Víkurfréttir - 20.01.2021, Blaðsíða 13
Víkurfréttir • Fimmtudagur 23. júní 1983
„The food at the Glóðin is the best,“
Shuttle747 Crew. Þessa setningu
má sjá á áritaðri mynd sem áhöfnin
á geimskutlunni Enterprise afhenti
Axel Jónssyni eiganda Glóðarinnar,
sem flest allir Suðurnesjamenn
þekkja nú orðið af eigin raun.
„Þeir voru mjög ánægðir, sögðust
vera búnir að fara á 30 staði í heim-
inum en þetta væri sá besti matur
sem þeir hefðu fengið,“ sagði Axel.
Hvað þeir fengu sér?
„Blandaða sjávarrétti. Vissi enginn
í afgreiðslunni hverjir þessir menn
voru, var ekki fyrr en þeir réttu mér
myndina að uppgötvaðist.“
Glóðin er nú búin að vera opin í
rétt rúma 2 mánuði og að sögn Axels
hefur reksturinn gengið ágætlega
og sýnt sig að hefur verið þörf fyrir
svona stað hér á Suðurnesjum. Með
haustinu stendur til að opna á efri
hæð Glóðarinnar sal undir veislur og
fundi. - pket.
Víkurfréttir • Fimmtudagur 1. september 1983
„Jú, þetta þótti svaka mál á sínum
tíma,“ sagði Villi í Pulsuvagninum,
er hann var spurður hvers vegna
hann væri með „u“ í pulsunum
sfnum en ekki „y“ eins og flest allir
hafa það. „Ég talaði við Guðna Kol-
beins, hinn mikla íslenskufræðing
í Háskólanum, og spurði hann út
í þetta, og hann svaraði því á þá
leið að hann myndi halda áfram
að biðja um pulsu en aftur á móti
skrifa pylsu. Hérna biðja allir um
pulsu með „ui“, og til hvers þá að
skrifa „pylsuvagninn“ í stað „pulsu-
vagninn“? sagði Villi, eða Vilberg
Skúlason, eins og hann heitir nú
fullu nafni.
Villi byrjaði með vagninn 1. apríl
1980 og var opnunartfmi óreglu-
legur til að byrja með, en traffíkin
jókst alltaf og Villi ákvað að snúa sér
alfarið að þessu, og í dag er hann á
fullu í pulsubisness og er með opið
á hverjum degi frá kl. 11.30–21 virka
daga en lengur um helgar, eins og
flestir Suðurnesjamenn nú orðið
kannast við, enda vinsælt að koma
viö hjá Villa eftir böllin og fá sér í
svanginn.
„Jú, það er alltaf nóg að gera og
traffíkin hefur aukist með hverju ári
þennig að ég þarf ekki að kvarta. Um
helgar er ég alltaf með einhvern með
mér til aðstoðar, því eftir böllin sér-
staklega myndast oft örtröð hér við
vagninn.“
Eru aldrei nein læti?
„Það verður að segjast eins og er,
að unga fólkið í dag er mjög til fyrir-
myndar. Hér hefur lögreglan aldrei
þurft að hafa nein afskipti af ólátum í
fólki og ég er mjög ánægður á meðan
svo er,“ sagði Vilberg Skúlason að
lokum, því ekki vildi blaðamaður
tefja hann frá störfum, því það var
kominn kúnni í lúguna sem vildi fá
„eina með öllu.“ - pket.
Villi lætur af hendi úrvals fæðu til eins besta viðskiptavinar
Pulsuvagnsins, Gísla Jónassonar.
„Maturinn á Glóð-
inni er sá besti“
– sögðu áhafnarmeðlimirnir
á geimskutlunni Enterprise
„Ætla áfram að biðja um
pulsu – en skrifa pylsu“
PEBS
– Rætt við Villa í Pulsuvagninum
Víkurfréttir • Fimmtudagur 13. október 1983
Um kl. 8.55 sl. laugardag er lög-
reglumennirnir Hörður Óskarsson
og Skúli Björnsson voru á eftirlits-
ferð í nágrenni Keflavíkurhafnar,
urðu beir varir við að kona hafði
fallið í höfnina. Jafnhliða því sem
þeir óskuðu eftir frekari aðstoð
lögreglumanna, stakk Hörður sér
í sjóinn á eftir konunni, sem þá var
að verða örmagna.
Tókst Herði að synda með konuna
að báti sem þarna var, en fyrir til-
viljun voru menn í lóðsbátnum
og brugðu skjótt við og komu á
staðinn, og með hjálp þeirra og lög-
reglumannanna sem komnir voru
á staðinn tókst að ná konunni upp
og var hún síðan flutt í Sjúkrahúsið
í Keflavík þar sem hún fékk góða
aðhlynningu.
Algjör tilviljun réði því að lög-
reglan var þarna á staðnum og
mun það hafa orðið konunni til lífs,
en að sögn þeirra lögreglumanna
sem þarna voru, þá sýndi Hörður
Óskarsson af sér mikið afrek þarna
og voru viðbrögð hans hárrétt að
öllu leyti.
Þessi björgun vekur upp spurn-
ingu hvers vegna lögreglan hefur
ekki yfir að ráða gúmmíbjörgun-
arbát t.d. á kerru, eins og lögreglan
í Reykjavík hefur á sínum snærum.
Væru þeir með bát gæti það skipt
sköpum varðandi bjarganir í
höfnum Suðurnesja, því í dæminu
hér að ofan er það algjör tilviljun að
lóðsbátinn sé tilbúinn til aðstoðar.
Hefði þetta skeð að nóttu til eða
á einhverjum öörum tíma, hefði
verið óvíst um örlög konunnar. Er
því hér um lífsspursmál að ræða
að einhverjir aðilar gefi lögreglunni
gúmmíbát til björgunar úr höfnum,
því þó takist að synda að þeim sem
bjargarer þurfi, gengur oft illa að
koma viðkomandi á land án þess
að lítill bátur sé til staðar. - epj.
Höröur Óskarsson lögreglu-
maður sýndi mikið afrek þegar
hann bjargaði konunni frá
drukknun í Keflavíkurhöfn.
Hörður Óskarsson, lögreglumaður, stakk sér eftir konunni
Konu bjargað frá
drukknun í Keflvíkurhöfn
Pétur B. Snæland teiknaði
skopmyndir í Víkurfréttir á
níunda áratug síðustu aldar.
Hann sá skoplegar hliðar á
fréttum blaðsins. Hér skellti
hann í mynd við frétt sem
birtist á forsíðu Víkurfrétta
í júlí 1983. Myndin birtist
svo í næsta tölublaði á eftir
sem var eftir verslunar-
mannahelgi þetta herrans
ár. Fréttina má lesa á for-
síðu þessa blaðauka Víkur-
frétta þar sem ferðast er
aftur til ársins 1983.
á timarit.is
ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG
vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár // 13