Víkurfréttir - 20.01.2021, Blaðsíða 2
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
– Tólf milljarða framkvæmd. Ekkert borað heldur betri nýting á jarðhitavökvanum.
Stækkun Reykjanesvirkjunar
kostar um tólf milljarða króna og
er áætlað að verkið taki um tvö ár.
Gert er ráð fyrir því að á byggingar-
tímanum verði til um 200 störf.
Stækkun virkjunarinnar nemur
30 MW og skrifuðu forrráðamenn
þriggja verktaka og HS Orku undir
samninga þess efnis í húsnæði
Reykjanesvirkjunar á föstudag.
Framkvæmdin við þess 30 mega-
vatta stækkun er einstök að því
leytinu til að hún nýtir jarðhita-
vökva sem nú þegar er nýttur fyrir
núverandi virkjun og því er ekki þörf
á því að bæta við borholum og um-
hverfisrask verður í lágmarki.
Í kringum virkjanir HS Orku
hefur byggst upp fjölbreytt starf-
semi í Auðlindagarðinum og er gert
ráð fyrir því að stór hluti þeirrar
raforku sem framleidd verður í
nýjum hluta virkjunarinnar verði
nýttur í nágrenni hennar af nýjum
fyrirtækjum í Auðlindagarðinum.
Fyrirtæki í Auðlindagarðinum nýta
afgangsstrauma frá tveimur orku-
verum HS Orku, í Svartsengi og á
Reykjanesi til fjölbreyttrar starfsemi
og skapa rúmlega 1.200 störf. Meðal
fyrirtækja í Auðlindagarðinum, sem
er einstakur í sinni röð, er Bláa lónið
og líftæknifyrirtækið ORF Líftækni.
Úti á Reykjanesi eru nokkur fyrir-
tæki í fjölbreyttri starfsemi í sjávar-
útvegi, m.a. fiskeldisfyrirtækið Stolt
Seafarm sem elur flatfisk til útflutn-
ings.
Fulltrúar HS Orku og verktaka skrifuðu undir
samninga í Reykjanesvirkjun.
Jarðvegsframkvæmdir eru þegar hafnar
við stækkun Reykjanesvirkjunar.
Stækkun reykjanesvirkjunar
skapar 200 störf
Hringtorgið verði nefnt Aðaltorg
Forsvarsmenn Aðaltorgs í Reykjanesbæ hafa farið þess á leit við Vega-
gerðina að hringtorgið sem sameinar Aðalgötu í Reykjanesbæ, Reykjanes-
braut og framtíðaruppbyggingarsvæði Isavia, innan flugvallarsvæðisins og
á mörkum sveitarfélagamarka Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar, verði
formlega nefnt Aðaltorg.
Ástæða þess að óskað er eftir því
við Vegagerðina að nefna hring-
torgið Aðaltorg er að með því móti
verði nafn torgsins fest í sessi sem
auðveldi aðgengi og upplýsingaflæði
fyrir þá þjónustu sem byggð verður
upp á Aðaltorgi til hagræðingar fyrir
neytendur þeirrar þjónustu. Nafn-
giftin væri í samræmi við tengi-
brautina við Reykjanesbæ sem
nefnist Aðalgata.
Talsverð uppbygging hefur verið
á lóðinni Aðalgötu 60–62 en lóðin
liggur að hringtorginu á mótum
Aðalgötu og Reykjanesbrautar.
Þar opnaði sjálfsafgreiðslustöð ÓB
árið 2017 og nýverið opnaði þar
Courtyard by Marriott hótel. Næstu
áfangar uppbyggingar gera ráð fyrir
fjölbreyttri verslun og þjónustu.
Umhverfis- og skipulagsráð
Reykjanesbæjar, sem fékk erindið
inn á sitt borð 18. desember síðast-
liðinn, tekur vel í erindið og sam-
þykkir nafnið Aðaltorg fyrir sitt leyti.
Hringtorgið á mótum
Reykjanesbrautar og Aðalgötu.
Formlega hefur verið óskað
eftir því að torgið verði nefnt
Aðaltorg. VF-mynd: Hilmar Bragi
Taka undir fjárhagsáhyggjur
íþróttahreyfingarinnar
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar tekur
undir fjárhagsáhyggjur forsvarsaðila íþróttahreyf-
ingarinnar í Reykjanesbæ sem hafa orðið fyrir mjög
miklu tekjufalli sökum Covid-19. Mikilvægt er að
íþróttahreyfingin geti haldið áfram öflugum rekstri
og sinnt iðkendum á eðlilegan máta.
Íþrótta- og tómstundaráð leggur mikla áherslu á
að þekking og reynsla þjálfara og starfsfólks innan
hreyfingarinnar verði varin og störf þeirra tapist ekki.
Ráðið leggur áherslu á að félögin sæki um þá styrki
sem nú eru í boði af hálfu stjórnvalda og heitir sam-
vinnu og stuðningi bæjarfélagsins eftir fremsta megni.
Einar Haraldsson, formaður og framkvæmda-
stjóri Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, Garðar
Newman, gjaldkeri aðalstjórnar Keflavíkur, íþrótta-
og ungmennafélags, Guðbergur Reynisson, formaður
ÍRB, Ólafur Eyjólfsson, formaður UMFN og Jenný
Lárusdóttir, framkvæmdastjóri UMFN, funduðu með
íþrótta- og tómstundaráði á dögunum fóru yfir erfiða
fjárhagsstöðu íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ.
2 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár