Fræðaþing landbúnaðarins - Mar 2011, Page 434
| FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 8, 2011434
kalkaður um vorið og hafði því verið akur í 6 ár. Fram að því hafði hann verið nokkuð
samfellt í notkun og borið á árlega eða því sem næst. Landið, sem jarðvinnslutilraunin
er á, hefur e.t.v. verið brotið seinna en hinar slétturnar og það hefur lítið verið notað til
tilrauna. Það var vaxið lúpínu 1980−1993 og ekki borið á. Vorið 1994 var það plægt,
kalkað og unnið og sáð í tilraun með bygg, gras og rauðsmára. Árið 1995 var upp
skera vallarfoxgrass og rauðsmára mæld og loks var plægt og áburðar eða forrækt
unaráhrif rauðsmára á bygg mæld árið 2006. Ekki var borið á 1997−2001. Landið
gréri upp, var slegið þrisvar hvert sumar og heyið látið fúna niður í svörðinn.
Jarðvegssýni voru tekin 7.8. maí 2002 á Norðurlandi, á Korpu 15. maí, 21. maí í jarð
vinnslutilraun. Sýni til efnagreiningar á jarðvegi voru tekin úr 010 og 1020 cm á
plægðu landi en 05, 510 og 1020 cm dýpt í túni, 1215 kjarnar í sýni. Sýni til
mælingar á lífmassa og losunar á C og N voru tekin með bor í 020 cm dýpt, 610
kjarnar í hverju. Úr tilrauninni var þó tekið úr þremur dýptum, 30 kjarnar. Óröskuð
sýni til mælingar á vatnsheldni og rúmþyngd, sýni til mælingar á vatnsheldni í
þrýstipotti, og sýni til mælingar á samkornum voru tekin í Miðgerði 20. júní, 21. júní í
Vindheimum og 10. júlí á Korpu.
1. mynd. Sýnitökureitir í Miðgerði,
Eyjafirði.
Sýni voru tekin 2002 í 6 ára akri og að
liggjandi túni og í 13 ára akri
(blátt/dökkt).
Árið 2004 voru tekin sýni úr reitum þar
sem var forræktun fyrir bygg 2003. Á
auðkenndu svæði eru skil og var forrækt
unin austan við þau.
Grunnur kortsins er frá Búnaðarsambandi
Eyjafjarðar.
Í Miðgerði var búið að renna einu sinni yfir plógstrengi í 6 ára akri 7. maí og var jarð
vegur mjög laus í efra laginu. Frost var enn sums staðar í jörðu. Búið var að herfa 13
ára akur a.m.k. einu sinni. Þann 20. júní hafði verið sáð byggi með grasfræi í 6 ára
akur en ekki var komið upp. Í 13 ára akur var ekki sáð. Í Vindheimum var 2 ára akur
mjög blautur 8. maí. Reynt var að velja staði í þurrara lagi, þá sem stóðu upp úr.
Túnið var talið vera um 10 ára gamalt. 6 ára akur var ekki plægður eða unninn um
vorið. Vindheimamegin (2 ára akur og tún) náðu sumir borkjarnar niður fyrir plógdýpt
og mátti sjá sand neðst í 1020 cm kjörnum. Á Korpu var búið að renna einu sinni
með herfi yfir plógstrengina í 2 ára akri og var jarðvegur því frekar laus. Töluvert var
um torf í reitum. Ekki var búið að plægja 7 ára akur þegar sýni voru tekin 15. maí.