Fræðaþing landbúnaðarins - Mar 2011, Page 437
VEGGSPJÖLD | 437
Hólmgeir Björnsson
Jarðvegssýni til efnagreiningar voru tekin í maí 2002 í kornræktarlandi í Miðgerði í
Eyjafirði og Vindheimum í Skagafirði og á tilraunastöðinni á Korpu. Á hverjum stað
voru þrjár sléttur með mismunandi ræktunarsögu, þ.e. nýlegur byggakur (6, 2 og 2 ár),
eldri byggakur (13, 6 og 7 ár) og tún. Á Korpu auk þess sýni úr túnreitum í jarð
vinnslutilraun. Sýni voru tekin úr tveimur dýptum, nema þremur í túni, og úr þremur
reitum, nema fjórum í tilrauninni (sjá Verkefni um móajarðveg 2002 – 2005. I: Vett
vangur rannsóknanna). Áður hafa birst meðaltöl.
Jarðvegur var þurrkaður, mulinn og sigtaður í gegnum 2 mm sigti. Í ALskoli var
mælt P, Ca, Mg, K og Na. Fosfór er reiknaður sem mg á 100 g af loftþurrum jarðvegi
og katjónir sem mj. (millijafnvægi) á 100 g. Skolið fer nærri því að mæla skiptanlegar
jónir. Summa þeirra er hér notuð sem mælikvarði á jónrýmd (ALbasar). pH var mælt
í vatni. Kolefni var mælt í kolefnisgreiningartæki (Leco CR12) og nitur alls með
Kjeldahlaðferð.
Að jafnaði var lítill munur á efnum eftir dýpt, nema efstu sýnin úr túni (0−5 cm) eru
ólík sýnum úr meiri dýpt. Stundum munar einnig á 5−10 og 10−20 cm í túni, og á K
og Na getur verið munur eftir dýpt í akri. Í 1. töflu er þó aðeins sýnt einfalt meðaltal
þessara dýpta. Staðalfrávik er reiknað annars vegar milli sýna í sama sýnitökureit og
hins vegar milli reita. Þekking á staðalfráviki er nauðsynleg þegar rannsóknir eru
skipulagðar þótt það sé breytilegt eftir aðstæðum og því hvernig sýni eru tekin.
Staðalfrávik milli reita í 0−5 cm í túni hefur 9 frítölur ef engum stað er sleppt. Ekki
var að jafnaði tekið tillit til þess þótt einhver munur kunni að vera á 5−10 og 10−20
cm í túni. Mismunur dýpta var þó einangraður þegar staðalfrávik K og Na er reiknað.
Staðalfrávik milli reita í töflunni á við þegar eitt sýni er tekið úr reit. Mismunur sýna
úr sama reit (s innan reita) er oftast tiltölulega lítill svo að staðalfrávik milli reita
lækkar lítið þótt fleiri sýni séu tekin úr hverjum reit. Helsta undantekningin er C/N þar
sem staðalfrávikið er það sama innan og milli. Hjá mörgum efnanna er staðalfrávikið
nálægt því að vera í réttu hlutfalli við meðaltalið. Þá var gert ráð fyrir að skekkjan
fylgi s.k. gammadreifingu og staðalfrávikið gefið sem prósent af meðaltali. Í neðan
málsgreinum eru skýrð ýmis frávik í útreikningum. Algengast er að felldar séu niður
sléttur þar sem breytileikinn er meiri. Ekki er þó allra frávika getið, t.d. ef afbrigði
legum gildum er sleppt. Í heildarskýrslu um verkefnið er áætlað að birtist ítarlegri
skýringar.
Athygli vekur hátt pH og mikið kalsíum í Miðgerði. Hæst er pH undir yfirborðslaginu
í túninu, og það er einnig hátt í aðliggjandi 6 ára sléttu. Í þessum sýnum er C <10% en
>11% í öðrum sýnum frá Miðgerði og þar er pH lægra (1. mynd). pH fylgir nokkuð
náið Ca í jarðvegi nema í Vindheimum þar sem Ca er mjög lítið breytilegt. Samband
pH við log(Ca) er ennþá sterkara og nær því að vera línulegt.