Fræðaþing landbúnaðarins - Mar 2011, Page 433
VEGGSPJÖLD | 433
Verkefni um móajarðveg 2002 – 2005. I: Vettvangur rannsóknanna
Hólmgeir Björnsson
1. Inngangur
Verkefni um rannsóknir á byggingu og eðliseiginleikum móajarðvegs1 og áhrif
jarðvinnslu fékk styrk frá Tæknisjóði Rannís og Framleiðnisjóði landbúnaðarins
2002−4 og Framleiðnisjóður veitti styrk til framhalds rannsókna 2005. Markmið verk
efnisins var þríþætt:
a. Að auka færni og byggja upp aðstöðu til rannsókna á jarðvegsbygginu og
eðliseiginleikum jarðvegs og styrkja þar með grundvöll ýmissa annarra rannsókna þar
sem jarðvinnsla kemur við sögu.
b. Að mæla áhrif mismunandi jarðvinnsluaðferða á byggingu móajarðvegs og hvaða
áhrif hún getur haft á uppskeru fóðurjurta.
c. Að mæla áhrif eðliseiginleika jarðvegs og jarðvinnslu á jarðvegslíf og umsetningu
lífrænna efna í jarðvegi.
Ýmsar niðurstöður hafa verið birtar, sjá lista aftast, og annað er í lokaskýrslu verk
efnisins. Áður hefur komið fram hverjir hafa unnið að verkefninu2. Unnið er að riti
um verkefnið. Í því er bæði ítarlegri umfjöllun um sumt af því sem þegar hefur birst
og áður óbirtar niðurstöður. Þó er fyrirsjáanlegt að ekki verður unnið úr öllum niður
stöðum og óvíst hvenær henni lýkur. Nú birtist aðalefnið úr þremur köflum
skýrslunnar. Fyrst er lýsing á vettvangi rannsóknanna, í næstu grein er fjallað um
efnamælingar á jarðvegi, og í þeirri þriðju um mælingar á losun koltvísýrings.
Vettvangur rannsóknanna
Valdir voru þrír staðir til sýnitöku þar sem hægt er að finna með skömmu bili sléttur
með mismunandi ræktunarsögu, þ.e. tún, akurland sem hafði verið plægt í skamma
hríð, og akurland sem hafði verið plægt samfellt í mörg ár. Staðirnir eru tilraunastöð
Rala á Korpu, kornræktarlandið norðan Vindheima í Skagafirði og kornræktarlandið í
Miðgerði í Eyjafirði. Tún til samanburðar við kornræktarlandið í Miðgerði er í landi
YstaGerðis og liggur að 6 ára akri sem sýni var tekið úr. Í Skagafirði er tún og 2 ára
akur úr landi Vindheima, en 6 ára akur er handan merkjagirðingar í landi Syðra
Vallholts. Á hverri sléttu voru tekin sýni af þremur reitum, um 10x10 m. Á 1.−3.
mynd er sýnd afstaða þessara reita og annarra reita þar sem rannsóknir voru gerðar. Í
Miðgerði og Vindheimum voru sléttur valdar þannig að tún væri skammt frá akri og
var það nokkuð frá þeim stöðum þar sem kornræktartilraunir hafa verið. Í Vind
heimum var auk þess gert ráð fyrir að jarðvegurinn væri ekki eins sendinn og
tilraunalandið og bæri meiri einkenni þess áfoks sem safnast hefur ofan á vatnasetið.
Einnig voru tekin sýni úr óplægðum reitum í jarðvinnslutilraun á Korpu vorið 2002.
Í Miðgerði eru akrar á landi þar sem áður var tún en í Vindheimum er nýræktun. Á
Korpu voru allar slétturnar komnar í ræktun 1978 og hafa e.t.v. verið það við upphaf
tilraunastöðvarinnar um 1960. Á túnsléttuna var seinast borið 1998. Hluti hennar (2
ára akur) var plægður haustið 2000, sáð og borið á 2001, og þá var einnig kalkað með
um 3 t/ha af skeljakalki. Akurinn var því í rauninni aðeins eins árs. Eftir plæginguna
2000 var umferð á túninu meðfram sléttunni. Sýni voru tekin á aðeins stærra svæði en
10×10 m og reynt að taka ekki úr hjólförum. Haustið 1995 var 7 ára akur plægður og
1 Hér er fylgt gamalli hefð og talað um móajarðveg, en hann svarar oftast til þess sem er skilgreint sem
brúnjörð eða Haplic/Mollic Andosol (Ólafur Arnalds, Fræðaþing landbúnaðarins 2004, 94 − 102).
2 Hólmgeir Björnsson, Fræðaþing landbúnaðarins 2005, 134 – 143.