Fræðaþing landbúnaðarins - Mar 2011, Page 385
VEGGSPJÖLD | 385
Yfir sumartímann
hækkar hitastig
jarðvegs á 5 og 20
cm dýpi um 0,08
og 0,09°C á milli
ára, samtals um
1,6 og 1,8°C. Það
er aðeins meiri
hækkun en í
lofthita sem
hækkar að
meðaltali um 0,06°C á milli ára, samtals um 1,2°C. Mest er hækkunin á vorin á 20 cm
dýpi en hún nemur 0,14°C á ári (p=0,02), samtals 2,8°C fyrir tímabilið. Ekki var
marktæk hækkun á hitastigi jarðvegs yfir vetrartímann (4. tafla).
Mesta hækkun jarðvegshita var í 20 cm dýpt í maí, 3,2°C yfir 20 ára tímabil.
Meðaljarðvegshiti í maí hefur sveiflast mikið undanfarin 20 ár en lægstur var hann
1,7°C árið 1988 en hæstur 8,0°C árið 1996. Athyglisvert er að lítill munur var á
lofthita þessi ár. Árið 1988 var lofthiti í maí 7,5°C og 1996 var hann 7,2°C. Hins
vegar voru vetrarmánuðirnir kaldari 1988 en 1996 og útskýrir það þennan mismun á
jarðvegshita. Ætla má að hlýrri vetur sé aðalástæðan fyrir þessari miklu hlýnun
jarðvegs á 20 cm dýpi.
Veruleg hækkun jarðvegshita að vori auk nokkurrar hækkunar að sumri og hausti
lengir vaxtartímann auk þess sem skilyrði verða betri yfir sumartímann. Ennfremur
ætti þessi hlýnun jarðvegs að hafa skapað betri aðstæður fyrir jarðvegslíf og hraðari
umsetningu í jarðvegi.
Þakkarorð
Veðurstofu Íslands er þakkað fyrir aðgang að gögnum og Trausta Jónssyni og Hreini Hjartarsyni fyrir
upplýsingar og ráðgjöf. Jónatan Hermannsson er þakkað fyrir mælingar á jarðvegshita á Korpu og að
veita aðgang að þeim mælingum.
Heimildir
Árni Snæbjörnsson (1992). Áhrif sinubruna á gróður og jarðvegshita: Tilraun á Hvanneyri árin 1965-
1969. Ráðunautafundur, 147-152. Búnaðarfélag Íslands og Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Berglind Orradóttir (2002). The influence of vegetation on frost dynamics, infiltration rate and surface
stability in Iceland andosolic rangelands. Texas A&M University.
Berglind Orradóttir & Ólafur Arnalds (2006). Áhrif gróðurs á yfirborðsstöðugleika. Fræðaþing
landbúnaðarins 2006: 264-267. Reykjavík: Bændasamtök Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands,
Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins.
Brauner, J.S. (1997). Nonparametric Estimation of Slope: Sen's Method in Environmental Pollution.
Skoðað 11. maí 2008 á http://www.cee.vt.edu/ewr/environmental/teach/smprimer/sen/sen.html
Guðni Þorvaldsson, 1996. Áhrif veðurþátta á byrjun gróanda og grænku túna og úthaga. Búvísindi 10:
165–176.
Hecht B.P., Vogt, K.A., Þröstur Eysteinsson & Vogt D.J. (2007). Changes in air and soil temperature in
three Icelandic birch forests with different land-use histories. Icel. Agric. Sci. 20, 2007: 49-60.
Sen, P.K. (1968). Estimates of the regression coefficient based on Kendall’s tau. Journal af the
American statistical association 63 (324), 1379-1389.
4. tafla. Þróun hitastigs eftir árstíðum, vetur (des-feb), vor (mars-
maí), sumar (júní-ágúst) og haust (sept-nóv), á 5 og 20 cm dýpi og
þróun lofthita frá 1987-2006. Niðurstöður úr Mann-Kendall-sen
prófi.
Árstíð Lofthiti 5 cm 20 cm
Sen-slope p-value Sen-slope p-value Sen-slope p-value
Vetur 0,09 0,035 0,02 0,211 0,02 0,139
Vor 0,09 0,006 0,08 0,050 0,14 0,020
Sumar 0,06 0,010 0,08 0,005 0,09 0,043
Haust 0,04 0,102 0,07 0,014 0,06 0,027