Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.01.2021, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 20.01.2021, Blaðsíða 4
Orkustöðin er ný heilsuræktarstöð sem opnaði nýlega við Bakkastíg 20 í Njarðvík. Í gamla daga fór mikil orka í að vinna fisk í húsnæðinu en það hefur nú verið hannað frá grunni sem heilsuræktarstöð. „Við blöndum saman jóga, styrktar- og þolþjálfun. Æfingaaðstaðan er eins og best verður á kosið og útsýnið engu líkt þegar horft er út á hafið,“ segja eigend- urnir, þær Sigurbjörg Gunnarsdóttir og systurnar Elín Rós og Ljósbrá Mist, sem Víkur- fréttir hittu í vikunni. Elín Rós er jógakennari, Ljósbrá Mist einkaþjálfari og Sigurbjörg er sál- fræðimenntaður íþróttafræðingur en hún, ásamt Björgvini manni sínum, hefur rekið fyrirtækið Hreyfisport í Reykjanesbæ. Þau reka einnig tækja- salinn í Orkustöðinni en í honum eru splunkuný tæki af bestu gerð og öll aðstaða til fyrirmyndar. Systurnar bjóða upp á tímatöflu með fjölbreyttum jógatímum og styrktartímum sem heita CHALK. Eins eru þær með fjölbreytt nám- skeið af ýmsu tagi. Þá bjóða þær upp á unglingaþjálfun fyrir krakka í 8. til 10. bekk sem byggir á Chalk, jóga og barnajóga fyrir börn fimm til ellefu ára. Chalk er æfingakerfi sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim og í tímum er notast við ketilbjöllur, handlóð, teygjur og fleira. Í jógasalnum eru hitapanelar sem gefa frá sér infrarauða geisla. Þá verður einnig boðið upp á ýmsa viðburði á og á næstunni verður m.a. kvennakakó með Heiðrúnu Maríu og karlakakó með handboltakempunni Ólafi Stefánssyni. Tímapantanir eru í gegnum smá- forritið Glofox og enn eru einhverjar Covid-19-takmarkanir en þær fréttir komu þó í upphafi vikunnar að hægt er að hafa tækjasalinn opinn eftir ákveðnum reglum. Í hópatímum mega vera tuttugu manns með þjálfara. Í hjarta Reykjanesbæjar Þær stöllur segja að það hafi verið sérstakt að stofna fyrirtæki í upp- hafi heimsfaraldurs. Þær Elín Rós og Sigurbjörg eru gamlar vinkonur og leiðir þeirra lágu saman í þetta ævintýri sem nú er orðið að veru- leika en þær segja að þær hafi rætt þetta fyrst fyrir tveimur árum síðan. JeEs arkitektastofa í Keflavík hannaði Orkustöðina og þá komu verktakar á Suðurnesjum að bygg- ingu hennar. „Jákvæð upplifun og vellíðan skiptir okkur öllu máli. Í hönnuninni var lögð áhersla á hlý- leika og tengingu við náttúruna. Staðsetning stöðvarinnar var sér- staklega valin vegna ýmissa þátta. Orkustöðin er staðsett í hjarta Reykjanesbæjar, Bakkastíg 20, alveg við sjóinn. Það er því auðvelt að nýta sér grænar samgöngur eins og strætó, hjólreiðar og göngur. Eins erum við oftar en ekki aftengd nátt- úrunni í okkar daglega lífi og því er eitt af markmiðum Orkustöðvar- innar að styðja við tengsl okkar við náttúruna með því að vera við hafið.“ Bætt heilsumenning Það var mikil vinna sem fór í breyt- ingar á húsnæðinu, m.a. var stór veggur á milli tveggja bila rifinn niður, byggð ný hæð og nýtt þak. „Við vildum geta notað aðila á svæðinu eins mikið og hægt var í öllu sem við vorum að gera og það gekk vel. Við byrjuðum að vinna í húsnæðinu í júlí og húsnæðið var svo tilbúið í lok árs. Það gekk mikið á og við, vinir okkar og fjölskyldu- meðlimir komu að því verki sem við erum þakklátar fyrir. Við erum mjög ánægðar með árangurinn og viljum stuðla að bættri heilsumenningu,“ segja þær stöllur og eitt af því sem þær vildu var að finna gott nafn á starfsemina. „Nafnið Orkustöðin hefur sterka þýðingu og tengir saman alla þá þætti sem við leggjum áherslu á þ.e. jóga, styrk, þol, líðan og tengsl okkar við náttúruna og orkuna sem við fáum frá henni,“ sögðu þær Elín Rós, Ljósbrá Mist og Sigurbjörg að lokum. Orkustöðin er ný heilsuræktarstöð í Reykjanesbæ – hlúð að heilsunni í glæsilegri stöð með útsýni út á sjó. Vilja stuðla að betri heilsumenningu. „Orkustöðin er staðsett í hjarta Reykjanesbæjar, Bakkastíg 20, alveg við sjóinn. Það er því auðvelt að nýta sér grænar samgöngur eins og strætó, hjólreiðar og göngur. Eitt af markmiðum Orkustöðvarinnar að styðja við tengsl okkar við náttúruna með því að vera við hafið.“ Systurnar Elín Rós og Ljósbrá Mist Bjarnadætur í hópasalnum með Atlantshafið í baksýn. Í hópasalnum eru einnig tæki og tól til að nota við æfingarnar. Sigurbjörg Gunnarsdóttir í tækjasal Orkustöðvarinnar sem er búinn splunkunýjum tækjum af bestu gerð. Páll Ketilsson pket@vf.is 4 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.