Víkurfréttir - 20.01.2021, Blaðsíða 14
Ari Páll Ásmundsson:
„Ég veit það ekki.“
Spurningin:
Hvað ætlar þú að
verða þegar þú ert
orðinn stór?
(Spurt árið 1983)
Hlynur Jóhannsson:
„Ég veit það ekki.“
Sævar Ingi Borgarsson:
„Ég veit það ekki,
kannski smiður.“
Guðbjörn Óskarsson Perrý:
„Kannski læknir.“
Víkurfréttir • Fimmtudagur 13. október 1983
„Ég sjokkeraðist alveg þegar ég sá að hann tók upp þennan svakalega
hníf, skildi ekkert hvað væri að ske. Maðurinn réðst á mig og stakk mig í
siðuna vinstra megin. Við það kastaði ég mér niður og greip um andlitið,
en hann stakk mig í herðarnar og rispaði mig einnig víðar um líkamann
á meðan ég lá. Félagi hans kom þá að og tók hann með sér og hlupu þeir
svo á brott. Þetta voru Bretar, en síðast þegar ég vissi hafði ekki tekist að
hafa upp á þeim,“ sagði Sigurður Björgvinsson.
Hann var í fríi með Keflavíkurliðinu í knattspyrnu á Benedorm, þegar hann
varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að verða fyrir árás ókunnugs manns er
hann var á gangi um miðjan dag ásamt einum félaga sinna úr liðinu. Sigurður
var fluttur í sjúkrahús þar sem gert var að meiðslum hans, og lá þar í 2 daga.
Á vinstri síðu hans er 30 cm langur skurður og þurfti um 70 spor til að sauma
hann saman, en auk þess þurfti um 10 spor annars staðar á líkama hans.
Sigurður kom heim aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku og var skoðaður,
en dvelur nú heima við og jafnar sig eftir þetta.
„Þetta tekur rosalega á taugarnar, maður er ennþá í sjokki, þetta var svo
óvænt svona um miðjan dag, að þetta skyldi ske. En málið er bara það, að
svona hlutir eru alltaf að ske af og til í öðrum löndum, þó það komi ekki slík
atvik fyrir hér á landi, en það er öruggt, að ég fer ekki til Spánar í bráð,“ sagði
Sigurður að lokum. - pket.
– segir Sigurður Björgvinsson sem varð
fyrir óskemmtilegri reynslu á Benidorm
Um 70 spor þurfti til að sauma saman skurðinn á síðu Sigurðar.
„Sjokkeraðist alveg
er ég sá hnífinn“
Víkurfréttir • Fimmtudagur 19. maí 1983
Stórbruni varð í frystihúsi Kefla-
víkur hf. sl. þriðjudagskvöld er
eldur kom upp í ísklefa hússins
sem staðsettur er í suðurenda
hússins. Allt tiltækt slökkvilið var
þegar kallað út og þegar leið á kom
Slökkvilið Miðneshrepps til hjálpar
og voru um 50-60 slökkviliðsmenn
að störfum, og einnig kom aðstoð
frá slökkviliðinu á Keflavikurflug-
velli sem kom með stóran tankbíl,
en mjög illa gekk að ráða niður-
lögum eldsins, sem breiddist út um
allt frystihúsið með lofti, en með-
fram allri lengjunni voru umbúða-
geymslur sem eldurinn læsti sig í og
varð húsið fljótt orðið alelda.
Eftir fjögurra tíma slökkvistarf
eða um miðnætti tókst loks að ráða
niðurlögum eldsins að mestu. Frysti-
húsið er mjög mikið skemmt, en þó
slapp norðurendi hússins undan
eldinum þar sem flökunarvélar eru
staðsettar. Einnig sluppu frysti-
tæki og pressur nokkurn veginn
frá eldinum en þó kom þar mikill
reykur og vatn. Aðstaða starfsfólks
slapp einnig, beitningaraðstaða og
humarvinnslan.
Óvíst er að birgðir af frosnum
fiski, um 13.000 kassar, hafi sloppið,
en þær voru í stærsta frystiklefa
hússins, en þegar blaðið fór í prentun
í gær var það óljóst. Verðmæti þessa
kassa eru um 18-20 milljónir króna
virði.
Tjónið skiptir tugum milljóna á
húseign og vélabúnaði, en hjá fyrir-
tækinu vinna um 120 manns og um
60-70 skólakrakkar yfir sumar-
tímann, og ljóst er að margir munu
missa atvinnu sína um óákveðinn
tíma. Eldsupptök eru óljós ennþá,
en talið er líklegt að kviknað hafi í
út frá rafmagni. - pket.
Þessi mynd var tekln skömmu eftir að slökkviliðið kom á vettvang.
Eins og sjá má myndaðist mikill reykur sem lagðist yfir bæinn með hjálp
norðanáttarinnar og olli tjóni á nærliggiandi húsum.
Milljónatjón er stór-
bruni varð í Keflavík hf.
Víkurfréttir • Föstudagur 27. maí 1983
Vitað er að a.m.k. 11 íbúðir urðu fyrir skemmdum af völdum reyks er eldur
kom upp í Keflavík hf. á dögunum, en þar sem enginn einn aðili er með
rannsókn þessa máls á sinni könnu, er erfitt að vita nákvæmlega hve
margar íbúðir skemmdust.
Enn er unnið að rannsókn á eldsupptökum og mati brunatjónsins hjá
Keflavík hf., og munu niðurstöður brátt liggja fyrir. Tjón á fiskafurðum
varð mun minna en óttast var, og hefur öllum þeim fiski er átti að fara á
Ameríkumarkað þegar verið skipað út í m.s. Hofsjökul, en aðeins þurfti
að skipta um umbúöir á fiskinum og tók það á þriðja dag að vinna verkið.
Að sögn Ólafs B. Ólafssonar, framkvæmdastjóra Keflavíkur hf., mun hum-
arvinnsla fara fram í sumar þrátt fyrir brunann, en önnur frysting mun
fara fram hjá Miðnesi hf., en þar verður borðum fjölgað svo fólk það sem
starfaði við frystihús Keflavíkur hf. geti fengið vinnu út frá. - epj.
Á annan tug húsa skemmdust vegna reyks
Unnið að umbúðaskiptum.
14 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár
Á S U Ð U R N E S J U M Í 4 0 Á R !
Sjáðu 40 ára sögu
Víkurfrétta á timarit.is
Ekki er vika án Víkurfrétta!