Víkurfréttir - 20.01.2021, Blaðsíða 7
afsláttur
af NicotinellFruit
til 31. janúar 2021.
15%
Óvenju hátt hlutfall prófað
eða nota nikótínpúða
„Samkvæmt niðurstöðum úr könnun (Ungt fólk) frá Rannsóknum og
greiningu sem gerð var í 8.–10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar kom
fram að óvenju hátt hlutfall nemenda hafa prófað eða nota nikótínpúða.
Púðarnir eru bannaðir
börnum undir átján ára
aldri og varað er við notkun
þeirra þar sem púðarnir
geta verið banvænir. Of
stór skammtur getur verið
banvænn.
Ég legg til að tekið verði
saman forvarnarefni um skaðsemi
níkótínpúða og sent til allra skóla
og foreldra barna á unglingastigi í
Reykjanesbæ,“ segir í tillögu sem
Anna Sigríður Jóhannes-
dóttir, fulltrúi D-lista í
lýðheilsuráði, lagði fram á
síðasta fundi ráðsins.
Lýðheilsuráð tekur undir
tillöguna og felur lýðheilsu-
fulltrúa að móta verkefnið.
Þar til löggjöf verður breytt
og aðgengi takmarkað hvetur lýð-
heilsuráð söluaðila til þess að tak-
marka sýnileika nikotínpúða eftir
fremsta megni.
Geðrækt eldri borgara í
Reykjanesbæ til skoðunar
Lýðheilsuráð Reykjanesbæjart hefur falið lýðheilsufulltrúa að móta
verkefni er snýr að eflingu geðheilsu eldri borgara í Reykjanesbæ
með þátttöku allra helstu hagsmunaaðila bæjarfélagsins. Markmiðið
er að bæta geðheilsu, draga úr félagslegri einangrun og efla samstarf.
Dæmi um samstarfsaðila væru Félag eldri borgara á Suðurnesjum,
kirkjurnar, félagsþjónustan, félagsstarf á Nesvöllum, íþrótta- og tóm-
stundafulltrúi, Rauði krossinn, Öldungaráð Reykjanesbæjar og Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja. Verkefnið fellur undir aðgerðaráætlun í
lýðheilsumálum 2021, segir í gögnum frá síðasta fundi ráðsins.
„Ein besta ákvörðun
sem ég hef tekið“
Keilir brautskráir á sjöunda tug nemenda
Keilir brautskráði 66 nemendur við útskrift skólans föstudaginn 15. janúar.
Vegna aðstæðna og reglna um fjöldatakmarkanir var útskriftin með öðru
sniði en vanalega og fór athöfnin fram í beinu streymi. Útskriftarnemum
gafst þó tækifæri til að senda inn umsagnir um námstímann sinn hjá Keili
sem voru lesnar upp af forstöðumönnum í stað formlegrar ræðu fyrir hönd
útskriftarnema.
Við athöfnina voru 58 nemendur
brautskráðir af Háskólabrú og átta
nemendur úr fótaaðgerðafræði.
Jóhann Friðrik Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Keilis, flutti ávarp.
Athöfnin var heldur óhefðbundin
að þessu sinni, vegna aðstæðna og
reglna um fjöldatakmarkanir fór út-
skriftin fram í beinu streymi.
Með útskriftinni hafa nú 3.984
nemendur lokið námi við deildir
skólans sem var stofnaður á Ásbrú
í Reykjanesbæ í maí 2007. Í lok
ársins 2020 voru yfir eitt þúsund
nemendur skráðir í nám og nám-
skeið á vegum Keilis og hafa aldrei
fleiri aðilar lagt stund á nám við
skólann en nú. Munar þar mestu
að nú leggja tveir árgangar stund á
nám til stúdentsprófs með áherslu á
tölvuleikjagerð við Menntaskólann
á Ásbrú, auk þess sem mikil aukning
hefur verið á ásókn í opna fram-
haldsskólaáfanga við skólann. Þá
býður Keilir nú í annað sinn upp á
fjölmennt undirbúningsnámskeið
til inntökuprófs í læknisfræði en
þau hafa verið haldin undanfarin ár
við góðan orðstír framhaldsskóla-
nema af öllu landinu. Þá hafa aldrei
fleiri einstaklingar lagt stund á nám
í Háskólabrú Keilis en á núverandi
námsári.
