°C. Þessi hækkun er í samræmi við hækkun lofthita en
meðallofthiti í september hækkaði um 0,13°C á milli ára (p=0,006), samtals um
2,6°C.
3. tafla. Fjöldi vikna sem vikumeðaltal er yfir 0, 2, 4, og 6°C á 10 cm dýpi
Staður Hiti yfir 0°C Hiti yfir 2°C Hiti yfir 4°C Hiti yfir 6°C
Korpa 52 32 24 21
Hvanneyri 45 27 23 18
Möðruvellir 33 26 22 18
Hallormsstaður 41 25 23 18
Sámsstaðir 52 31 26 22
Hveravellir 26 22 16 12
2. mynd. Árssveifla jarðvegshita a) á
Sámsstöðum og b) á Möðruvöllum. Byggt á
mánaðarmeðaltölum.