Víkurfréttir - 20.01.2021, Blaðsíða 19
Grétar Mar vill aftur á þing
– genginn til liðs við Flokk fólksins
Sandgerðingurinn Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður og vara-
þingmaður í Suðurkjördæmi, hefur gengið til liðs við Flokk fólksins og
stefnir á framboð fyrir hann í Suðurkjördæmi. „Ég ætla að fara að skipta
mér af þessu aftur. Það er margt sem þarf að laga í samfélaginu okkar og
margt sem brennur á mér,“ segir Grétar sem var varaþingmaður Frjáls-
lynda flokksins í kjördæminu 2003–2007 og svo þingmaður frá 2007 til
vors 2009 þegar bankahrunið varð.
„Málefni eldri borgara og auðvitað
sjávarútvegurinn,“ segir hann að-
spurður um hvað það sé helst sem
hann hafi áhuga á að berjast fyrir
komist hann á þing á nýjan leik. „Ég
er orðinn 65 ára sem er náttúrlega
enginn aldur en það gengur ekki
hvað það er illa farið með eldra fólk
á Íslandi. Hvernig má það til dæmis
vera að fólk eldra en 67 ára megi ekki
vera á vinnumarkaðinum nema þola
skerðingar á lífeyri? Það gengur auð-
vitað ekki.“
Grétar Mar var lengi sjómaður
og skipstjóri frá Sandgerði en hann
gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn
árið 2002. Sjávarútvegurinn var
einn af þeim málaflokkum sem lögð
var áhersla á þar og það er eitt af því
sem Grétar Mar vill gera á Alþingi,
komist hann þangað aftur. „Ég fór
aftur á sjóinn eftir þingveruna árið
2009 en hætti fyrir sjö árum. Ég
er þó að vinna í sjávarútvegi og hef
haft gaman af. Það þarf samt að laga
margt í greininni á Íslandi. Ástandið
er hroðalegt. Allur arður fer til nokk-
urra fjölskyldna. Það gengur ekki.
Það má ekki gleyma því að sjávar-
útvegur var í margar aldir það sem
byggði upp samfélagið á Íslandi eða
þangað til ferðamenn fóru að koma
til Íslands. Nú eru þetta nokkrir að-
ilar sem drottna yfir þessu og ráða
öllu. Við þurfum m.a. nýja stjórnar-
skrá til að gera breytingar í sjávarút-
veginum – en auðvitað margt annað
sem þarf að gera til að bæta margt
hér á landi,“ segir Grétar Mar sem
hefur síðustu árin búið í Hafnarfirði.
Hann segir þó hjarta sitt alltaf slá á
Suðurnesjum en hann var í þrjátíu
ár í hafnarstjórn í Sandgerði. Þá var
Grétar bæjarfulltrúi í Sandgerði árin
1982 til 1990.
Grétar Mar í brúnni en þar hefur
hann verið í áratugi af sinni ævi.
Nú vill hann komast aftur á þing.
Páll Valur í framboði hjá
Samfylkingu í Suðurkjördæmi
Páll Valur Björnsson
hefur tilkynnt um
framboð sitt fyrir
Samfylkinguna í
Suðurkjördæmi í
komandi alþingis-
kosningum.
„Ég býð mig fram
til setu á listanum og
vil því biðja þá félaga
mína sem telja að
ég eigi erindi í efstu
sæti listans að senda
línu á uppstillingarnefndina með
tilnefningu. Það þarf ekkert að
fara í grafgötur með það að hér
þarf að komast á koppinn félags-
hyggju- og jafnaðarstjórn undir
forustu Samfylkingarinnar eftir
kosningarnar í haust og tel ég
að kraftar mínir séu mikilvægir
í þeim árangri sem við viljum
ná. Ég finn mikinn meðbyr með
flokknum, við þurfum að þétta
raðirnar og berjast
sem ein manneskja í
kosningabaráttunni
sem framundan er.
Ég hef þetta kjör-
tímabil setið sem
varaþingmaður í
Reykjavík-Norður en
ákvað að færa mig
aftur heim í Suður-
kjördæmi. Ég hef
búið hér suður með
sjó í tæpa fjóra ára-
tugi og þrátt fyrir að eiga sterkar
rætur að rekja til Reykjavíkur tel
ég að þekking mín og reynsla sem
þingmaður í kjördæminu 2013–
2016 muni nýtast flokknum mun
betur. Suðurkjördæmi er víðfeðmt
og þar er svo sannarlega verk að
vinna fyrir Samfylkinguna. Ég er
til þjónustu reiðubúinn í þá vinnu,“
segir Páll Valur Björnsson m.a. í til-
kynningu um framboðið.
