Fræðaþing landbúnaðarins - Mar 2011, Page 396
| FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 8, 2011396
Mælingar á virkni vistkerfa í Surtsey og nálægum eyjum
Vestmannaeyja
Bjarni Diðrik Sigurðsson
Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri, 311 Borgarnesi; bjarni@lbhi.is
Útdráttur
Gerðar voru mælingar á ýmsum umhverfisþáttum og virkni vistkerfisins í Surtsey,
Elliðaey og Álsey dagana 10-15 júlí 2010. Niðurstöðurnar sýndu að vistkerfisöndun,
upptaka og vistkerfisjöfnuður, var ekki marktækt frábrugðinn innan máfavarps Surtseyjar
og Elliðaeyjar og var jafnvel marktækt meiri vistkerfisöndun í Surtsey en Álsey. Þetta
kom á óvart, þar sem aðeins var um að ræða um 25 ára gömul gróðurlendi í Surtsey. Þau
svæði sem voru utan máfavarpsins í Surtsey og vaxin voru fjöruarfa og melgresi sýndu
hinsvegar marktækt minni virkni en mældist innan máfavarpsins eða á Elliðaey og Álsey.
Jafnframt kom fram að vatnsinnihald í efstu 5 cm jarðvegs var marktækt lægra í Surtsey
en á hinum eyjunum, sem stafar væntanlega af minni vatnsheldni jarðvegsins þar.
Inngangur
Surtsey býður upp á einstakar aðstæður til að rannsaka hvernig tegundir nema land á eld-
fjallaeyjum og hvernig starfhæf vistkerfi myndast. Eftir að máfar hófu varp í Surtsey upp
úr 1985 hefur tegundafjöldi háplantna og gróðurþekja aukist mikið á hluta eyjunnar
(Borgthor Magnusson o.fl. 2009) og virkni vistkerfisins jafnframt (Bjarni D. Sigurdsson
& Borgthor Magnusson 2010). Þær rannsóknir benda til að það sé aðallega köfnunarefni
(N) sem takmarki virkni vistkerfisins í Surtsey, auk takmarkana vegna lágrar vatnsheldni
í jarðvegi (Bjarni D. Sigurdsson 2009). Marmiðið með þessari rannsókn var að bera
saman virkni vistkerfisins í Surtsey við eldri úteyjar Vestmannaeyja.
Aðferðir
Dagana 10., 11. og 14-15 júlí 2010 voru gerðar rannsóknir á virkni vistkerfisins í Álsey,
Elliðaey og Surtsey með því að gera mælingar flæði CO2 með EMG-4 innrauðum
gasgreini (PP-Systems, UK; 1. mynd). Að auki voru gerðar mælingar á inngeislun (PAR),
jarðvegshita og vatnsinnihaldi jarðvegs á hverjum stað sem CO2-flæðin voru mæld.
1. mynd. Snið 1 í Álsey, Snið 2 í Elliðaey, Reitur 6 í Surtsey1 og Reitur 14 í Surtsey2.
Í Álsey og Elliðaey voru lögð út 15 m löng snið, ýmist innan eða utan lundabyggða sem
þekja stóran hluta gróins lands þeirra. Mælingar voru síðan alltaf gerðar á 1, 4, 8 og 11 m
frá upphafspunkti sniðs (N=4). Sami háttur var hafður við mælingar í Surtsey, nema að
þar voru mælingar gerðar á jafn löngum sniðum í föstum mælireitum innan og utan
mávavarps í Surtsey (Borgthor Magnusson o.fl., 2009). Fyrst var vistkerfisjöfnuður (e.
Net Ecosystem Exchange) mældur á hverjum mælistað. Strax í kjölfarið var