Fræðaþing landbúnaðarins - mar. 2011, Síða 399
VEGGSPJÖLD | 399
með þessari rannsókn var að bera hana saman við virknina í gamalgrónum fuglabyggðum
annarra úteyja Vestmannaeyja.
2. tafla. Tölfræðilegar niðurstöður á samanburði á meðal vistkerfisupptöku (GPP),
vistkerfisöndun (RE) og vistkerfisjöfnuði (NEE) í Álsey, Elliðaey og innan og utan
máfavarps í Surtsey. Meðaltölin eru sýnd á 1. mynd.
GPP RE NEE
Einþátta fervikagreining <0,001 <0,001 0,02
LSD próf
Elliðaey vs. Álsey 0,14 0,003 0,64
Elliðaey vs. Surtsey1 0,13 0,002 0,65
Elliðaey vs. Surtsey2 0,002 <0,001 0,02
Álsey vs. Surtsey1 0,97 0,97 0,97
Álsey vs. Surtsey2 <0,001 <0,001 0,006
Surtsey1 vs. Surtsey2 <0,001 <0,001 0,005
Lokaorð
Það kom mikið á óvart að virkni vistkerfisins þar sem þétt máfavarp hófst í Surtsey upp
úr 1986 var ekki marktækt frábrugðin því sem gerist á algrónum svæðum á gömlum
úteyjum Vestmannaeyja, Elliðaey og Álsey. Vistkerfisöndun var þar jafnvel marktækt
hærri en mældist á Álsey. Utan máfavarpið á Surtsey er hinsvegar virknin hámarktækt
lægri og er augljóst hvað sjófuglarnir hafa verið mikilvægir í þróun vistkerfisins. Lítil
vatnsheldni og þar að leiðandi lágt vatnsinnihald er síðan annar umhverfisþáttur sem
virðist hugsanlega geta takmarkað niðurbrot og þar með umsetningu lífræns efnis og
næringarefnahringrás á lítt grónu svæðunum í Surtsey.
Þakkir
Höfundur þakkar Surtseyjarfélaginu, Surtseyjarstofu og starfsmönnum Náttúrustofu
Suðurlands fyrir að skipuleggja ferðirnar út í Álsey og Elliðaey og Marínó pípara og
öðrum heimamönnum fyrir ógleymanlega gestrisni. Einnig ber að þakka ferðafélögum í
líffræðileiðangri ársins 2010 til Surtseyjar fyrir skemmtilega samvinnu.
Heimildir
Borgþór Magnússon, 1992. Soil respiration on the volcanic island Surtsey, Iceland in 1987 in relation to
vegetation. Surtsey Research Progress Report, X, 9-16.
Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon & Sturla Fridriksson, 2009. Development in plant
colonization and succession on Surtsey during 1999-2008. Surtsey Research, 12, 57-76.
Bjarni D. Sigurdsson, 2009. Ecosystem carbon fluxes of Leymus arenarius and Honckenya pebloides on
Surtsey in relation to water availability: a pilot study. Surtsey Research, 12, 77-80.
Bjarni D. Sigurdsson & Borgthor Magnusson, 2010. Ecosystem respiration, vegetation development and
soil nitrogen in relation to breeding density of seagulls on a pristine volcanic island, Surtsey, Iceland.
Biogeosciences, 7, 883-891.