TVÖ LAUS STÖRF VIÐ FJÖLBRAUTASKÓLA SUÐURNESJA
SKJALASTJÓRI
OG KERFISSTJÓRI
Fjölbrautaskóli Suðurnesja (FS) óskar eftir að ráða skjalastjóra í
75–100% starf við skólann. Starfið er til eins árs með möguleika á
framlengingu. Leitað er að einstaklingi með þekkingu og góða reynslu
af skjalastjórnun til að hafa umsjón með þróun skjalastjórnunar og
skjalavistunarmálum skólans.
Einnig er leitað eftir kerfisstjóra til starfa í fullt starf. Kerfisstjóri sinnir
rekstri útstöðva og þjónustu við starfsmenn og nemendur auk þess að
koma að rekstri netþjóna og fjölbreyttra kerfislausna sem eru nauðsyn-
legar daglegum rekstri skólans.
Nánari upplýsingar um menntunar- og hæfnikröfur, helstu verkefni, kjör
og umsóknarfrest má finna á heimasíðu skólans www.fss.is.
Ekki þarf að sækja um á sérstöku umsóknareyðublaði en umsókn með
upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skila í tölvupósti til skóla-
meistara á netfangið skolameistari@fss.is.
Skólameistari
Þeir hörðustu skjótast
út þegar gefur á sjóinn
Núna er janúar orðin hálfnaður
og veðurguðirnir hafa nú ekki
verið neitt sérstakir síðustu daga.
Frekar stífar norðanáttir og tíðar-
farið ansi erfitt – en veiðin hjá
bátunum hefur verið þokkaleg.
Lítum aðeins á.
Hjá dragnótabátunum er Sigur-
fari GK með 32 tonn í sjö, Siggi
Bjarna GK og Benni Sæm GK
báðir með 26 tonn, Siggi með átta
og Benni sjö róðra. Þegar þetta er
skrifað þá munar ekki nema 55
kílóum á þeim tveim.
Gamli Farsæll GK frá Grindavík
kom til Sandgerðis og landaði
þar 1,2 tonni og fór síðan í Njarð-
víkurslipp. Þar verður báturinn í
tæpan mánuð en það á að hreinsa
alla málningu af bátnum. Það eru
kominn ansi mörg lög af málningu
á bátinn og þau eru nú ansi mörg
aukakíló á þyngd hans.
Hjá netabátunum er Langanes
GK hæstur með 96 tonn í sex en
hann er á ufsaveiðum og landar í
Þorlákshöfn. Þar er líka Grímsnes
GK sem er kominn með 67 tonn í
fimm og mest 27 tonn. Erling KE er
í Sandgerði og með 47 tonn í níu,
Maron GK 24 tonn í sjö, Sunna Líf
GK 10 tonn í fjórum, Halldór Afi
GK 8,4 tonn í fimm, Hraunsvík
GK sex tonn í fjórum, Birna GK 1,5
tonn í tveimur og Guðrún GK sex
tonn í tveimur.
Hjá línubátunum er Óli á Stað
GK hæstur með 55 tonn í átta og
Geirfugl GK 51,5 tonn í átta, báðir
mest með ellefu tonn. Báðir hafa
landað í Grindavík og Sandgerði.
Margrét GK 51 tonn í sjö, Daðey
GK 42 tonn í átta, Sævík GK 41
tonn í átta, Dóri GK 35 tonn í sex,
Steinunn BA 30 tonn í fimm en
hún landar í Sandgerði og Beta GK
24 tonn í fimm.
Tveir handfærabátar hafa
verið á veiðum og báðir að landa í
Grindavík. Grindjáni GK með þrjú
tonn í þremur og Sigurvon RE 2,7
tonn í þremur.
Stó r u l í n u b át a r n i r h a fa
flestir landað í heimahöfn sinni,
Grindavík. T.d. Páll Jónsson GK
með 146 tonn í einum, Fjölnir GK
128 tonn í einum, Hrafn GK 84
tonn í einum og Jóhanna Gísla-
dóttir GK 83 tonn í einum.
Valdimar GK er með 152 tonn í
tveimur sem landað var í Hafnar-
firði og Grindavík, Sighvatur GK
um 140 tonn í tveimur, landað í
Grindavík og Hornafirði.
Ef togskipin eru skoðuð þá er
Sóley Sigurjóns GK með 240 tonn
í tveimur, landað í Hafnarfirði og
á Ísafirði, Pálína Þórunn GK 125
tonn í þremur, í Sandgerði og á Ísa-
firði, Sturla GK 164 tonn í fjórum
á Ísafirði og Berglín GK 64 tonn á
Siglufirði.
Veðurfarið er nú ekki beinlínis
til að hrópa húrra fyrir í vikunni
og þeir hörðustu skjótast út þegar
gefur á sjóinn.
aFlaFrÉttir á SuðurnESjuM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár // 19