Hæsta meðaleinkunn í
sögu Háskólabrúar
Háskólabrú Keilis brautskráði sam-
tals 58 nemendur úr öllum deildum.
Berglind Kristjánsdóttir, forstöðu-
maður Háskólabrúar, flutti ávarp og
stýrði brautskráningunni. Dúx Há-
skólabrúar var Kristinn Frans Stef-
ánsson sem útskrifaðist með 9,82
í meðaleinkunn – þá hæstu í sögu
Háskólabrúar. Hann fékk gjafir frá
Arion banka og Keili sem og viður-
kenningu fyrir góðan námsárangur.
Þá voru lesnar upp umsagnir út-
skriftarnema.
Með útskriftinni hafa samtals
2.099 nemendur útskrifast úr Há-
skólabrú Keilis frá fyrstu útskrift
skólans árið 2008 og hafa langflestir
þeirra haldið áfram í háskólanám,
bæði hérlendis og erlendis. Aldrei
hafa jafnmargir nemendur stundað
frumgreinanám í Keili og á þessu
námsári en á annað hundrað um-
sóknir bárust í fjarnám Háskólabrúar
sem hófst í byrjun janúar. Þeir
bætast við fjölmennasta hóp ný-
nema í Háskólabrú sem hófu nám
síðastliðið haust og stunda þar með
núna yfir þrjú hundruð nemendur
frumgreinanám í Keili.
Fjórða útskrift úr
fótaaðgerðafræði
Átta nemendur brautskráðust í
fjórðu útskrift námsbrautar Keilis
í fótaaðgerðafræði. Arnar Haf-
steinsson, forstöðumaður Íþrótta-
akademíu Keilis, flutti ávarp og
stýrði útskriftinni. Arnheiður S.
Þorvaldsdóttir fékk viðurkenningu
fyrir góðan námsárangur með 9,5
í meðaleinkunn en þetta er hæsta
lokaeinkunn sem gefin hefur verið
í fótaaðgerðafræðinámi Keilis frá
upphafi. Fékk hún gjafir frá Praxis og
Áræði. Þá voru lesnar upp umsagnir
útskriftarnema.
Með útskriftinni hafa nú um
þrjátíu einstaklingar lokið námi í
fótaaðgerðafræði frá Keili en skólinn
hefur boðið upp á námið frá febrúar
2017. Einungis eru um tíu nemendur
samþykktir í námið hverju sinni og
verður næst tekið við nýnemum á
haustönn 2021. Fótaaðgerðafræði er
löggilt starfsgrein og teljast fótaað-
gerðafræðingar til heilbrigðisstétta.
Nám í fótaaðgerðafræði hjá Keili
tekur eitt og hálft ár og eru áfang-
arnir kenndir á þremur samliggjandi
önnum. Bóklegir áfangar eru kenndir
í fjarnámi með reglulegum staðlotum
og verklegir áfangar eru kenndir í
aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykja-
nesbæ.
Vilja setja upp deilileigu fyrir
rafhlaupahjól í Reykjanesbæ
Hopp Mobility ehf. hefur lagt fram
erindi í Reykjanesbæ um að veitt
sé leyfi fyrir Joseph Feyen til að
opna og reka stöðvalausa deilileigu
fyrir rafhlaupahjól í Reykjanesbæ.
Þjónustan væri rekin sem sérleyfi
(e. franchise) undir formerkjum
Hopp Mobility ehf., sambærileg og
í Reykjavík og Vestmannaeyjum.
Í erindinu segir að sérleyfið væri
tímabundið í tvö til þrjú ár sem eina
deilileigan á svæðinu. Umhverfis-
sviði Reykjanesbæjar hefur verið
falið að gera drög að tímabundnum
samningi til reynslu um afnot af
bæjarlandi fyrir og rekstur á stöðva-
lausri deilileigu fyrir rafhlaupahjól
og leggja fyrir umhverfis- og skipu-
lagsráð.
Umhverfis- og skipulagsráðs
Reykjanesbæjar frestaði erindin á
fjarfundi sem haldinn var 15. janúar
síðastliðinn.
Forsetafrúin, Eliza Reid, prófaði
rafhlaupahjól á síðasta ári.
Mynd af Facebook-síðu Hopp
vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár // 7